24.04.1974
Sameinað þing: 78. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3941 í B-deild Alþingistíðinda. (3491)

121. mál, z í ritmáli

Menntmrh. (Magnús T. Ólafsson):

Herra forseti. Ég skal ekki lengja umr. úr hófi fram. Aðeins vildi ég vísa á bug þeirri staðhæfingu hv. 4. þm. Austf., að ég hafi æ ofan í æ fengið forseta til að taka þetta mál út af dagskrá vikum saman. Þetta eru gersamlega staðlausir stafir. Ég hef einu sinni aðeins tjáð forseta, að ég vildi vera viðstaddur umr., þegar þetta mál kæmi á dagskrá, en gæti það ekki á tilteknum tíma. Það var í fyrsta skipti, sem málið kom á dagskrá, eftir að nál. kom fram, en aldrei síðan hef ég beðið forseta að fresta málinu.