03.04.1974
Neðri deild: 99. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3454 í B-deild Alþingistíðinda. (3085)

295. mál, vegalög

Ingólfur Jónsson:

Herra forseti. Það var í tilefni af því, sem hæstv. samgrh. sagði áðan. Hann vildi gefa í skyn, að það hafi komið fyrir áður, að framkvæmdum í vegagerð hafi verið frestað við endurskoðun vegáætlunar. Þetta hefur aldrei komið fyrir áður. 1972 var samin ný vegáætlun, en í tíð núv. ríkisstj. hefur ekki verið endurskoðuð vegáætlun fyrr en nú. Í tíð fyrrv. ríkisstj. var alltaf aukið við framkvæmdir, um leið og endurskoðun fór fram. (Gripið inn í.) Það var alltaf aukið við framkvæmdir. Hafi einni framkvæmd verið frestað í kjördæmi, þá hefur það verið gert með samþykki allra þm. kjördæmisins til þess að auka framkvæmd á öðrum stað, en heildarframkvæmdir voru alltaf auknar við endurskoðunina. Það muna hv. þm. örugglega, sem hafa setið á þingi. Ég vildi aðeins láta það koma fram, sem er rétt, í tilefni af því, sem hæstv. ráðh. sagði hér áðan.