13.11.1973
Sameinað þing: 18. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 587 í B-deild Alþingistíðinda. (441)

92. mál, bráðabirgðasamkomulag við Bretland um veiðar breskra togara

Ólafur G. Einarsson:

Herra forseti. Þar sem ég tók ekki þátt í umr. um þetta mál. vil ég gera þessa grein fyrir atkv. mínu:

Það er ljóst orðið, að betri samningur næst ekki við Breta undir forustu hæstv. núv. ríkisstj.

Það er einnig ljóst, að ef samningur verður ekki gerður nú, verður sama eða verra ástand á miðunum eftir en áður og Bretar munu halda áfram rányrkju sinni í ríkari mæli. Með hliðsjón af þessum staðreyndum styð ég þessa þáltill. Þannig er stuðningur minn byggður á allt öðrum forsendum en stuðningur hv., þm. Alþb. Þetta þótti mér nauðsynlegt að láta koma fram. Ég segi því já.