26.03.1974
Sameinað þing: 69. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3112 í B-deild Alþingistíðinda. (2771)

Afgreiðsla mála úr nefndum

Bjarni Guðnason:

Herra forseti. Af því að hv. 7. landsk. þm. tók svona rösklega til máls og deildi mjög á allshn. Sþ., sem líklega hefur skilað frá sér flestum málum allra n., vil ég aðeins leyfa mér af því tilefni að benda á, að hv. þm. á sæti í hinni voldugu n., sem nefnist fjvn. Bar ég fyrir nokkru upp örlitla till., sem lenti þar, þ.e.a.s. um kostnaðaráætlanir við stjórnarfrv. Það má kannske segja, að það sé ekki minna mál en það, sem olli því, að hv. þm. reis hér upp. Ég vil þá mælast til þess í framhaldi af því, að þessi hv. þm. sjái til þess, að þessi till. mín, sem er sæmilega merk og full þörf er á, eins og ýmis stjórnarfrv. sýna, að það komi fram vilji þingsins, að hér séu ekki lögð fram ný stjórnarfrv., án þess að liggi fyrir sæmileg grg. um kostnaðinn. Þess vegna vænti ég þess, að hv. þm. beiti sér fyrir því, að þessi allsæmilega merka till. mín komist hingað til afgreiðslu.