02.05.1974
Efri deild: 114. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 4040 í B-deild Alþingistíðinda. (3670)

174. mál, viðskiptamenntun á framhaldsskólastigi

Auður Auðuns:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. 3. þm. Austf. fyrir, að hann hefur staðfest, að það var rétt, sem ég sagði. Það, sem hann mundi ekki, en ég man glöggt, var, að hann og hv. 1. þm. Vestf. voru báðir saman á þessum fundi. Ég skal svo ekki karpa meira um það. Ég held, að það liggi nokkuð ljóst fyrir, hvað rétt sé í því máli.

Ég vil aðeins, áður en umr. lýkur, segja það, að verði þessar brtt. samþykktar, mun ég taka til athugunar að flytja brtt. við frv. við 3. umr., og enn fremur vildi ég þá gjarnan koma á framfæri nokkrum spurningum til hæstv. menntmrh., sem ég vona, að verði þá viðstaddur umr.