06.11.1973
Sameinað þing: 13. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 404 í B-deild Alþingistíðinda. (338)

365. mál, verkfallsréttur opinberra starfsmanna

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson) :

Herra forseti. Ég skal ekki fara að ræða við hv. þm. um hans kröfupólitík. Hitt held ég, að sá, sem ætlar sér að hafa við honum í þeim efnum, þurfi að fylgja nokkuð fast eftir, ef hann ætlar að standa honum jafnfætis, hvað þá komast fram fyrir. Ég vil aðeins taka fram, að ég tel, að það hafi ekkert komið fram í því, sem ég sagði hér áðan, sem gæfi tilefni til þess, að ekki væru menn ósammála innan ríkisstj. um þetta mál. Á það hefur ekkert reynt í þessum efnum. Ég tel það ekki heldur nein firn, þó að þessu máli hafi ekki skilað áfram nú, því að hvort tveggja var, að þegar þingi lauk, var farið að liða að vori, og síðan vori og sumri lauk hafa viðsemjendur og starfsmenn í þeirri n., sem vinnur að þessu máli, haft mörgum störfum að sinna, og er ekki eðlilegt, að þeir hafi getað lagt mikla vinnu í þetta verk. Hins vegar hefur formaðurinn lagt í það verulega vinnu, til þess að málið verði sem best undirbúið, þegar n. tekur til starfa af fullum krafti á nýjan leik.