03.05.1974
Efri deild: 116. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 4152 í B-deild Alþingistíðinda. (3762)

292. mál, áhrif olíuverðhækkana á hitunarkostnað íbúða

Frsm. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Fjh.og viðskn. hefur haft til athugunar frv. til l. um ráðstafanir til að draga úr áhrifum olíuverðhækkana á hitunarkostnað íbúða.

Eins og hv. þm. er kunnugt, er það tilgangur þessarar löggjafar að draga úr áhrifum verðhækkunar á olíu með ráðstöfunum á tekjum af 1% gjaldi, sem Alþingi hefur samþ., að lagt skuli á söluskattsstofn, og afgr. hefur verið sem lög frá Alþingi.

Frv. þetta hefur verið afgr, frá Nd., og á því voru gerðar þar nokkrar breytingar. Í fyrsta lagi var þar samþ. brtt. frá fjh.- og viðskn. þess efnis, að tekjum af þessu gjaldi skuli ekki aðeins varið til þess að styrkja þá aðila, sem nota olíu til hitunar íbúða sinna, og greiðast hverjum framteljanda til skatts, heldur skuli þar til viðbótar greiða lífeyrisþegum, sem njóta bóta samkv. 19. gr. l. um almannatryggingar, viðbótarstyrk, þannig að þeir fái einn og hálfan styrk einstaklings.

Fjh: og viðskn. hefur samþ. að mæla með því, að frv. verði samþ. óbreytt eins og það kemur frá Nd.