01.04.1974
Neðri deild: 96. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3286 í B-deild Alþingistíðinda. (2977)

172. mál, verndun Mývatns og Laxár

Frsm. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Þetta mál er stjfrv. Menntmn. hefur skoðað þetta mál og aflað sér allítarlegra upplýsinga um það og leggur til, að frv. verði samþ. með tveim smávægilegum breyt. Fyrri breyt. er eingöngu orðalagsbreyting og er gerð til þess að komast hjá að kalla árbakka strandlengju. Síðari brtt. er við 7. gr. og er efnislega á þá leið, að n. leggur til, að það fé, sem veitt verður til að framkvæma lögin, komi til eftir því sem er veitt á fjárl., en ekki skv. úrskurði ráðherra.