22.10.1973
Sameinað þing: 5. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 84 í B-deild Alþingistíðinda. (48)

343. mál, Seðlabanki Íslands

Forseti (Eysteinn Jónsson):

Hæstv. forsrh. vék að því, að það væri hæpið, að þessa fsp. hefði átt að leyfa. Það má vel vera, að það megi um það deila, hvaða reglu skuli viðhafa í því efni. En ég hef tekið þá reglu að fara mjög varlega í það að synja um það, að fsp. komi til umræðu, og mér hefur fundist, að þær mættu vera meira en lítið rangstæðar til þess, að til slíks ætti að grípa. Hæstv. ráðh. eiga auðvitað ætíð þann kost, sýnist þeim málið þannig vaxið, að þeim beri ekki að sinna því, að segja það í heyranda hljóði, og þar með er málið að sjálfsögðu úr sögunni í það sinn, ef þannig færi.