13.11.1973
Sameinað þing: 18. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 589 í B-deild Alþingistíðinda. (448)

92. mál, bráðabirgðasamkomulag við Bretland um veiðar breskra togara

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Þótt þingflokkur Alþfl. hefði kosið samkomulagið hagstæðara en það er í ýmsum atriðum, telur hann, að fallast beri á að gera þennan samning, bæði vegna þess, að það tryggi hagsmuni Íslendinga betur en verða mundi, ef deilan héldi áfram, og vegna hins, að í samkomulaginu felist viðurkenning Breta í reynd á rétti Íslendinga til umráða yfir fiskimiðunum umhverfis landið á 50 mílna svæði. Þess vegna segi ég já.