06.11.1973
Sameinað þing: 13. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 410 í B-deild Alþingistíðinda. (348)

360. mál, sjómannastofur

Sjútvrh. (Lúðvík Jósepsson) :

Herra forseti. Svar mitt við þessari fsp. er, að það hefur verið skipuð n. til þess að semja frv. til l. um rekstur sjómannastofa. Í þessari n, er fulltrúi frá sjútvrn. og frá félmrn., en raunverulega er það svo, að þessi mál falla undir félmrn., og auk þess eru svo fulltrúar frá Sjómannasambandinu og Farmannasambandinu í þessari n. Það hefur verið lagt fyrir n. að vinna að því að hraða málinu, þannig að unnt væri að leggja fram frv. á yfirstandandi þingi, ef þess væri nokkur kostur.

En sem sagt, n. hefur verið skipuð til að semja frv. um það, sem farið var fram á í þáltill., og það stendur yfir vinna í þessum efnum. Ég vænti, að hægt verði að leggja frv.fyrir þetta þing.