01.04.1974
Neðri deild: 96. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3287 í B-deild Alþingistíðinda. (2987)

262. mál, mat á sláturafurðum

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Frv. til l. á þskj. 621 er um breyt. á l. nr. 61 19. maí 1971 og breyt. á eldri l. þar um. Ákvæðið, sem er verið að breyta í þessu efni, er framlenging á því leyfi, sem í þeim l. var og féll út við síðustu áramót, um að leyfa slátrun í sláturhúsum, sem ekki hafa fengið löggildingu.

Þrátt fyrir það að mikið hafi áunnist í þá átt að endurbæta sláturhúsin á síðari árum og víða séu komin hin fullkomnustu sláturhús, er ljóst, að enn þá verður að gefa undanþágu og leyfa slátrun í húsum, sem ekki hafa fengið löggildingu, og er nú lagt til, að þetta leyfi verði veitt til ársloka 1976.

Þetta frv. hefur inni að halda sama ákvæðið og frv. það, sem ég greindi hér áðan, að hér þurfi að koma til hvort tveggja, leyfi héraðsdýralæknis og yfirdýralæknis, til þess að þessi undanþága verði veitt, en í framkvæmd mun það hafa verið svo, að báðir þessir aðilar hafa ráðið þeim málum, þegar þan hafa verið til lykta leidd.

Þetta frv. fékk einnig góða afgreiðslu í hv. Ed., og ég vona, að svo verði einnig hér í hv. d., og ég sé ekki ástæðu til að segja um það fleiri orð.

Ég legg til, herra forseti, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. landbn.