19.04.1974
Neðri deild: 109. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3793 í B-deild Alþingistíðinda. (3326)

127. mál, umhverfismál

Frsm. (Jónas Jónsson):

Herra forseti. Allshn. hefur rætt á fundi sínum till. þá, er hér um ræðir, og fengið um hana umsagnir Náttúruverndarráðs, Búnaðarþings, skipulagsstjóra ríkisins og þjóðminjavarðar. Umsagnir þessar voru allar á þá leið, að viðkomandi aðilar töldu feng að því, að samin yrði heildarlöggjöf um umhverfismál. N. hefur orðið sammála um að mæla með samþykkt till. með svofelldri breytingu, með leyfi hæstv. forseta:

Tillgr. orðist þannig:

Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að beita sér fyrir því, að endurskoðuð verði og samræmd löggjöf um umhverfismál, og í því sambandi athuga, hvort rétt sé að sameina þau undir eina yfirstjórn.“