24.04.1974
Neðri deild: 111. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3913 í B-deild Alþingistíðinda. (3454)

292. mál, áhrif olíuverðhækkana á hitunarkostnað íbúða

Ragnhildur Helgadóttir:

Herra forseti. Ástæðan til þess, að ég kvaddi mér hljóðs að þessu sinni, er sú, að mér þykir þetta mál ekki vera tilbúið til að fá afgreiðslu við 2. umr. úr þessari hv. d. Hér er um að ræða, að leggja á sveitarfélögin skyldu til þess að koma á laggirnar allviðamiklu og flóknu kerfi til þess að dreifa því fé, sem um er að ræða, til þess að draga úr áhrifum olíuverðhækkana á hitunarkostnað íbúða. Mér finnst liggja í augum uppi, að það sé nauðsynlegt að leita umsagnar a.m.k. stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga um það, hversu henni líst á hugsanlega framkvæmd þessa máls. Þess vegna vil ég beina þeirri fsp. til talsmanns hv. n., hvort leitað hafi veríð eftir umsögn stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, og hafi það ekki verið gert, þá leyfi ég mér að fara þess á leit, að afgreiðslu málsins verði frestað, til þess að hægt verði að afla umsagnar frá þeirri stjórn. Hafi hins vegar umsagnarinnar verið leitað, en hún ekki borist, þá leyfi ég mér einnig að fara þess á leit, að unnt verði að fá tíma til þess að afla umsagna frá sveitarstjórnum um möguleika á framkvæmd málsins.

Önnur atriði mun ég mjög lítið fara út í. Ég vil aðeins nefna, að ég fagna því, sem fram kemur í nál., að ef að þessu ráði verði horfið, sem lagt er til í frv. um greiðsluháttinn, þá verði gerðar sérstakar undantekningar varðandi aldrað fólk, sem býr kannske enn í þeim íhúðum, sem það notaði meðan fleiri voru í fjölskyldu. Þetta verða þá væntanlega í mörgum tilfellum þeir, sem eiga erfiðast með að þola olíuhækkunina, vegna þess að þarna er sá hópur, sem hefur minnstar tekjur og býr oft í stærra húsnæði en aðrir.

Efnislega mun ég ekki fara að öðru leyti út í þetta frv. Ég gerði það við 1. umr. þessa máls, en vil mjög eindregið fara þess á leit, að það verði ekki afgreitt úr þessari d., fyrr en aflað hefur verið umsagnar Sambands ísl. sveitarfélaga.