08.05.1974
Efri deild: 124. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 4327 í B-deild Alþingistíðinda. (3907)

8. mál, skólakerfi

Steingrímur Hermannsson:

Herra forseti. Við 2. umr. um frv. til l. um grunnskóla lagði ég á það ríka áherslu, að ég vil ekki standa í vegi fyrir því, að það mikilvæga mál og það mál, sem hér er nú til umr., fái framgang á þessu þingi. Því féllst ég á að draga til baka til 3. umr. brtt. um skólaskyldu og sagði við það tækifæri, að ég vildi fá tíma til þess að athuga það mál nánar, þ.e.a.s. hvort slík till. gæti komið í veg fyrir samþykkt frv. Þetta hef ég gert og komist að þeirri niðurstöðu, að svo geti orðið. Ég stend því að brtt. á þskj. 880 með tveimur öðrum hv. þm. og lít svo á, að hún komi í stað stuðnings míns við þær till., sem fluttar hafa verið um skólaskyldu, þá, sem er hér nú til umr. og þá, sem ég hef getið um í sambandi við frv. til l. um grunnskóla. Með tilliti til þess dreg ég til baka stuðning minn við þær till. og segi nei.