27.03.1974
Neðri deild: 91. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3175 í B-deild Alþingistíðinda. (2846)

289. mál, lántökuheimild fyrir ríkissjóð

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Út af fsp hv. 3. þm. Sunnl. vil ég svara því til, að ég geri ráð fyrir, að vextir af þessum lánum verði 4% eins og af vísitölulánunum um gildistímann. Hvort það verður 1. mars-vísitalan eða 1. okt., hefur ekki endanlega verið ákveðið, en það mun verða gert í samráði við Viðlagasjóð og Seðlabankann, sem hafa haft með þessi mál að gera. Ég geri frekar ráð fyrir því, að 1. mars verði fyrir valinu, vegna þess að þær umr., sem hafa farið fram undanfarandi, hafa sýnt, að ýmis vandkvæði væru á því, ef hin vísitalan yrði látin gilda, en endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin.