13.11.1973
Sameinað þing: 19. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 607 í B-deild Alþingistíðinda. (481)

367. mál, nýbygging Fjórungssjúkrahúss á Akureyri

Fyrirspyrjandi (Lárus Jónsson) :

Herra forseti. Ég hef leyft mér á þskj. 90 að bera fram eftirgreindar fsp. til hæstv. heilbrrh.:

„Hvers vegna fékkst ekki leyfi til að hefja framkvæmdir við grunn nýbyggingar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri snemma í haust, svo sem óskað var eftir af hálfu heimaaðila?

Hverjar eru till. rn. um fjárveitingar til byggingarinnar á næsta ári.

Verður fé framvegis veitt sérstaklega á fjárlögum til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eins og til ríkisspítala vegna sérstöðu sjúkrahússins?

Verður unnt að standa með eðlilegum hætti að byggingu I. áfanga sjúkrahússins á næsta ári?

1. Sjúkrahúsið verði deildaskipt sjúkrahús húsið verði fullbyggt?“

Út af þessum fsp. er rétt að minna á, að byggingarmál Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri hafa verið alllengi á dagskrá. Fyrrv. ríkisstj. hafði m. a. haft þetta mál til meðferðar og 14. maí 1971 setti heilbr.- og trmrn. fram meginstefnu sína varðandi nýbyggingu sjúkrahússins. Í bréfinu segir svo, með leyfi hæstv. forseta:

Heilbr.- og trmrn. hefur í samráði við fjmrn. gert eftirgreindar framtíðaráætlanir um Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri:

1. Sjúkrahúsið verði deildaskipt sjúkrahús með ákveðinni sérdeildaaðstöðu og með nauðsynlegum stoðdeildum. Gert skal ráð fyrir, að sjúkrahúsið verði þannig búið tækjakosti og sérmenntuðu starfsliði, að það geti leyst af hendi flestöll þau verkefni, sem nú eru unnin á sjúkrahúsum hér á landi.

2. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri gegnir fyrst og fremst þessu tvíþætta hlutverki: a) Að vera almennt sjúkrahús fyrir Akureyri og nærsveitir. b) Að vera sérdeildasjúkrahús fyrir Norðurland, Norðausturland og Austfirði að hluta. c) Að vera aðalvarasjúkrahús landsins utan höfuðborgarsvæðisins með tilliti til almannavarna.

3. Á næstu 8 árum, 1972–1980, verði sjúkrahúsið stækkað, svo að í því verði alls 240–250 legurúm. Viðbygging verði reist í tveim áföngum, sem áætlað er að taki um 4 ár að fullgera hvora fyrir sig.“

Síðan þessar ákvarðanir voru teknar hafa nú liðið um 21/2 ár, og eins og hv. þm. er kunnugt, var á þessu tímabili til umr. hér á hv. Alþ. ný heilbrigðislöggjöf, sem m. a. gerði ráð fyrir aukinni þátttöku ríkissjóðs í nýbyggingu sjúkrahúsa. Verulegur dráttur varð á afgreiðslu þessara löggjafar, en þó kom svo á síðasta þingi, eftir að fjárlög voru afgreidd, að lögin voru samþ. hér á hv. Alþ. Af þessum sökum og einnig vegna þess, að mér er tjáð, að undirbúningur byggingarinnar hafi dregist úr hömlu hjá ríkisstofnunum, fékkst ekki eðlileg byrjunarfjárveiting til framkvæmdanna á yfirstandandi ári, heldur einungis til hönnunar. Þó var í veðri látið vaka af stjórnvöldum, að ekki skyldi standa á peningum, ef unnt væri vegna undirbúningsvinnu að hefja framkvæmdir á þessu hausti. Mikil áhersla hefur verið lögð á það að hálfu heimaaðila að hefja framkvæmdir við nýbyggingu sjúkrahússins á yfirstandandi hausti til þess að hraða byggingunni á næsta ári, þar sem hreint öngþveiti ríkir vegna pláss- og aðstöðuleysis á sjúkrahúsinu. Þrátt fyrir margítrekaðar óskir hefur enn ekki, þegar þessi fsp. var borin fram, fengist leyfi ráðh. til framkvæmda. Af þessum sökum er l. liður fsp. fram kominn.

Í 2. liðnum er um það spurt, hvort fyrirhugað sé að veita sérstaklega fé á fjárlögum til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Ég vil rökstyðja þessa spurningu með örfáum orðum. Eins og ég las upp áðan, á þetta sjúkrahús að gegna margþættu hlutverki. Það á í senn að verða svæðissjúkrahús og aðalvarasjúkrahús landsins með tilliti til almannavarna. Það hefur því algera sérstöðu, þegar frá eru talin ríkissjúkrahúsin. Hér er því um að ræða gífurlega þýðingarmikla, en jafnframt kostnaðarsama framkvæmd. Þetta hlýtur að vekja til umhugsunar um, hvort rétt sé, að kostnaðarhlutverk ríkissjóðs sé sama í þessu sjúkrahúsi og öðrum, sem einungis er ætlað að vera svæðissjúkrahús. En jafnvel þótt svo sé, að kostnaðarhlutdeildin verði sú sama, er einsýnt, að rétt væri að veita fé til þessara umfangsmiklu og sérstæðu framkvæmda á sérstökum fjárlagalið hliðstætt því, sem gert er um ríkisspítala.

Ég tel ekki þörf á því, herra forseti, að rökstyðja frekar þessar fsp., en vænti þess, að hæstv. ráðh. svari þeim.