02.04.1974
Sameinað þing: 72. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3326 í B-deild Alþingistíðinda. (3013)

419. mál, flugvöllur í Grímsey

Fyrirspyrjandi (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Ég get vel verið fljótorður um ástæðurnar fyrir því, hvers vegna þessi fsp. er fram borin. Eins og hv. þdm. er kunnugt, eru aðalsamgöngur Grímseyinga við meginlandið með flugvélum, og þangað eru reglulegar flugferðir, að ég hygg tvisvar í viku. Nú hefur komið í ljós, að flugvöllurinn í Grímsey hefur teppst iðulega bæði vor og haust og jafnvel um miðjan vetur, m.a. vegna aurbleytu, og svo óheppilega hefur viljað til nú í vetur, að það hefur tvisvar sinnum þurft að gripa til sjúkraflugs, en í bæði skiptin var flugvöllurinn ófær, þannig að ekki var hægt að koma því við. Af þessum ástæðum hef ég og hv. 5. þm. Norðurl. e. flutt svo hljóðandi fsp. til hæstv. samgrh.:

„Hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar í sumar til þess að bæta úr því slæma ástandi, sem er á flugvellinum í Grímsey?“