30.04.1974
Sameinað þing: 80. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 4018 í B-deild Alþingistíðinda. (3636)

Umræður utan dagskrár

Utanrrh. (Einar Ágústsson):

Herra forseti, Í ákafanum við að hlusta á umr. um aðalmál þessara umr. var ég búinn að gleyma því, að upphaflega var beint til mín fsp. um það, hvort ég vildi gefa hér yfirlýsingu, og ég er þess vegna þakklátur hv. 7. þm. Reykv. fyrir að minna mig á það. Mér er ljúft að gefa yfirlýsingu hér fyrir hönd ríkisstj., að eftir þær upplýsingar, sem borist hafa um veiðar austur-þýskra togara, hefur sjútvrn. skrifað utanrrn. bréf og lagt til, að leyfi fyrir þriðju flugferðinni með skipti um áhafnir verði afturkallaðar, og ríkisstj, hefur ákveðið, að svo muni gert verða.

Ég skal taka til athugunar þá beiðni hv. þm., sem kom fram raunar í utanrmn, áðan líka, að birta þær yfirlýsingar og þau skjöl, sem farið hafa milli austur-þýska sendiráðsins og ríkisstj. viðkomandi þessu máli, en það mun hafa verið 4. apríl. sem þetta leyfi var veitt. Ég var þá ekki á landinu, og ég þarf að fá nokkurn tíma til þess að tína saman þau skjöl. sem hér um ræðir, en ég mun taka til athugunar að hirta þau.