29.04.1974
Neðri deild: 113. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3974 í B-deild Alþingistíðinda. (3571)

292. mál, áhrif olíuverðhækkana á hitunarkostnað íbúða

Frsm. (Karvel Pálmason):

Herra forseti. Eins og fram kom við 2. umr. þessa máls hér í d., var fjh.- og viðskn. þessarar d. sammála um að bera fram brtt. við 2. gr. frv. nú við 3. umr. málsins. Brtt. frá hv. n. er þannig:

„Við 2. gr. a-lið. Á eftir orðunum: „sem býr við olíuupphitun“ komi: „Þó skulu lífeyrisþegar, sem njóta bóta samkv. 19. gr. l. um almannatryggingar fá greiddan styrk, sem nemur 134 styrk einstaklings.“

Hér er um það að ræða, að þeir, sem eiga hlut að máli og hafa einungis tekjutryggingarupphæð til ráðstöfunar, eigi að fá samkv. þessari brtt. sem nemur 11/2 styrk einstaklings vegna þessa máls.

Brtt. þessi er skrifleg og þarf því afbrigða við, og vænti ég, að hæstv. forseti leiti þeirra.