02.05.1974
Neðri deild: 118. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 4050 í B-deild Alþingistíðinda. (3686)

272. mál, meðferð opinberra mála

Forsrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Í lögum nr. 23 frá 17. apríl 1973 er svofellt ákvæði til bráðabirgða:

„Réttarfarsnefnd skal falið að endurskoða réttarstöðu fulltrúa saksóknara ríkisins með hliðsjón af réttarstöðu og lögkjörum hliðstæðra ríkisstarfsmanna og ljúka endurskoðun það tímanlega, að unnt verði að leggja fram frv. um það efni í byrjun næsta þings.“

Í samræmi við þetta boð hefur réttarfarsnefnd samið þetta frv., og var það lagt fyrir hv. Ed. orðrétt, eins og það kom frá henni. Það hefur verið afgreitt í hv. Ed., að ég hygg samhljóða. Ég vísa að öðru leyti um skýringar á frv. til athugasemda, — leyfi mér að óska, að því verði vísað til 2. umr. og hv. allshn., og mælist um leið til þess, að hún hraði afgreiðslu málsins, þannig að unnt sé að ljúka því á þessu þingi.