06.11.1973
Sameinað þing: 13. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 392 í B-deild Alþingistíðinda. (320)

356. mál, sala Birningsstaða í Laxárdal

Fjmrh. (Halldór E. Sigurósson) :

Herra forseti. Ég mun nú ekki í svari mínu verða eins skáldlegur og hv. fyrirspyrjandi, enda er langt á milli okkar í skáldskapnum. Ég mun því halda mig við raunveruleikann, og svarið er á þessa leið :

Jörðin Birningsstaðir í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu, var seld ábúanda jarðarinnar, Þormóði Torfasyni, með afsali 15. des. 1972. Söluverðið var ákveðið samkv. 49. gr. l. nr. 102 1962 155 þús. og 500 kr. Það er fasteignamatsverð, að frádregnum eignum ábúandans í húsakosti á jörðinni. Sala jarðarinnar fór fram samkv. l. nr. 102 1962 um ættaróðul, ættarjarðir, erfðaábúð og sölu þjóð- og kirkjujarða. Námur og námaréttindi, hvers konar efnistaka, svo og vatns- og jarðhitaréttindi umfram heimilisþarfir eru undanskilin við sölu jarðarinnar. Eigi að selja jörðina aftur, á ríkissjóður forkaupsrétt á henni á fasteignamatsverði.

Þetta er svar mitt við þessari fsp., og það kemur fram í henni, að undanskilin eru þarna námur og námaréttindi, hvers konar efnistaka, þ. á m. til vegagerðar, svo og vatns- og hitaréttindi umfram heimilisþarfir.

Ég sé ekki ástæðu til að bæta neinu frekar hér við.