17.04.1974
Neðri deild: 107. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3598 í B-deild Alþingistíðinda. (3252)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Gils Guðmundsson):

Mér hefur horist svohljóðandi bréf:

„Reykjavík, 16, apríl 1974.

Þar eð ég skv. læknisráði mun ekki geta sótt þingfundi næstu vikur, óska ég eftir því, að annar varam. Sjálfstfl. í Reykjavík, Geirþrúður H. Bernhöft ellimálafulltrúi, taki sæti á Alþingi í veikindaforföllum mínum.

Virðingarfyllst,

Pétur Sigurðsson, 9. þm. Reykv.

Frú Geirþrúður H. Bernhöft hefur áður tekið sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili, og hefur rannsókn á kjörbréfi hennar farið fram. Býð ég hana velkomna til starfa.