13.11.1973
Sameinað þing: 19. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 594 í B-deild Alþingistíðinda. (463)

50. mál, stytting vinnutíma

Fyrirspyrjandi (Pétur Sigurðsson):

Herra forseti. Fsp. mín til hæstv. félmrh. um styttingu vinnutímans er í tveim liðum:

„1. Hvað er áætlað, að stór hluti launþega hafi fengið raunverulega (effektiva) vinnutímastyttingu með setningu laga 1971 um styttingu vinnutímans?

2. Hver er áætluð kaupmáttaraukning hjá þeim launþegum, sem notið hafa vinnutímastyttingarinnar að fullu á því tímabili, sem liðið er frá setningu umræddra l., og um hvaða launþegahópa er hér helst að ræða?“

Ég geri mér fulla grein fyrir því og átti reyndar viðtal um það við hæstv. ráðh., að erfitt er að svara þessari spurningu á svo skömmum tíma, svo að vel sé, en það er í fullu samráði við mig, að kannske vanti þar eitthvað á, en hann tjáði mér, að það mundi verða reynt að svara þessu, enda mun það mjög forvitnilegt fyrir marga aðila um þessar mundir, þegar kjarasamningar standa yfir.