01.04.1974
Efri deild: 96. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3285 í B-deild Alþingistíðinda. (2972)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Svo hljóðandi bréf hefur borist:

„Reykjavík, 1. apríl 1974.

Samkvæmt beiðni Einars Ágústssonar utanrrh., sem er á förum til útlanda í opinberum erindum, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Framsfl. í Reykjavík, Tómas Karlsson ritstjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans. Fyrir hönd þingflokks Framsfl.

Þórarinn Þórarinsson.“

Ég býð Tómas Karlsson velkominn til starfa á Alþingi.