29.03.1974
Efri deild: 94. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3243 í B-deild Alþingistíðinda. (2920)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Svo hljóðandi bréf hefur borist:

„Reykjavík 29. mars 1974.

Þar sem ég mun ekki geta sótt þingfundi á næstunni vegna fjarveru úr bænum, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Framsfl. í Vestfjarðakjördæmi, Halldór Kristjánsson bóndi, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Bjarni Guðbjörnsson,

4. þm. Vestf.“

Ég býð Halldór Kristjánsson velkominn til starfa á Alþingi.