08.05.1974
Neðri deild: 124. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 4345 í B-deild Alþingistíðinda. (3934)

Umræður utan dagskrár

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti. Það var aðeins eitt atriði, sem ég ætlaði að bæta við ræðu mína áðan, og það er þetta. Minnihlutastjórn afnemur Alþingi Íslendinga. Hún hefur ekki Alþ. yfir sér í sínum störfum, við skulum segja næstu tvo mánuði. Hvers konar stjórn er það? Er það lýðræðisstjórn? Er það þingbundin stjórn? Það er hvorugt. Það er einræðisstjórn, sem hefur hrifsað völdin af Alþingi íslendinga og getur með brbl. framlengt líf sitt eftir vild, ef hún hefur hugrekki til þess.