03.04.1974
Neðri deild: 99. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3430 í B-deild Alþingistíðinda. (3078)

281. mál, Iðntæknistofnun Íslands

Frsm. (Eðvarð Sigurðsson):

Herra forseti. Frv. þetta um Iðntæknistofnun Íslands er flutt af iðnn. þessarar hv. d. að beiðni hæstv. iðnrh. Efni frv. er í höfuðdráttum það að samhæfa og sameina rannsókna- og tæknistarfið í þágu iðnaðarins, sem nú eru aðallega unnið af 3 ríkisstofnunum, en þær eru Iðnþróunarstofnun Íslands, Rannsóknastofnun iðnaðarins og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Iðnn. hefur ekki fjallað efnislega um frv. á fundum sínum, og eru því einstakir nm. óbundnir um afstöðu til þess, en n. mun taka frv. til athugunar að lokinni þessari umr., en hæstv. iðnrh, mun gera efnislega grein fyrir sjálfu frv.