06.11.1973
Sameinað þing: 13. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 400 í B-deild Alþingistíðinda. (334)

359. mál, rafvæðing sveitanna

Friðjón Þórðarson:

Herra forseti. Ég vil aðeins lýsa því yfir, að ég fagna því gífurlega mikla átaki, sem unnið hefur verið í þessum málum á undanförnum árum og áratugum, og jafnframt þeim upplýsingum, sem hér hafa komið fram um, að áfram verði unnið að rafvæðingu allra býla eða a. m. k. athugaðir fyllstu möguleikar á því að rafvæða öll býli landsins, þannig að ekkert verði skilið eftir í myrkrinu.