08.05.1974
Neðri deild: 127. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 4350 í B-deild Alþingistíðinda. (3973)

309. mál, Iðnlánasjóður

Frsm. (Eðvarð Sigurðsson):

Herra forseti. Mál þetta er komið frá hv. Ed. og hlaut þar einróma samþ. Iðnn. þessarar hv. d. hefur fjallað um málið og mælir með, að það verði samþ. óbreytt.

Bæði þessi mál, sem á dagskránni eru, má segja, að séu sama málið, þ.e.a.s. þetta og frv. um Sölustofnun lagmetisiðnaðarins. Hér er um að ræða, að af vörum lagmetisiðnaðarins verði útflutningsgjald sjávarafurða fellt niður og svo einnig gjöld til annarra sjóða sjávarútvegsins, en í staðinn greiði lagmetisiðnaðurinn til Iðnlánasjóðs og njóti þar sömu fyrirgreiðslu og aðrir, sem til þess sjóðs greiða.

Það er algert samkomulag í iðnn. þessarar hv. d. um að mæla með, að bæði þessi frv. verði samþ. óbreytt, þetta og einnig frv. um Sölustofnun lagmetisiðnaðarins, eins og bað er á þskj. 854.