06.11.1973
Sameinað þing: 13. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 405 í B-deild Alþingistíðinda. (340)

62. mál, nám í sjúkra- og iðjuþjálfun

Menntmrh. (Magnús T. Ólafsson) :

Herra forseti. Á síðasta þingi bar hv. 3. þm. Reykn. fram fsp. varðandi horfur á því, að kennsla í sjúkraþjálfun yrði hafin við Háskóla Íslands haustið 1973. Í svari við fsp. var greint frá því, að menntmrn. undirbyggi skipun n. til þess að fjalla um menntunarmál sjúkraþjálfa og iðjuþjálfa. Hafði verið óskað tilnefningar fulltrúa í slíka n. af hálfu heilbr.- og trmrh., Háskóla Íslands, Félags ísl. sjúkraþjálfara og Læknafélags Íslands. N. var svo skipuð 3. júlí s. l., og eiga sæti í henni Þórður Einarsson stjórnarráðsfulltrúi, sem er formaður n., skipaður af menntmrn. án tilnefningar, Guðlaug Sigtryggsdóttir sjúkraþjálfi, tilnefnd af heilbr.- og trmrn., Hannes Blöndal prófessor, tilnefndur af læknadeild Háskóla Íslands, varamaður hans er Haukur Kristjánsson dósent, Haukur Þórðarson yfirlæknir, tilnefndur af Læknafélagi Íslands, og María Þorsteinsdóttir sjúkraþjálfi, tilnefnd af Félagi ísl. sjúkraþjálfara. Í skipunarbréfi er n. falið að athuga möguleika á, að stofnað verði hér á landi til menntunar sjúkraþjálfa og iðjuþjálfa, og hvernig slíku námi verði fyrir komið. N. hefur verið falið að hraða störfum eftir föngum.