04.04.1974
Neðri deild: 101. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3505 í B-deild Alþingistíðinda. (3127)

210. mál, umferðarlög

Frsm. (Ólafur G. Einarsson):

Herra forseti. Á þskj. 667 er álit allshn. varðandi þetta mál. N. mælir með samþykkt frv., eins og það var afgreitt frá Erl., með einni breytingu. Hún er við 3. gr., að fyrri mgr. 3. gr. orðist þannig:

„Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði 1. gr. og 1, mgr. 2. gr. koma þó til framkvæmda 1. mars 1974.“

Þarna er skotið inn orðunum „og 1. mgr. 2. gr.“ Þetta er gert samkv. ábendingu frá dómsmrn. og er til samræmis gert. N. leggur til, að frv. verði þannig samþykkt.