23.10.1973
Sameinað þing: 6. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 86 í B-deild Alþingistíðinda. (57)

1. mál, fjárlög 1974

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Frv. til fjárlaga fyrir árið 1974 liggur hér fyrir til 1. umr. Þetta fjárlagafrv. hefur á sér nokkurt annað snið en fyrri fjárlagafrv. Nú er í fyrsta sinn sameinað í eitt frv. fjárlagagerðin og framkvæmdaáætlun, en áður hafa þessir tveir útgjaldabálkar ríkisins verið afgreiddir hvor í sinu lagi. Áður en ég vík að ástæðunum fyrir þessari breytingu og í hverju hún er fólgin, mun ég, eins og venja er til, byrja á því að gera grein fyrir afkomu ríkissjóðs s. l. ár.

Ríkisreikningur fyrir árið 1972 var lagður fram á hv. Alþingi, áður en því lauk í aprílmánuði s. l. Var það í fyrsta sinn í sögu Alþingis, sem ríkisreikningur var svo snemma á ferðinni, aðeins tæpum fjórum mánuðum frá því að reikningsárinu lauk. Þetta er fyrst og fremst að þakka dugnaði ríkisbókarans og starfsfólkinu í Ríkisbókhaldinu og svo breyttum vinnubrögðum við uppgjör ríkisreiknings.

Á árinu 1972 var tekinn upp sá háttur að gera rekstrarreikning ríkissjóðs upp tvívegis, þ. e. í lok júnímánaðar og svo aftur í lok septembermánáðar. Þetta auðveldaði og flýtti fyrir heildaruppgjöri á ríkisreikningi í byrjun þessa árs. Þessari reglu hefur einnig verið fylgt á árinu 1973, og mun ég síðar í ræðu minni gera grein fyrir afkomu yfirstandandi árs, eins og hún lá fyrir samkvæmt uppgjöri 30. sept. s. l. Við 1. umr. fjárlaga fyrir árið 1972, sem var fyrsta fjárlagafrv., sem ég undirbjó, var hv. alþm. afhent greinargerð um afkomu ársins á undan. Þeim sið er fylgt nú, og hafa hv. alþm. nú fengið á borð sín stutta greinargerð um afkomu ársins 1972. Það gerir þeim auðveldara að átta sig á útkomu þess árs.

Afkoma ríkissjóðs samkvæmt rekstrarreikningi ársins 1972 reyndist hagstæð um 135 millj. kr. Tekjur urðu alls 18 milljarðar 530 millj. Gjöldin urðu 18 milljarðar 395 millj. Greiðslujöfnuður í heild reyndist hagstæður samkvæmt reikningnum um 1 milljarð 690 millj. kr. Þess ber þó að gæta, að seint á árinu 1972 var tekið lán hjá Seðlabanka Íslands, að fjárhæð 1000 millj. kr., til þess að skapa rekstrarsjóð, sem ætlað er það hlutverk að mæta árstíðabundnum sveiflum í útgjöldum ríkissjóðs. Ríkissjóður átti inni á aðalreikningi sínum um áramót í Seðlabankanum þessa fjárhæð, og þess vegna er niðurstaðan á greiðslujöfnuði færð eins og að framan er talið. Mér þykir þó rétt að telja hinn raunverulega greiðslujöfnuð hafa verið 690 millj. kr., en sleppa þessum 1000 millj., enda þótt fordæmi sé fyrir hinu. Það hefur áður verið tekið lán í Seðlabankanum, árið 1970, þá að upphæð 500 millj. kr., og var þá gert upp með sama hætti og nú í ríkisreikningnum og lánið talið með í greiðslujöfnuði þess árs, sem það var tekið.

Hinn hagstæði greiðslujöfnuður kemur annars vegar fram í bættri stöðu sjóðs og óbundins bankareiknings um 120 millj. kr. og í ýmsum kröfum og skuldbindingum ríkissjóðs til mjög skamms tíma, sem nema 569 millj. kr. Þar er fyrst og fremst um að ræða auknar óinnheimtar tekjur ríkissjóðs.

Um lánajöfnuðinn er það að segja, að í heild reyndist hann óhagstæður um 1 milljarð 616 millj. kr., þá að meðtöldum þeim 1000 millj., sem ég hef áður greint frá. En að þeim frátöldum er lánajöfnuður óhagstæður um 616 millj. kr. Veitt lán hafa lækkað um 55 millj. kr., en tekin lán hækkað um 641 millj. kr. og hlutafjáreign aukist um 79 millj. kr. Lántökur voru samkvæmt heimild í ýmsum lögum. Í vegáætlun voru ákveðnar lántökur vegna vegagerðar, samtals 546 millj. kr., 125 millj. voru teknar vegna framlags til Landsvirkjunar og 122 millj. vegna Landhelgisgæslunnar. Þar var um að ræða endurbætur á varðskipinu Þór, kaup á þyrlu og flugvél, en það var gert samkvæmt sérstakri lántökuheimild frá Alþingi. 14 millj. kr. lán var tekið vegna byggingar lögreglustöðvar samkvæmt ákvörðun í framkvæmdaáætlun, og aðrir smærri liðir á framkvæmdaáætlun voru 29 millj. kr.

Þessu til viðbótar er svo að geta þess, að endurmatsjöfnuður lána og greiðslufjárreikninga var neikvæður um 61.5 millj. kr., og kemur það fram sem óhagstæð breyting á lánareikningi um 68.9 millj. kr. Þetta er einkum vegna skulda í erlendri mynt, sem stafa af gengisbreytingum. Hins vegar er hagstæð breyting á greiðslufjárreikningum um 7.4 millj., m. a. vegna hækkunar á sjóðum og bankainnstæðum sendiráða við umreikning þeirra í íslenzkar krónur.

Eins og áður er fram tekið, er nettó-skuldaaukning 641 millj. kr. Lántökur urðu hins vegar hærri, eins og fram kemur í skiptingunni hér að framan. En eldri lán voru greidd niður um 306 millj. kr. á árinu.

Heildartekjur ríkissjóðs á rekstrarreikningi reyndust 18 milljarðar 530 millj. kr., eins og áður er getið. Á fjárlögum voru þær áætlaðar 16899 millj. kr. og urðu því í reynd 1631 millj. kr. hærri eða 9.7%. Alls innheimtust 17 milljarðar 837 millj. kr., eða 5.6% umfram fjárlög. Þeir tekjustofnar, sem gáfu fyrrgreindar umframtekjur voru: Tekju- og eignarskattur, sem skilaði 924 millj. kr., hagnaður Á. T. V. R., er nam 315 millj. kr., og svo nýr skattur, leyfisgjald af bifreiðum, sem lagður var á, eftir að fjárlög voru afgreidd, skilaði 216 millj. kr. Aðrir tekjuliðir skiluðu samtals 177 millj. kr.

Ég vil hins vegar vekja athygli á því, að áætlun fjárlaga er byggð á greiðsluáætlun, en ekki álagningu. Færsla í ríkisreikningi er hins vegar byggð á álagningu, sem getur orðið nokkuð önnur tala heldur en greiðslutalan. í þessu liggur m. a. mismunur á uppgjöri ríkissjóðs í skýrslu Seðlabanka Íslands og ríkisreikningi, svo og þeim rekstrarútgjöldum sem fjármögnuð hafa verið með lánsfé, svo sem samkvæmt veg- og framkvæmdaáætlun, en færð hafa verið til gjalda á rekstrarreikningi.

Á árinu 1972 reyndust innheimtar tekjur 938 millj. kr. eða 5.6% hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Sömu tekjustofnar og ég greindi fá áðan gerðu þennan mismun og skiluðu mestu af þessum hluta eða 744 millj. kr. Aðrir tekjustofnar skiluðu 194 millj. kr. meiri innheimtu en gert hafði verið ráð fyrir.

Óinnheimtar tekjur urðu á árinu alls 693 millj. kr. Stærsti hluti þess er að sjálfsögðu tekju- og eignarskattur, sem í krónutölu jókst nokkuð, enda þótt innheimtuhlutfallið batnaði. Um árangur innheimtunnar 1972 er þetta að segja:

Af persónusköttum innheimtust 75.1%, árið áður 76.2%. Af tekju- og eignarsköttum innheimtust 75%, árið áður 73.9%. Af söluskatti innheimtist um 98.4%, árið áður 99.1%. Heildarinnheimtan á árinu var 85.8%, árið áður 88.3%, en það var besti árangur, sem náðst hefur í innheimtu. Ástæðan til þess, að söluskattur skilaði sér ekki eins vel á s. l. ári og árið áður, mun vera sú breyting, sem gerð var á innheimtu skattsins, þar sem henni var flýtt um einn mánuð og því varð tími til innheimtunnar skemmri en áður hafði verið.

Nokkrir tekjuliðir skiluðu lægri tekjum en áætlað var, og munaði þar mestu um söluskattinn, sem varð 79 millj. kr. lægri en gert hafði verið ráð fyrir, og tekjur af Keflavíkurflugvelli voru 16 mill.j. kr. lægri en í áætlun.

Gjöld ríkisreikningsins árið 1972 urðu, eins og ég tók fram í upphafi ræðu minnar, 18 milljarðar 395 millj. kr., eða 844 millj. umfram fjárlög og sérstakar heimildir til gjalda, sem gefnar voru, eftir að fjárlög voru afgreidd, svo sem með vegáætlun og fjáröflunar- og framkvæmdaáætlun ríkisins.

Þessi umframgjöld nema 4.8% af heildarheimildum. Sé hins vegar tekið tillit til annarra ákvarðana ríkisstjórnar um sérstök umframgjöld, sem nema 121 millj. kr., varð hlutfallið 4.1%.

Í vegáætlun var ákveðið að hækka fjárframlög til Vegasjóðs um 100 millj. kr. Með brbl., nr. 87 frá 11. júlí 1972, var ákveðið að auka niðurgreiðslur, er áætlað var að mundi nema um 250 millj., kr. Með sömu lögum var ríkisstjórninni heimilað að lækka fjárveitingar fjárlaga um allt að 400 millj. kr., en í reynd voru þær lækkaðar um 275 millj. kr.

Af þessum umframgreiðslum eru þessar helstar:

1.

Niðurgreiðslur

246

millj.

kr.

2.

Til skóla og fræðslumála

244

-

-

3.

Vaxtagjöld ríkisins

238

-

-

4.

Til Landhelgisgæslunnar

73

-

-

Um þessa liði sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða, nema rétt er að vekja athygli á því í sambandi við umframgreiðslur vegna vaxta, að þar er fyrst og fremst um að ræða, að vaxtakostnaður af viðskiptareikningi við Seðlabankann varð meiri en gert var ráð fyrir vegna erfiðrar greiðslustöðu mestan hluta ársins. Þá tók ríkissjóður að sér að greiða vexti af lánum, sem Vegasjóður hafði áður séð um og nam sú fjárhæð um 124 millj. kr.

Ég sé ekki ástæðu til að fara frekar út í skýringar á ríkisreikningi fyrir árið 1972.

Ég mun nú gera grein fyrir afkomu yfirstandandi árs, eins og hún lá fyrir í lok septembermánaðar.

Eins og ég gat um í upphafi ræðu minnar, hefur nú verið gert yfirlit yfir ríkisfjármálin á svipaðan hátt og reikningsuppgjör er gert upp við árslok, og liggur staða hvers fjárlagaliðs þannig fyrir.

Ég rek ekki einstaka þætti, aðeins þá stærstu, og þeir eru þessir:

Í septemberlok höfðu innheimst í ríkissjóð 15 milljarðar 366 millj. kr. Það er 72.8% af heildartekjum ríkissjóðs samkvæmt áætlun fjárlaganna. Þetta hlutfall var 68.4% 1972, og 1971 var það 76.3%.

Af helstu tekjuliðum fjárlaga hafði innheimta eftirtalinna liða verið hlutfallslega þessi, til samanburðar tek ég árin 1972 og 1971:

1973

1972

1971

%

%

%

Tekju- og eignarskattur

60.4

50.3

55.8

Aðflutningsgjöld

76.6

70.2

92.5

Innflutningsgjald af gúmmí og

bensíni

73.3

72.1

93.2

Árið 1971 var bensínskattur

hækkaður, án þess að það væri

tekið inn í fjárlög, svo að hlut-

fallið er ekki sambærilegt.

Innflutningsgjald af bifreiðum

og bifhjólum

116.6

en sambærilegar tölur eru ekki

til frá fyrri árum.

1973

1972

1971

%

%

%

Söluskattur

78.2

73.5

70.8

Launaskattur

70.6

62.4

75.1

Reksturshagnaður ÁTVR

74.0

79.1

66.5

Heildarútgjöld ríkissjóðs í septemberlok voru 16 milljarðar 727 millj. kr., eða 81% af áætluðum útgjöldum fjárlaga.

Helstu útgjaldaliðir eru þessir (eru hér einnig gefnar upp hlutfallstölur miðað við áætlun fjárlaga):

1973

1972

1971

%

%

%

Almenn stjórn og löggæsla

84.2

83.6

88.8

Utanríkisþjónustan

83.3

81.7

105.6

Fræðslu-, menningar- og kirkju-

mál

73.8

73.1

83.4

Heilbrigðismál

66.0

77.6

97.0

Tryggingamál

77.0

69.5

80.6

Húsnæðis- og félagsmál

70.4

55.7

67.5

Vegamál

106.0

121.0

129.5

Skýringar á þessu gaf ég áðan,

auk þess eru svo lán, sem tekin

eru vegna vegagerðar.

Önnur samgöngumál.

77.5

80.7

75.4

Útfluttar landbúnaðarafurðir

108.6

77.7

101.0

önnur landbúnaðarmál

83.8

88.2

92.0

Útvegsmál

78.5

68.9

69.3

Iðnaðar- og orkumál

95.7

80.7

79.2

Niðurgreiðslur

94.1

98,6

92.3

Önnur mál

78.4

63.0

57.2

Þetta yfirlit á að gefa hv. alþm. nokkra mynd af ríkisfjármálunum, eins og þau eru í lok september.

Mismunur tekna og gjalda samkvæmt þessu yfirliti er óhagstæður nú um 1361 millj., var 1211 millj. árið 1972 og 600 millj. 1971.

Sé þetta borið saman sem hundraðshluti af fjárlögum, þá er þetta 6.6% af útgjöldum fjárlaga 1973, 7.6% af útgjöldum fjárlaga 1972, 5.9% af útgjöldum fjárlaga 1971.

Greiðslufjárstaðan var hins vegar hagstæðari 30. sept. 1973 heldur en bæði árin 1972 og 1971, og munar það nærri 200 millj. kr., sem hún er hagstæðari nú en hún var 1971. Það stafar af hreyfingu á lána- og viðskiptareikningum, sem m. a. mæta útgjöldum þeim, sem unnin eru fyrir lánsfé.

Um viðskipti við Seðlabanka Íslands á yfirstandandi ári er það að segja, að þau voru mun hagstæðari nú en í fyrra. Í fjárlagaræðu minni í fyrra gaf ég yfirlit yfir hreyfingu í heild frá því 1963 til þess árs. Kom fram á því yfirliti, að öll árin, að einu undanskildu, hafi þau verið óhagstæð frá áramótum til septemberloka, nema árið 1966, þá voru þau hagstæð um 1.9%.

Óhagstæðast var árið 1967 eða um 11.4%, en s. l. þrjú ár er þetta þannig, að 1971 er hreyfingin frá áramótum til septemberloka ÷11.1%, 1972 ÷8.5%, 1973 ÷4.9%, og er það þriðja hagstæðasta árið á þessu tímabili, 1963–1973, að báðum árum meðtöldum.

Það skal tekið fram, að inn í þetta dæmi er að sjálfsögðu tekin skuld ríkissjóðs á ríkissjóðsvíxlunum, eins og gert var í fyrra. Þeir eru teknir með í hreyfingu á aðalreikningi ríkissjóðs.

Við þetta er svo þessu að bæta um afkomu ársins 1973: Eins og hv. alþm. er kunnugt um, voru ákveðin allmikil útgjöld úr ríkissjóði, eftir að fjárlög voru afgreidd hér á hv. Alþingi, M. a. var undir þinglok ákveðið með lögum, að ríkissjóður legði til stofnlánasjóðum atvinnuveganna verulegar fjárhæðir. Sama er að segja um framlag til Viðlagasjóðs vegna eldgossins í Vestmannaeyjum, þar var ríkissjóði gert að greiða verulega fjárhæð. Ennfremur var Vestmanneyingum veitt skattaívilnun. Ákveða varð að hækka daggjöld á sjúkrahúsunum, sem verulegri fjárhæð nam. Allt hefur þetta, ásamt áhrifum af verðhækkunum í launagreiðslum og öðru, orðið til þess að auka útgjöld ríkissjóðs verulega.

Þess er hins vegar að geta, að tekjur ríkissjóðs hafa einnig farið verulega fram úr spá á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins, þannig að þegar teknar eru bæði tekjur og gjöld, stendur dæmið þannig, að staðan er tæpum 50 millj. kr. hagstæðari en spáin gerði ráð fyrir að yrði í septemberlok.

Það er því ljóst af því, sem liðið er af þessu fjárlagaári, að ef fjárlögin hefðu staðið óbreytt, f'rá því að Alþingi afgreiddi þau, þá hefði tekjuafgangur orðið nokkur hjá ríkissjóði. Hins vegar skal ég ekki spá um það, hvort svo reyndist, þegar upp verður staðið, vegna þeirra greiðslna, sem orðið hefur að inna af hendi umfram fjárlög, svo sem þegar hefur verið fram tekið, og svo t. d. vegna fjárlagaheimilda, sem þegar er búið að greiða. Það er m. a. vegna rekstrar togara og samninga um kaup á nýju varðskipi. Lántökuheimild var til þeirra framkvæmda, en hún hefur ekki verið notuð, heldur var það, sem á vantaði, að söfnunarfé í Landhelgissjóð nægði fyrir því, sem þurfti að greiða við samningsgerð, greitt úr ríkissjóði, en það voru um 20 millj. kr.

Um mitt sumar, eftir að ákveðið hafði verið að auka niðurgreiðslur og fjölskyldubætur, var talið nauðsyn að fara í tekjuöflun. Ég ræddi það í ríkisstj. og óskaði eftir, að ráðh. hefðu samband við sína flokksmenn þar um, en sjálfur hafði ég samband við hv. 3. landsk, þm., Bjarna Guðnason, hét honum því að láta honum í té allar upplýsingar hagrannsóknadeildar, er ég fengi um málið, að sjálfsögðu sem trúnaðarmál. Þetta gerði ég. Hins vegar ákvað ég og lagði það til í ríkisstj, að beðið yrði átekta fram til þess tíma, að Alþingi kæmi saman, þar sem ljóst væri, að tekjur mundu reynast meiri en spáð var, er málið var til athugunar, eins og fram kom í síðari spá hagrannsóknastjóra og reynslan sannaði. Ég tel mig hafa rætt þetta atriði við alla þá aðila, sem ég hafði ástæðu til að ræða það við, svo að enginn gæti með réttu kvartað undan því, að þar hefði á skort. Frv. var aldrei samið eða nein ákvörðun tekin um tekjuöflun, og þurfti ég ekkert bréf frá einum eða neinum þar um. Hins vegar er ég eftir atburði síðustu daga reynslunni ríkari um meðferð þeirra, er telja sig sérstaka siðapostula, á því, sem heitir trúnaður. Eins og ég hef þegar sýnt fram á, var það mat mitt rétt, að ekki var aðgerða þörf í tekjuöflun í sumar.

Hins vegar skal ég engu um það spá, hver niðurstaða á ríkisreikningi fyrir árið 1973 verður. Tel ég þó nokkurn veginn augljóst nú, að þar verður ekki um neinn verulegan mismun að ræða, hvorki um afgang né halla. Spádómar um verulegan halla á árinu 1973, vona ég að reynist ekki hafa við rök að styðjast.

Til viðbótar því, sem ég hef nú sagt um fjármál ríkissjóðs árið 1973, vil ég einnig geta þess, að búið er að nota þær heimildir, sem voru á fjárlögum vegna Hafnabótasjóðs og til greiðslu á vanskilum hafna, sem voru samtals 70 millj. kr. Það var gert með þeim hætti, að Hafnabótasjóði var útvegað fé að láni frá Seðlabanka Íslands vegna beggja þessara heimilda.

Fjmrn. var búið að ganga frá sínum þætti í málinu á miðju sumri, þ. e. að útvega lánið. Lánskjörin eru með þeim hætti, að lánin eru afborgunarlaus tvö fyrstu árin, en greiðast svo á árunum til 1980.

Ekki var horfið að því ráði að veita þetta fé sem styrk til hafnanna. Slíkt hefði heldur ekki verið hægt að gera nema að mjög vel athuguðu máli, og yrði það þá að gerast sem framkvæmd við hverja einstaka höfn, er til endurgreiðslu kemur, en til þess hefur Hafnabótasjóður alla möguleika skv. lögunum, ef hann telur ástæðu til.

Þá vil ég geta þess, að erlendu lánin, sem taka átti til að fjármagna stofnlánasjóði o.fl. samkvæmt framkvæmdaáætlun á þessu ári, voru tekin nú nýlega. Fram að þeim tíma annaðist Seðlabankinn greiðslur fjár til framkvæmdanna, bæði vegna Framkvæmdasjóðs og annarra þátta opinberra framkvæmda og lánasjóða. Ástæðan til þess, að það var dregið að taka erlenda lánið, var fyrst og fremst sá óróleiki á gjaldeyrismörkuðum, sem verið hefur í sumar og gerði það að verkum, að erlend lántaka þótti ekki fýsileg, á meðan ekki var rórra þar. En nú hefur farið fram útboð í gegnum franskan banka og hefur verið gengið frá undirskrift á láninu í síðustu viku.

Þá vil ég geta þess, að sú heimild, sem var í fjárlögunum um niðurskurð allt að 15% af ríkisútgjöldum, hefur aðeins verið notuð að mjög takmörkuðu leyti og þá fyrst og fremst gagnvart rekstri. Framkvæmdir hafa yfirleitt gengið sinn gang og ekki verið tafðar vegna þessarar heimildar.

Ég tel, að með þessum kafla í ræðu minni hafi ég gefið hv. alþm. yfirlit yfir afkomu ríkisfjármála á árinu 1973. Ég vona, að enginn hv. alþm. þurfi undan því að kvarta, að þar hafi verið undan dregið eða á einn eða annan hátt reynt að haga málflutningi svo, að ekki sé augljóst.

Ég mun því láta þetta nægja um ríkisfjármálin, en mun síðar í ræðu minni víkja nokkuð að starfsemi þeirri, sem snertir fjmrn.

Þá er ég kominn að því að gera grein fyrir fjárlagafrv. ársins 1974. Eins og ég gat um í upphafi ræðu minnar, er gerð fjárlagafrv. með öðru móti nú en verið hefur, þar sem nú eru fjárlögin og framkvæmdaáætlunin í sama frv., en þau hafa áður verið afgreidd sem tvö þingmál, allt síðan 1963 að fyrsta framkvæmdaáætlun var samþykkt hér á hv. Alþingi. Þetta hefur haft í för með sér ýmis vandkvæði. Þegar framkvæmdaáætlun er afgreidd síðla vetrar, eins og oftast hefur verið, þá hafa oft verið teknar í hana fjárútveganir til verka, sem ekki hefur verið ráðgert að unnin yrðu, þegar fjárlagaafgreiðslan fór fram. Stundum hefur verið bætt þar við og farið á snið við það, sem ákveðið var með fjárlagaafgreiðslunni. Þessi vinnuaðferð hefur einnig leitt til þess, að ýmsar beinar ríkisframkvæmdir, sem ekki verða greiddar með öðru en fjárveitingum, hafa verið fjármagnaðar með lántökum á framkv.áætlun og lánin síðar greidd með ríkisfjárveitingum. Þannig hafa t. d. bein rekstrarútgjöld, eins og vatnsorku- og jarðhitarannsóknir, verið fjármögnuð með lánum á framkv.áætlun. Nú er hins vegar ætluð fjárveiting í fjárlagafrv. til þessara framkvæmda. Á árinu 1973 voru tekin lán til þessara verkefna, vatnsorku- og jarðhitarannsókna, að upphæð 56 millj. kr. Það verður að teljast óeðlilegt, að slíkar frumrannsóknir séu unnar fyrir lánsfé.

Þessari breytingu fylgir einnig sá kostur, að nú fjallar fjvn. Alþingis um málið í heild, þ. e. fjárlagafrv. og framkvæmdaáætlun. Það er eðlilegra en að fjhn. þingsins fjalli um annan hlutinn og fjvn. um hinn. Með þessu fæst einnig betri heildarsýn yfir meðferð ríkisfjármála, og á því að vera hægt að taka málin fastari tökum, þegar þannig er að staðið. Af þessum breytingum leiðir einnig, að nú er gert ráð fyrir að fjármagna venjuleg rekstrarútgjöld ríkisins með samtímatekjum, en lánin fyrst og fremst tekin til þeirra framkvæmda, sem síðar meir gefa tekjur, þannig að viðkomandi stofnanir geti síðar borgað lánin.

Undantekningar eru þó frá þessu, og er því þannig með þær farið, að strax eru tekin inn á rekstrarútgjöld fjárlaganna útgjöldin, sem af þessu leiðir. Þannig er t. d. um Skeiðarársandsframkvæmdina, enda er ljóst, að lánin vegna þeirrar framkv. verður að greiða úr ríkissjóði.

Það er stefna þessa fjárlagafrv., að ríkisframkvæmdir séu minnst unnar fyrir lánsfé. Það er meginstefna þessa fjárlagafrv. að auka fjárveitingar til framkvæmda til atvinnuveganna og alveg sérstaklega á sviði byggðamála. Þar munar mestu um aukið fjárframlag til sjóða atvinnuveganna, aukið framlag til hafnabóta og til heilbrigðisþjónustu. Þá vil ég einnig nefna aukna aðstoð við námsmenn og sérstaklega við þá, sem þurfa að sækja skóla fjarri heimilum sínum og hafa af því sérstakan kostnað umfram þá, sem eru búsettir í grennd við skólana. Löggjöf um þetta efni var sett fyrir nokkrum árum og er nú að koma til framkvæmda, og gert er ráð fyrir, að svo verði að fullu eða því sem næst við næstu fjárlagagerð.

Þá er það nýmæli í þessu fjárlagafrv. að tekin er inn fjárveiting til dagvistunarheimila og elliheimila, en þau hafa ekki áður notið aðstoðar ríkissjóðs við uppbyggingu.

Þær tvær meginformbreytingar, sem nú verða á fjárlagafrv., má að miklu leyti rekja til þess, er ég áður nefndi, að sameina fjárlagafrv. og framkvæmda- og fjáröflunaráætlun.

Í fyrsta lagi er greiðsluyfirlit ríkissjóðs samkv. 1. gr. sett upp með nokkrum öðrum hætti en verið hefur, en sú breyting hefur þó engin áhrif á niðurstöður yfirlitsins. Þetta yfirlit hefur fram að þessu verið í eins samanþjöppuðu formi og frekast er unnt. En eðlilegra má telja, að yfirlit, sem sýnir fjárlögin í hnotskurn, gefi nokkru meiri upplýsingar en verið hefur. Því er nú gerð nokkru meiri sundurliðun á fjárlagafrv. Heildartekjum er nú skipt í beina skatta og óbeina og gjöldum í rekstrarliði annars vegar og framkvæmdaliði hins vegar. Síðan er rekstrarliðum skipt í tvennt, samneyslu annars vegar og neyslu- og rekstrartilfærslur hins vegar. Frá neyslu- og rekstrartilfærslum eru dregnar ýmsar tekjur, sem stofnanir hafa af starfsemi sinni. Með samneyslu er átt við kaup ríkisins sjálfs á vörum og þjónustu, sem eyðist við notkun, ef svo má að orði kveða. Hér er um að ræða launaútgjöld, önnur gjöld, svo sem viðhald og vexti o. fl.

Með neyslu- og rekstrartilfærslum er átt við útgjöld, sem ríkið notar ekki við eigin rekstur, en veitir öðrum í formum styrkja og framlaga og ætla má að notuð séu af viðtakendum til neyslu eða rekstrar. Má þar nefna tryggingabætur, niðurgreiðslur og útflutningsbætur.

Hliðstæð skipting er gerð á framkvæmdaliðum. Þar er annars vegar fjárfesting og hins vegar fjármagnstilfærslur. Fjárfestingin er kaup á vörum og þjónustu, sem skapa varanleg verðmæti og fjármögnuð eingöngu af ríkinu. Er þar helst um að ræða hvers konar byggingar og tækjakaup ríkisins sjálfs, sem fram koma í A-hluta fjárlaganna. Fjármagnstilfærslur eru hliðstæðar útgjöldum í formi styrkja og framlaga til ríkisaðila í B-hluta fjárlaganna, til sveitarfélaga og til einstaklinga og félaga, svo sem skóla, hafna, sjúkrahúsa o. fl. Með þessari skiptingu verður auðveldara að átta sig á, hvort raunveruleg aukning verður á rekstrarútgjöldum ríkissjóðs, en áður hefur verið.

Þá er gerð meiri sundurliðun á lánahreyfingum en verið hefur. Þar koma á liðinn „tekin lán“ lántökur til framkvæmda og afborganir, sem innheimtast, en á liðinn „veitt lán“ lánveitingar til ríkisaðila og annarra, sem standa eiga undir endurgreiðslu lána sjálfir. Í öðru lagi hefur framsetningu greiðsluyfirlits verið breytt þannig, að fram kemur, hversu miklu af skattfé þegnanna er varið til eiginlegs rekstrar ríkisins og neyslu- og rekstrartilfærslna, einnig hve mikið þá er eftir til fjárfestingar og fjármagnstilfærslna. Þetta dæmi er sett þannig upp, að í því eru framkvæmdir, sem unnar eru fyrir lánveitingar, að fjárhæð 690 millj. kr. En ef hafður hefði verið sami háttur á og við gerð fyrri fjárlaga, hefði hér verið um að ræða 596 mill,j. kr. greiðsluafgang.

Þá leiðir yfirlitið í ljós, að lánajöfnuður verður hagstæður, þannig að greiðsluafgangur í raun verður 104 millj. kr.

Þessi breyting, sem ég hef hér getið í sambandi við framkvæmdir eftir framkvæmdaáætluninni, sem eru fjármagnaðar með lánveitingum, hefur í för með sér breytingu á uppsetningu fjárlagafrv. og koma þær á lánahreyfingar út, eins og lánin vegna framkvæmdanna koma á lánahreyfingar inn.

Þá er rétt að vekja athygli á því, að bætt er við í tveimur töflum í kaflanum yfir „sérstök yfirlit“. Töflu nr. 6, sem sýnir framkvæmdaáætlun og fjárveitingar ríkisins árið 1974, ásamt samanburði við fjárlög og framkvæmdaáætlun 1973.

Framkvæmdafjárveitingar eru þar skýrgreindar nokkuð vítt, eins og taflan ber með sér, þar sem auk hreinna framlaga til verklegra framkvæmda, eru teknar með fjárveitingum, sem ætlaðar eru til að standa á beinan eða óbeinan hátt undir framkvæmdum, þ. e. fjárfestingarstyrkir, framlög til fjárfestingarsjóða og lánagreiðslna og endurlána.

Til grundvallar að útgjaldahlið frumvarpsins er lagt kaupgjald og verðlag eins og það var í september s. l. Kaupgjaldsvísitalan var þá 139.54 stig.

Í fjárlögum fyrir árið 1973 var miðað við kaupgjaldsvísitölu 122.5 og er hækkun launakostnaðar vegna verðlagsuppbóta því 13.9%. Þá kemur einnig sú grunnkaupshækkun, sem varð 1. mars s. l. á allt árið, það gerir 1.2%. Þannig verður heildarhækkun kaupgjaldsliðar í fjárlagafrumvarpinu frá yfirstandandi fjárlögum 15.3%. Við ákvörðun á öðrum kostnaðarliðum, er höfð hliðsjón af þeim verðlagsvísitölum, sem mestu máli skipta í sambandi við framkvæmdaliðina og er sú hækkun 20–25% frá gerð síðasta fjárlagafrumvarps.

Við áætlun tekna eru notaðar sömu kauplags- og verðlagsforsendur og við gjaldaáætlun. Þar er gert ráð fyrir, að almenn innlend verðmætaráðstöfun aukist um 10% í peningum og innflutningur um 9%. Miðað er við, að skattvísitalan sé 154 stig, sem er 20% hækkun frá 1973. Loks er gert ráð fyrir, að lækkun tolla vegna aðildar að EFTA og Efnahagsbandalaginu komi til framkvæmda á næsta ári í samræmi við samningana.

Um gjaldaliðina að öðru leyti er það að segja, að gjöld á rekstrarreikningi samkvæmt þessari uppsetningu eru 27 milljarðar 437 millj. kr. Hækkunin nemur því 5980 millj. kr. frá fjárlögum 1973, eða 27.9%. Af þessari hækkun eru 334 millj. kr. vegna markaðra tekjustofna, og er það 11.8% hækkun. Ef þessir tekjustofnar eru frá taldir, verður hækkun eiginlegra rekstrargjalda 5 milljarðar 646 millj. kr., eða 33.3%.

Við þennan samanburð ber að hafa það í huga, að hlutur þessara gjalda var áður færður á framkvæmdaáætlun, en er nú bætt við rekstrarútgjöld ríkissjóðs, sem eru 690 millj. kr.

Væri fjárlagafrv. byggt upp nú hliðstætt og hefur verið, væri hækkunin frá í fyrra 4 956 millj. kr. eða 26.6%. Hækkunin felst fyrst og fremst í þessum liðum:

1.

Framlag til almannatrygginga

1 768

millj.

kr.

2.

Launagreiðslur

1 241

-

-

3.

Niðurgreiðslur

212

-

-

4.

Til Fiskveiðasjóðs skv.

nýjum lögum

175

-

-

5.

Til Lánasjóðs námsmanna .

133

-

-

6.

Stofnlánadeild landbúnaðarins

91

-

-

7.

Sjúkrahús og læknisbústaðir

72

-

-

8.

Uppbætur á útfluttar

landbúnaðarafurðir

72

-

-

9.

Vaxtagjöld

65

-

-

10.

Dagvistunarheimili

55

-

il.

Framlög skv.jarðraektarlögum

50

-

-

12.

Orkustofnun

50

-

-

13.

Iðnrekstrarsjóður

64

-

-

14.

Ýmsir liðir samtals

760

-

-

Til einstakra liða á þessu fjárlagafrv. er varið

sem hér segir:

1.

Til almannatrygginga, sem er

hæsti liðurinn

8 931

millj.

kr.

2.

Til verklegra framkvæmda,

bæði framkvæmda, sem ríkið

sér um að öllu leyti sjálft

eða leggur sitt framlag á móti

öðrum aðilum

7 161

-

-

3.

Launagreiðslur eru

5 810

-

-

4.

Viðhald

1 400

-

-

5.

Til niðurgreiðslna á

vöruverði

1 900

-

-

6.

Til útflutningsuppbóta

400

-

-

Ef gerður er hlutfallslegur samanburður á

milli hinna einstöku ráðuneyta, lítur hann

þannig út:

Heilbrigðisráðuneytið

36.1%

Menntamálaráðuneytið

18%

Samgönguráðuneytið

12%

Eru þessi þrjú ráðuneyti með ~s af öllum

útgjöldum fjárlaganna.

Næst koma:

Viðskiptaráðuneytið

7.1%

Dómsmálaráðuneytið

5.6%

Fjármálaráðuneytið

5.2%

Landbúnaðarráðuneytið

4.5%

Um einstaka þætti fjárlagafrv. er þetta að segja:

Æðsta stjórn landsins, forsetinn, ríkisstjórnin, hæstiréttur og Alþingi, hækkar samtals um 32 millj. kr. Hækkunin er fyrst og fremst hjá 1-A þingi, eða 28 millj. kr., og í þeirri hækkun er framlag til lífeyrissjóðs alþingismanna, en það er á milli 11 og 12 millj. kr. Er gert ráð fyrir að auka fjárveitingu til þessa sjóðs, til þess að um sjóðsmyndun geti orðið að ræða eins og hjá öðrum lífeyrissjóðum.

Forsrn. hækkar um 9 millj. kr. Yfirstjórnin lækkar um 300 þús., en annar kostnaður hækkar um 9.3 millj. kr. Í þessari hækkun er ákvörðun, sem tekin hefur verið um það að byggja við Þingvallabæinn ráðherrabústað, sem gert er ráð fyrir að kosti um 6.5 millj. kr. 4 millj. er fjárveiting, en hitt er hluti af brunatryggingarfjárhæð hússins, er brann á Þingvöllum.

Hækkunin hjá menntmrn. er samtals 932 millj. kr. Yfirstjórnin hækkar um 56.6 millj. kr. þar af aðalskrifstofan um 16 millj. Kemur þar til nokkur fjölgun starfsfólks, einkum vegna skólarannsókna og iðnfræðslumála, auk annars kostnaðar við iðnfræðslumálin, en helstu orsakir hækkunarinnar eru þó verðhækkanir. Fræðslumálin hækka um 840 millj. kr., þar af barna- og gagnfræðaskólar um 342 millj. kr., af því eru byggingar 22 millj.

Lánasjóður íslenskra námsmanna hækkar um 133 millj. kr. Við ákvörðun á þessari hækkun var fylgt sömu reglu og í fyrra, að tekið er fullt tillit til verðhækkana bæði hérlendis og erlendis og fjölgunar námsmanna, og annað, er að þessu lýtur. Hins vegar er fylgt einnig sömu umframtekjuþörf eins og gert var á s. l. ári, en ekki gengið lengra í þá átt. Gert er ráð fyrir, að frv. nm breyt. á lögum um námslánasjóð verði lagt fram á þessu Alþingi, og mun þar verða mörkuð stefna, sem fylgt verður í framtíðinni. En eins og kunnugt er, hafa fjárveitingar til þessa sjóðs hækkað úr 90 millj., eins og þær voru árið 1971, í 456 millj. kr., eins og gert er ráð fyrir í þessu fjárlagafrv., eða fimmfaldast á þessum árum. Jafnhliða þessu er svo gert ráð fyrir því, að aukin lánveiting til sjóðsins verði til ráðstöfunar árið 1974.

Öðrum þáttum menntamála mun ég ekki gera grein fyrir í ræðu minni, nema þar sem um sérstakar breytingar er að ræða frá hinum almennu verðhækkunum, eða eðlileg fjölgun starfsmanna í kerfinu, eins og er viða í sambandi við kennslumálin.

Um háskólann vil ég geta þess, að alls hefur háskólinn 143 millj. kr. til ráðstöfunar í sambandi við framkvæmdir, og er þar um að ræða að byggja annan áfanga af verkfræði- og raunvísindahúsi, sem gert er ráð fyrir að verði byggt fyrir 80 millj., bygging tannlækningadeildarhúss 20 millj. og tækjakaup 23 millj. kr.

Um fjárveitingar til Rannsóknaráðs ríkisins er það að segja, að þar skal sérstaklega vakin athygli á 10 millj. kr. fjárveitingu til landsgrunnsrannsókna. Hér er um að ræða að ljúka rannsóknum, sem staðið hafa, og var heimiluð umframgreiðsla á árinu 1973 vegna þessara framkvæmda, til þess að hægt væri að ljúka þeim á næsta ári.

Byggingasjóður rannsókna í þágu atvinnuveganna, þar er hækkunin 2.3 millj. kr., og fer fjárveitingin að mestu leyti til að greiða afborganir af skuldum, sem teknar hafa verið vegna byggingarframkvæmdanna. Hins vegar skal þess getið, að gert er ráð fyrir, að byggingarframkvæmdir verði á Keldnaholti á næsta ári hjá Rannsóknastofnun byggingaiðnaðarins. Ástæðan til þess, að ekki er gert ráð fyrir fjárveitingu í fjárlagafrv., er sú, að þar er um að ræða, hvernig háttað verði samstarfi milli háskólans og rannsóknastofnana, og var talið eðlilegt, að það lægi fyrir, áður en endanleg ákvörðun væri tekin um fjárveitingu, sem verður gert við afgreiðslu fjárlaganna.

Um menntaskóla almennt er það að segja, að aðalframkvæmdin í byggingum á árinu 1974 verður áframhaldandi framkvæmd við Menntaskólann á Ísafirði, og er gert ráð fyrir að vinna þar fyrir tæpar 45 millj. kr. Þá verður og haldið áfram við framkvæmdir á Laugarvatni og þar verða byggð íbúðarhús. Og hafin verður framkvæmd við byggingu fyrir Menntaskólann við Tjörnina hér í Reykjavík skv. þessu fjárlagafrv, Þá er og aukin kostnaður vegna þess, að á þessu hausti tók til starfa Menntaskólinn í Kópavogi, og kemur það fram í fjárlagaafgreiðslunni.

Við Kennaraháskóla Íslands lækkar fjárveiting til byggingarframkvæmda, þar sem gert er ráð fyrir að ljúka á árinu 1974 íþróttahúsi skólans með 22 millj. kr. fjárveitingu, en áður var varið 25 millj. kr. til þess.

Fjárveiting til byggingar iðnskóla er hækkuð um 3 millj. kr. og verður þá orðin um 30 millj. kr. Hefur fjárveiting til þeirra hækkað á þrem síðustu árum um 150%.

Um húsmæðraskólana er það að segja, að ekki er gert ráð fyrir neinum nýjum framkvæmdum á sviði húsmæðrafræðslunnar, m. a. vegna þess, að ekki er séð, hvaða breytingar hún kann að taka. Gert er ráð fyrir, að lagt verði fram frv. að lögum um breytingu á þessari fræðslu, og fjárveitingar til stofnkostnaðar eru fyrst og fremst miðaðar við það að ljúka verki eða greiða skuldir.

Um héraðsskólana er það að segja, að framlög til bygginga héraðsskóla verða 55 millj. kr. Gert er ráð fyrir, að á árinu 1974 verði haldið áfram að vinna að uppbyggingu í Reykholti og Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Á Reykjum í Hrútafirði er gert ráð fyrir að hefja byggingu kennsluhúss, og miðast fjárveitingin við að ljúka því á þrem árum. En þessi fjárveiting nú er miðuð við geymslufjárveitingu, sem sá skóli á til framkvæmda þessara. Í Skógum er gert ráð fyrir að byggja skólastjóraíbúð. Aðrar framkvæmdir í héraðsskólunum eru ekki fyrirhugaðar.

Að sjálfsögðu hækkar launakostnaður mikið við barna- og gagnfræðastigið, svo sem venja er til, vegna þeirrar almennu fjölgunar, sem alltaf á sér stað þar, auk almennra hækkana á launaliðum. Heildarhækkun á hinum almenna lið í þessum málaflokki er um 117 millj. kr. Skiptist það í þá hluta, sem hér segir:

Viðhaldskostnaður hækkar um 21. millj. kr. Aksturskostnaður v/skólabarna hækkar um 14.4 millj. kr.

Laun ráðskvenna og aðstoðarstúlkna hækka um 10 millj. kr.

Stjórnskipaðir prófdómarar hækka um 7.8 millj. kr.

Greiðsla fyrir forfallakennslu hækkar um 6.7 millj. kr.

Varsla í heimavist hækkar um 6 millj. kr.

Útgjöld skv. 19. gr. skólakostnaðarlaganna um kennslu afbrigðilegra barna hækkar um 5.3 millj. kr.

Um fleiri smærri liði er að ræða, sem ég fer ekki út í, en upp er tekinn nýr liður vegna brunavarna, 5 millj. kr., og er það m. a. til þess, að skólarnir geti tekið þátt í brunavörnum almennt með héruðunum, þar sem þeir eru staðsettir.

Þá er sérstök fjárveiting, kostnaður vegna barna úr Vestmannaeyjum, 29 millj. kr., sem í rauninni er 4 millj. kr. hækkun frá fjárlögum 1973.

Framlög til byggingar barna- og gagnfræðaskóla og íbúða skólastjóra hækka um 21 millj. Framlög skv. eldri lögum lækka hins vegar um 5 millj., þannig að fjárveiting til nýbygginga eykst um 26 millj. í raun. Er þá fjárveiting til þessa liðs orðin um 500 millj. kr.

Um Heyrnleysingjaskólann er það að segja, að byggingarframlag lækkar þar, enda komið að verklokum. Upptökuheimilið í Kópavogi, þar er aukin starfsemi, og m. a. er gert ráð fyrir að kaupa hús vegna starfseminnar.

Framlög til Íþróttasjóðs hækka um 1900 þús. kr.

Aðra þætti í sambandi við menntmrn. sé ég ekki ástæðu til að fara út í.

Varðandi utanrn. er það að segja, að ekki er þar um miklar breytingar að ræða. Hækkanir þær, sem þar eiga sér stað, eru fyrst og fremst verðlagshækkanir. Þá hefur verið ráðinn þar fulltrúi og ritari. Gert er ráð fyrir því að launa ræðismann og vísindafulltrúa við sendiráðið í New York og ráða bílstjóra að sendiráðinu í Osló.

Aðrar breytingar í sambandi við sendiráðin og aðalskrifstofu utanrrn. munu skýra sig sjálfar. Framlög til alþjóðastofnana hækka samtals um

3.8 millj. Helstu hækkanir eru Þróunaraðstoð Sameinuðu þjóðanna 1 millj. kr. og til EFTA 850 þús. kr.

Um landbrn. er það að segja, að framlög hækka til jarðeignadeildar ráðuneytisins um 3.2 millj. kr. og er það vegna þátttöku ríkisins í uppbyggingu á þeim jörðum, sem ríkissjóður á. Sú breyting verður hjá Búnaðarfélagi Íslands, að þar kemur ráðunautur í minkarækt í fullt starf, en það hefur ekki verið áður. Að öðru leyti er starfstilhögun ekki breytt.

Í sambandi við Landnám ríkisins er gert ráð fyrir því að auka framlag til grænfóðurverksmiðja, en mikið er þrýst á með að byggja þær nú. Framleiðsla þeirra hefur gengið vel og framleiðsla þeirra selst vel, og þær geta langt frá því annað eftirspurn. Þá eru teknar inn á þennan lið 5 millj., kr. vegna Inn-Djúpsáætlunar og er gert ráð fyrir því, að með þessu framlagi ríkisins, aðstoð Byggðasjóðs og skipulögðum vinnubrögðum verði hægt að koma því til leiðar, að byggðirnar við innanvert Ísafjarðardjúp eflist, en leggist ekki í eyði, og tekst það vonandi.

Nýr fiskifræðingur hefur verið ráðinn til Veiðimálastofnunarinnar, enda fara störf stofnunarinnar mjög vaxandi ár frá ári.

Framlög til byggingar dýralæknabústaða hækka um 2 millj. kr., en öðrum liðum á embætti dýralækna er ekki ástæða til að greina hér frá.

Framlög til landbúnaðar hækka samtals um 246 millj. kr. Af því er stærsti liðurinn framlag til Stofnlánadeildarinnar, sem er 91 millj. kr. skv. lögum, sem sett voru þar um í fyrra. Þá hækka jarðræktarframlög um 50 millj. kr., og þar af eru 15 millj. vegna flýtingar greiðslna samkv. ósk Búnaðarfélags Íslands um, að greiðslur eigi sér stað á sama ári og verk eru framkvæmd. Hér er stefnt að því og einnig í fjárveitingu til framræslu, að á næstu 3 árum verði hægt að ná því takmarki, að öll jarðræktarframlög fari fram sama ár og þær eru unnar. Þá hækkar framlag til veðdeildar Búnaðarbankans um 2 millj. kr. Liðurinn til Bændaskólans á Hvanneyri hækkar vegna byggingarframkvæmda um rúmar 6 millj. kr., en þar er verið að byggja nýtt skólahús. Ráðgert er á næsta ári að byggja nýjan skólastjórabústað.

Sjávarútvegsráðuneytið: Kostnaðurinn við Hafrannsóknastofnunina eykst um 43 millj. kr. á næsta ári. Gert er ráð fyrir að ráða þar 3 nýja sérfræðinga, og vegna tilkomu nýs skips hækkar launakostnaður um tæpar 4 millj. kr. Að öðru leyti hækkar launakostnaður um 29%. Er það mun meiri hækkun en leiðir af verðlagsbótum, og kemur hún einkum fram á auknum launakostnaði vegna skipanna. Önnur rekstrargjöld hækka um 10 millj. kr., þar af 2 millj. kr. vegna stofnunar útibús úti á landi, sem ákveðið er að koma upp á næsta ári. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hækkar um 6 millj. kr. Af því eru 776 þús. kr. vegna ráðningar 2 rannsóknarmanna og 633 vegna launa í sambandi við stofnun útibús úti á landi, sem einnig er ákveðið í sambandi við þessa stofnun.

Framlag ríkissjóðs á móti útflutningsgjaldi til Aflatryggingasjóðs hækkar um 15 millj. kr., og verður 51.6 millj. kr. Þá hækka ýmisleg framlög á sviði sjávarútvegs um 175 millj. kr. Er hér fyrst og fremst um að ræða framlag ríkisins til Fiskveiðasjóðs samkv. lögum frá s. l. vori.

Dómsmálaráðuneytið: Um sakadómaraembættið í Reykjavík er það að segja, að það hækkar um 3.2 millj. kr. vegna launa- og verðlagshækkunar. Samkvæmt nýjum lögum um fangelsi og vinnuhæli tekur Reykjavíkurborg ekki lengur þátt í rekstrarkostnaði Hegningarhússins við Skólavörðustíg. Fellur því niður tekjuliður, sem var 5 millj. í fjárlögum 1973, þannig að framlagið eykst í heild í rúmlega 17 millj. kr.

Til byggingar lögreglustöðvarinnar í Reykjavík er varið 8.2 millj. kr., og er þá gert ráð fyrir, að henni verði fulllokið. Árið 1973 var fjárveitingin til hennar 3.1 millj., en þá var lán á framkvæmdaáætlun til þessara framkvæmda.

Í sambandi við embætti sýslumanna og bæjarfógeta eru ekki teljandi breytingar aðrar en þær, að gert er ráð fyrir nýjum starfsmönnum við embættin á Patreksfirði, Blönduósi, Akureyri, Hvolsvelli og Vík í Mýrdal. Er þetta vegna héraðssamlaganna. Þá er gert ráð fyrir því að ráða löglærðan fulltrúa á skrifstofu bæjarfógetans í Keflavík vegna stækkunar umdæmisins og lögreglustjóra í Hafnarhreppi skv. lögum frá síðasta Alþingi. Þá kemur nú í fyrsta sinn í fjárlögum ný stofnun skv. lögum frá 1973, sem er dómstóll og rannsóknadeild í ávana- og fíkniefnamálum og er gert ráð fyrir að kosti 5 millj. kr.

Kostnaður við fangelsi í Síðumúla eykst um 5.8 millj. kr., þar af vegna ráðningar varðstjóra og 2 kvenfangavarða í hálft starf tæp 1 millj. kr. Að öðru leyti er hér um eðlilegar hækkanir að ræða.

Mjög veruleg hækkun verður á framlagi til landhelgisgæslunnar eða 121 millj. kr. Í stað sérstakrar fjárveitingar á fjárlögum 1973 vegna útfærslu landhelginnar o. fl. er tekin ný fjárveiting vegna leiguskipa, sem er 18 millj. kr. nýr liður, til kaupa á nýju varðskipi, 30 millj. kr., en samkv. kaupsamningi verður heildarverð um 450 millj. kr. og er 80% lánað af því. Að öðru leyti er um að ræða eðlilegar hækkanir.

Framlag til byggingar ríkisfangelsa og vinnuhæla hækkar um 13 millj. kr. og er það samkv. lögum frá síðasta Alþingi. Heildarhækkun til þjóðkirkjunnar er um 25 millj. kr. Þar er um að ræða eðlilegar hækkanir, en auk þess hækkar framlag til byggingar prestssetra um 4,5 millj. kr., til Hallgrímskirkju 2 millj. kr. og til Hóla í Hjaltadal 800 þús. kr., Hjálparstofnun kirkjunnar 700 þús. kr. og álag vegna afhendingar kirkna um 500 þús. kr.

Félagsmálaráðuneytið: Til Húsnæðismálastofnunar ríkisins hækkar framlagið um 58 millj. kr.

Þar er gert ráð fyrir hækkun á launaskatti 37 millj. kr. og byggingasjóðsgjaldi um 20 millj. kr. Til Byggingasjóðs verkamanna hækkar framlagið um 37 millj. kr., vegna þess að vitað er, að framkvæmdir á vegum Byggingasjóðs verkamanna hafa aukist og munu aukast á næstu árum.

Framlag til Lánasjóðs sveitarfélaga hækkar um 1 millj., og svo kemur nýtt framlag til landakaupasjóðs kaupstaða og kauptúna, er það samkv. lögum frá s. l. ári og er um 10 millj. kr. fjárveitingu að ræða.

Þá hækka framlög til sveitarfélaga um 12.8 millj. kr. Eru þar fyrirferðamestar vatnsveiturnar, sem hækka um 10 millj. kr. og heimilishjálp 2.5 millj.

Liðurinn vinnumál hækkar um 3.6 millj. kr. Framlag til framkvæmdar áætlunar um opinberan stuðning við samtök vinnumarkaðarins vegna hagræðingarstarfsemi hækkar um 1600 þús. kr., til byggingar orlofsheimila A.S.Í. um 11/2 millj. og vegna Menningar- og fræðslusambands alþýðu 600 þús. kr. ýmis framlög hækka, aðallega vegna aukinna tekna af mörkuðum tekjustofnum.

Heilbrigðisráðuneytið: Í aðalskrifstofu heilbrmrn. verður ráðinn fulltrúi, og einnig er áætlaður aukinn kostnaður vegna nefndastarfa, en þarna mun hafa verið um vanáætlun að ræða, eins og fram kemur í útgjöldum aðalskrifstofunnar á þessu ári.

Á framlögum til almannatrygginga, lífeyris-, sjúkra- og slysatrygginga er mesta hækkunin, sem verður á fjárlögum að þessu sinni, sem eru 1 855 millj. kr. Af þeirri hækkun nema lífeyristryggingaiðgjöld atvinnurekenda 114.9 millj. kr. og slysatryggingar 5 millj. kr. Hækkun á beinu ríkissjóðsframlagi er því 1735 millj. kr. Skiptist hún þannig, að 671 millj. eru vegna lífeyristrygginga, 1063 vegna sjúkratrygginga.

Áætlun um lífeyristryggingar er í samræmi við fjárlagatillögur Tryggingastofnunar ríkisins að öðru leyti en því, að áætlanir eru færðar til verðlags í september 1973 og að fjölskyldubótagreiðslur eru áætlaðar 250 millj. kr. lægri en miðað var við í lok septembermánaðar. Ástæðan fyrir þessari breytingu er m. a. sú, að gerð hefur verið breyting á fjölskyldubótum til lækkunar frá því, sem þá var. Hins vegar eru fjölskyldubætur nú hærri en þær voru í lok fyrra árs og fram eftir þessu ári. Þess vegna er það raunverulega á misskilningi byggt að tala um að lækka fjölskyldubætur, því að sú tala, sem hæst var, stóð aðeins stuttan tíma, enda eru fjölskyldubætur nú nærri tvöfaldar frá því, sem lögin gera ráð fyrir. Lögin um almannatryggingar og lög um tekjuöflun ríkisins eru í endurskoðun, sem síðar mun að vikið, og mun þar m. a. athugað, hvort heppilegt sé að tengja saman fjölskyldubætur og persónufrádrátt vegna barna við álagningu skatts.

Framlög til sjúkratrygginga hækka um 1 milljarð 64 millj. kr. frá fjárlögum 1973, en á yfirstandandi ári hafa, eins og ég hef áður drepið á, verið gerðar hækkanir á daggjöldum sjúkrahúsa frá s. l. áramótum. Áætlun fyrir árið 1974 er byggð á þeirri forsendu, að daggjöld þurfi að hækka um 13–14% að meðaltali á því ári, miðað við verðlag í september 1973.

Í framlagi til ríkisspítalanna er ekki gert ráð fyrir, að greiða þurfi rekstrarhalla, því að það er ætlað að mæta rekstrarútgjöldum með daggjöldum. Þess vegna eru fjárveitingar þær, sem til ríkisspítalanna ganga, ætlaðar til framkvæmda, og eru þær samtals á þessu fjárlagafrv. 121 millj. kr. Af því er gert ráð fyrir, að 100 millj. kr. séu vegna byggingar við Landsspítalann, og er þá fyrst og fremst um að ræða byggingu geðdeildar, en áætlun til hennar er 60 millj. á næsta ári. Að öðru leyti er um að ræða framhald á þeim verkum, sem unnið er að, og undirbúningur nýrra verkefna. Þar á meðal er framlag til Fæðingardeildarinnar til tækjakaupa. Í Kristnesi verður haldið áfram með þá húsbyggingu, sem nú er unnið að.

Framlög til sjúkrahúsa og læknisbústaða hækka um 80 millj. kr., þar af til byggingar sjúkrahúsa, sjúkraskýla, heilsugæslustöðva og læknisbústaða 57.4 millj. kr. eða 33.5%.

Þá er framlag til elliheimila 15 millj. kr. Það er nýr liður samkvæmt lögum frá síðasta Alþingi.

Rekstrarstyrkur til heilsuverndarstöðva hækkar um rúmar 8 millj. kr.

Fjármálaráðuneytið: Þar er breyting á uppsetningu. Fjárlaga- og hagsýslustofnunin kemur fram sem sérstakur liður í þessu fjárlagafrv.

Um nýráðningu manna í sambandi við fjmrn. er fyrst og fremst um að ræða starfsfólk til launadeildar ráðuneytisins, en verkefni þeirrar deildar fara sívaxandi enda er launadeildin alltaf að bæta við sig vinnu við útgreiðslu launa fyrir ýmsar stofnanir, þ. á m. á þessu ári fyrir Póst og síma, Tryggingastofnun ríkisins, og Vegagerðin er áætlað að komi á næsta ári.

Nokkur breyting hefur orðið á gjaldahlutfalli í Gjaldheimtunni milli ríkisins og Reykjavíkurborgar. Ríkissjóður greiddi áður 42.5%, en nú er um helmingaskipti að ræða. Við framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins er gert ráð fyrir að ráða tvo nýja eftirlitsmenn. Ýmis framlög á vegum fjmrn. hækka um 130 millj. kr. Þar af er 94 millj. kr. varið til óvissra útgjalda, svo sem eins og hækkun á verðlagsuppbótum á laun, sem gæti fallið til á næsta ári.

Þá hækka framlög til Lífeyrissjós bænda um 16.1 millj. kr. og Lífeyrissjóðs verkalýðsfélaganna um 10 millj. kr. Aukið er framlag til Orlofsheimilis BSRB um 6.7 millj. kr. og kostnaður vegna kjarasamninga um 2 millj. kr., þar sem gera má ráð fyrir verulega aukinni vinnu við kjarasamninga á næsta ári.

Samgönguráðuneytið: Í sambandi við uppsetningu á fjárveitingu til Vegagerðar ríkisins mun ég ekki ræða mikið að þessu sinni, þar sem vegáætlunin verður til endurskoðunar á þessu þingi, og mun verða rætt almennt um þess mál þá. En eins og fjárlagafrv. gerir nú ráð fyrir, þá er auk þeirra fyrstu tekjustofna, sem þar eru tilgreindir, reiknað með lántöku vegna Skeiðarársands 300 millj. kr. og vegna hraðbrauta 100 millj. kr.

Ljóst er, að ekki mun þetta nægja til þess að standa undir þeim útgjöldum, sem nauðsynleg verða vegna vegamálanna á næsta ári, og kemur það til athugunar í sambandi við endurskoðun vegáætlunar.

Framlög til hafna hækka um 488 millj. kr., þar af 394 millj. kr. til hafnabygginga í Þorlákshöfn, Grindavík og Höfn í Hornafirði.

Eins og kunnugt er, kom tilboð frá Alþjóðabankanum um að lána íslendingum fé vegna eldgossins í Vestmannaeyjum. Bankinn sendi fulltrúa sína hingað til landsins til að athuga, hvaða verkefni það væri, sem hann gæti stutt að og Íslendingum mætti að gagni koma og samræmdist lánareglum bankans og áhrifum af eldgosinu.

Niðurstaðan varð sú, að Alþjóðabankinn lánaði 600 millj. kr. til áðurgreindra hafna, og hefur verið gengið frá þeirri lántöku.

Gert er ráð fyrir því samkvæmt áætlun, sem gerð hefur verið um þessar framkvæmdir, að á árinu 1974 verði varið til þeirra samtals 450 millj. kr. Skiptist það þannig, að 225 millj. kr. ganga til Þorlákshafnar, 200 til Grindavíkur og 25 til Hafnar í Hornafirði. Eitthvað af þessum fjárhæðum mun þegar búið að vinna fyrir. Þar er fyrst og fremst um að ræða Grindavík, en þar hefur verið unnið í sambandi við þessar fjárveitingar þegar á þessu ári. Fjáröflun til þessara framkvæmda verður þannig háttað, að Alþjóðabankinn mun lána 270 millj. kr., vegna ríkishlutans er fjárveiting 20 millj. kr. og fjáröflun til að endurlána sveitarfélögunum 56 millj. kr. Fjárveiting úr ríkissjóði verður því 104 millj. kr.

Þegar ríkisstj. barst vitneskja um það, að möguleikar væru á því að fá sérstakt lán úr Alþjóðabankanum vegna náttúruhamfaranna í Vestmannaeyjum, taldi hún sjálfsagt að kynna sér það mál og láta athuga það til hlítar og nauðsyn bæri til að hagnýta sér það. Sú athugun, sem ég vék að áðan, leiddi til þess, að þessar 3 hafnarframkvæmdir voru samþykktar, og vitað er, að íslendingar hefðu ekki átt kost á því að fá lán í Alþjóðabankanum nú til hafnarframkvæmda, ef gosið í Vestmannaeyjum hefði ekki komið til.

Það orkar ekki tvímælis, að hér var rétt ráðið, því hvort tveggja er, að hér er um að ræða stór og mikil verkefni, sem nauðsyn ber til að leysa, og svo hitt, að með því að leysa þessi mál á þennan hátt, með hagstæðu láni til langs tíma, mun nú reynast færara að greiða úr fjárþörf annarra hafna víðs vegar um landið. Gert er ráð fyrir, að ríkissjóður noti toll- og söluskattstekjur af húsum Viðlagasjóðs til að fjármagna sinn hluta í verkinu, enda fer vel á því.

Þarf engum orðum að því að eyða, að á fjárveitingar til hafna verður mjög sótt, því að hafnarframkvæmdir eru einar af þeim framkvæmdum, sem mikil nauðsyn ber til að þjóðin vinni að af dugnaði. Þáttaskil eru í hafnargerðinni við komu skuttogaranna víðs vegar um landið og nýrra og stærri skipa, sem alls staðar eru að bætast í skipaflota landsmanna. Þess vegna er mér það ljóst, að enda þótt á þessu fjárlagafrv, sé gert stærra átak en nokkru sinni fyrr í fjárveitingu í hafnargerð, þá mun þar ekki ofgert. Hvort tveggja ber til, að framlagshlutfall eða þátttaka ríkissjóðs í hafnarframkvæmdunum er nú meiri en áður hefur verið og svo verkefnin, eins og ég gat um áðan.

Fjárlagatalan í almennum höfnum er byggð á því að taka að fullu tillit til framlagshlutfalls ríkissjóðs í hafnargerð, í öðru lagi á verðlagsbreytingu, sem orðið hefur á framkvæmdum í hafnargerðum, og í þriðja lagi að auka við fjárframlagið til meiri framkvæmda en áður hefur verið. M. a. kemur til, að framlag til hafna í Sandgerði, Höfn og Grindavík falla þar út.

Þá hækkar framlagið til Hafnabótasjóðs um 14 millj. kr.

Framlag til flugmála hækkar um 90 millj. kr. Hér er um verulega aukningu að ræða frá því sem áður hefur verið. Það var hins vegar ákveðið með þessari fjárlagagerð að hætta við lántöku vegna flugvalla og fjármagna þá með fjárveitingu.

Það er gert ráð fyrir því, að hægt verði að vinna í flestum flugvöllum úti um landsbyggðina og stórt átak verði gert í að byggja nýjan flugvöll á Egilsstöðum. Hins vegar var ekki talið fært að fara jafnhliða í það að byggja nýtt hús á Reykjavíkurflugvelli, eins og var tillaga um frá flugmálastjórninni.

Hækkun til ferðamálasjóðs er 21/2 millj. kr., og er þá sjóðurinn kominn með fjárveitingu upp á 10 millj. kr.

Iðnaðarráðuneytið : Í iðnaðarmálum eru stærstu liðirnir þeir, að lánasjóður iðnaðarins, sem heitir Iðnrekstrarsjóður og stofnaður var með lögum frá s. l. Alþingi, fær nú framlag, 50 millj. kr. Framlag til Iðnlánasjóðs hækkar um 35 millj. kr.

Þá keypti Ríkisprentsmiðjan Gutenberg nýja prentsmiðju á s. l. ári, og vegna þeirra framkvæmda er fjárveiting upp á 15 millj. kr.

Þá kemur liðurinn fyrirtæki og stofnanir. Framlög á þessum lið eru annars vegar til Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins, 6 millj. kr., en það er gert ráð fyrir því í sambandi við þessa tillögu, að hinn nýi Iðnþróunarsjóður geti stutt þessa stofnun til þess að sinna sínum verkefnum, og þess vegna þurfi ekki nema þessa fjárveitingu, til þess að starfsemi stofnunarinnar haldi eðlilegum hraða og geti sinnt þeim verkefnum, sem hún vinnur nú að.

Framlag til Orkustofnunar hækkar um 83 millj. kr. Stærsti liðurinn í því er fjárveiting til jarðhita- og vatnsorkurannsókna, sem áður voru fjármagnaðar með lánsfé framkvæmdaáætlunar, 56 mill,j. kr. Verður því raunveruleg hækkun 27 millj. kr. Það er gert ráð fyrir, að allar rannsóknir verði fjármagnaðar með fjárveitingum á fjárlögum, en ekki með lánsfé.

Orkusjóður: Framlög hækka um 41 millj. kr., sem skiptist þannig, að framlag til lánagreiðslna eykst um 36 millj. kr., einkum vegna lána til sveitarafvæðingar og láns til jarðhitaleitar um 3.9 millj. kr.

Viðskiptaráðuneytið: Á aðalskrifstofu þess er gert ráð fyrir ráðningu eins fulltrúa, en að öðru leyti eru fjárveitingar til þessa ráðuneytið bundnar ákvörðun um niðurgreiðslur og hækka um 212 millj. kr., eins og áður er frá skýrt.

Fjárlaga- og hagsýslustofnunin: Þá er, eins og ég gat um áður, fjárlaga- og hagsýslustofnunin færð hér undir sérstakan lið, en ekki á aðalskrifstofu fjmrn. eins og verið hefur.

Nú er í fyrsta sinn tekin inn sérstök fjárveiting, 6 millj. kr., til aðkeyptrar sérfræðiþjónustu á sviði hagsýsluverkefna. Ég mun síðar í ræðu minni greina frá því, að hverju er stefnt í þeim efnum og unnið er að nú.

Ríkisendurskoðun: Þar er gert ráð fyrir löggiltum endurskoðanda og einum nýjum fulltrúa. Er það m. a. vegna endurskoðunar reikninga sýslusamlaga, sem er nýtt verkefni hjá stofnuninni.

Tekjuáætlun ríkissjóðs fyrir árið 1974 er gerð í hagrannsóknadeild Framkvæmdastofnunar ríkisins og er reist annars vegar á endurskoðaðri áætlun um tekjur ríkissjóðs á árinu 1973 á grundvelli þjóðhagsspár þess árs og hins vegar þjóðhagshorfum ársins 1974, eins og þær voru metnar í ágúst s. l.

Meginforsenda tekjuáætlunarinnar, að því að varðar kauplag, er sú, að reiknað er með óbreyttu kauplagi eins og það var 1. sept. s. l. eftir hækkun kaupgreiðsluvísitölu í 139.54 stig, en allir áfangar gildandi kjarasamninga eru nú komnir til framkvæmda. Á sama hátt er reiknað með óbreyttu verðlagi, eins og það var í septemberbyrjun, að öðru leyti en því, að tekið er tillit til áhrifa fyrirhugaðra breytinga á niðurgreiðslum og söluskatti, jafnframt því að hér er miðað við, að Viðlagasjóðsgjald af söluskatti falli niður 1. mars.

Þær kaupgjalds- og verðlagsforsendur, sem notaðar hafa verið við gerð tekjuöflunaráætlunar, eru hinar sömu og gilda um útgjaldalið frv., þ. e. í aðalatriðum kauplag og verðlag í sept. 1973. Eru þetta sambærilegar forsendur og notaðar hafa verið undanfarin ár við upphaflega áætlun fjárlagafrv., en þær hafa síðan verið teknar til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga.

Á þeim forsendum um kauplag, verðlag og fjárhagshorfur næsta ár, sem hér hefur verið getið, er spáð rúmlega 3% magnaukningu almennrar innlendrar verðmætaráðstöfunar, þ. e. einkaneyslu, samneyslu og almennrar fjármunamyndunar, og nær 10% aukningu í peningum. Á grundvelli þessarar spár um aukna innlenda eftirspurn má búast við að verði 4–5% magnaukning yfirleitt og um 9% aukning í peningum, ef gert er ráð fyrir innflutningsverðlagi í byrjun september eins og áður er fram tekið.

Þá er gert ráð fyrir. að þær tollalækkanir, sem leiðir beint af EFTA- og EBE-samningum, verði komnar til framkvæmda, og gert er ráð fyrir, að skattvísitalan hækki um 20% og verði 154 stig.

Heildartekjur samkv. rekstarreikningi eru 27 mill.jarðar 343 millj. kr., en voru 21 milljarður 970.3 millj. á gildandi fjárlögum. Hækkun er því 5.373 millj. kr. aða 24.5%.

Í þessari tekjuáætlun er gert ráð fyrir því, að sú breyting verði á gildandi lögum, að söluskattur hækki um 2%. Ástæðan til þessarar söluskattshækkunar er sú, að í fyrsta lagi þarf að mæta þeirri tollalækkun, sem verður vegna EFTA- og EBE-samninganna, en vitanlega þarf meira að gera í þeim málum, sem ég mun skýra síðar í ræðu minni.

Á síðasta Alþingi voru afgreidd lög eins og hafnalögin og heilbrigðislöggjöfin og lög um dagvistunarheimili og elliheimili. Ekki efast ég um það, að öllum hv. þm. hafi verið ljóst, að allt þetta mundi kosta stóra fjármuni.

Þá er það og, að framlag til trygginga, sem er bundið verðl.vísit., hækkar um tæpar 2000 millj. Ég reikna ekki með, að neinn hafi gert ráð fyrir því, að það væri á valdi núv. fjmrh, frekar en annarra að mæta auknum útgjöldum án þess að afla til þess nýrra tekna. Þess vegna finnast mér það skjóta skökku við, ekki síst hjá þeim, er mikið tala um, að ekki megi hækka beinu skattana, að telja það nú firn ein, að ætla sér að mæta þessum verkefnum, sem hér hefur verið drepið á, án þess að afla tekna til þeirra, á þann hátt, sem hér er lagt til.

Í framhaldi af þessu mun ég víkja nokkuð að verkefnum einstakra ráðuneyta og stofnana, sem eru hluti af fjmrn.

Fjárlaga- og hagsýslustofnun hefur unnið að verkefnum á sviði hagsýslumála og endurskipulagningar í ríkisrekstrinum í samstarfi við undirnefnd fjvn.

Haldið hefur verið áfram að vinna að undirbúningi að rekstri mötuneyta á vegum ríkisins. Hefur í því sambandi verið ákveðið, að eldhús Landsspítalans, sem nú er að koma til fullrar notkunar, taki að sér, auk þess að framleiða mat fyrir Landsspítalann, að framleiða einnig mat fyrir Kleppsspítalann og Hjúkrunarskólann. Þessi fyrirætlan er nú að koma til framkvæmda, enda með þeim hætti hægt að nýta þetta eldhús, en fyrir Landsspítalann einn mun þar aðeins vera um 60% nýtingu að ræða. Auk þess er það niðurstaða af því verki, sem búið er að vinna, sem er mikið verk, að þetta eldhús geti þjónað ríkisspítulunum hér á höfuðborgarsvæðinu, þ. e. Kópavogshælinu og Vífilsstaðahælinu að auki. Það er skoðun þeirra, sem að þessu hafa unnið, þ. á m. hefur verið sænskur sérfræðingur, að með þessu móti sé hægt að gera þennan rekstur 20–25% ódýrari en að öðrum kosti yrði.

Þessi mötuneytismál eru í framhaldsathugun í sambandi við aðrar stofnanir ríkisins, og er m. a. verið að athuga, til hvers þróunin kann að leiða, sem nú er farið að örla á, að ekki sé að ræða um heitan mat í hádeginu. Þetta gæti leitt til þess, að mikil breyting yrði á matstöðum á vegum ríkisins, og er full þörf á því, því að þessi mötuneyti yfirleitt eru of dýr í rekstri, og verður athugað, hvað best hentar, og verður þá tillit tekið til þess hvors tveggja, hvað hentar starfsfólkinu og ríkinu við kostnað slíkra mötuneyta.

Þá hefur verið unnið að tryggingum á ríkiseignum. Niðurstaðan er sú, að nú vinna tveir menn að því að meta, að hve miklu leyti ríkið á að tryggja sínar eignir og verða gefnar út ákveðnar reglur um það. Þegar því verki er lokið, verður tekin ákvörðun um það, hvort bjóða eigi þessar tryggingar út, sem eftir eru eða semja við t. d. Brunabótafélag Íslands um að taka að sér tryggingar fyrir ríkið. Það er algild regla hjá öðrum þjóðum, að ríkið hafi afar lítið af sínum eignum í tryggingu, og reynslan hér sannar, að það muni henta betur heldur en það form, sem við nú höfum.

Þá hefur verið unnið á vegum fjárlaga- og hagsýslustofnunarinnar að endurskoðun á rekstri stórra ríkisstofnanna eins og Pósts og síma, Ríkisútvarpsins og Tryggingastofnunar ríkisins.

Öll þessi starfsemi er mjög vinnufrek, og hefur verið horfið að því ráði, eins og kemur nú fram í fjárlagafrv., að fá sérstakar skrifstofur, sem taka að sér slíkt verk, til þess að vinna að þessari endurskoðun, en hagsýslan veitir því forstöðu.

Þau vinnubrögð hafa verið upp tekin í sambandi við hagsýslustarfsemi í athugun á stofnunum, að fulltrúi frá stofnuninni hefur verið í þeirri nefnd, sem unnið hefur að því, ásamt mönnum úr viðkomandi stjórnardeild og fjárlaga- og hagsýslustofnun. Þessi vinnutilhögun mun án efa gefa mikla og góða raun, en að sjálfsögðu tekur það sinn tíma að ná verulegum árangri í svo umfangsmiklum verkefnum eins og að endurskoða rekstur stofnana, eins og Pósts og síma, Ríkisútvarps — hljóðvarps og sjónvarps — og Tryggingastofnunar ríkisins, og fleira mætti nefna.

Í næstu verkefnum hagsýslunnar mun svo rekstur ríkisspítalanna verða tekinn fyrir, og er það mikið verk, sem ekki vinnst á fáum dögum. En sama tilhögun verður höfð um þau vinnubrögð og ég lýsti hér að framan.

Eins og ég gat um fyrr í ræðu minni, keypti Ríkisprentsmiðjan Gutenberg nýja prentsmiðju í sumar, og hefur hagsýslan unnið að því ásamt iðnrn. að skipuleggja verkefni Gutenberg á þessum ný,ja stað og tengja ríkisfyrirtæki við rekstur þeirrar prentsmiðju.

Auk þeirra verka, sem hér hafa verið nefnd, hefur verið sótt um það að hálfu sjútvrn., að athugun yrði gerð á rekstri Hafrannsóknastofnunarinnar og Síldarverksmiðja ríkisins, og einnig af hálfu utanrrn. að gera athugun á rekstri Keflavíkurflugvallar. Öll þessi verkefni verða unnin með þeim hætti, sem ég gat um áðan.

Þá hefur verið unnið að því að athuga vinnu við boðun í sambandi við Sakadóm Reykjavíkur. Munu tillögur liggja fyrir í næsta mánuði, hvaða úrbætur þar væri hægt að gera. En það er gert ráð fyrir því, að þær muni leiða til þess, að hægt verði að draga úr kostnaði í sambandi við það embætti.

Þá er unnið að því að athuga starfsemi Jarðborana ríkisins, en það er, eins og kunnugt er, mikil starfsemi, og er full þörf á því að reyna að skipuleggja hana sem best.

Í heimildagrein fjárlaga yfirstandandi árs er heimild handa ríkisstj. til þess að taka lán til kaupa á sameiginlegu húsnæði fyrir nokkrar ríkisstofnanir. Unnið hefur verið að því að athuga þetta, og er þá haft í huga að sameina á einn stað öryggiseftirlit ríkisins, Brunamálastofnunina, Löggildingarstofuna og Rafmagnseftirlit ríkisins. Þeim, sem að þessu hafa unnið, virðist aðgengilegast að byggja ofan á húsið við Grensásveg tvær hæðir til að fullnægja húsnæðisþörf þessara stofnana, en þessi bygging mundi gera meira en að þjóna því. Það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um framkvæmd á þessu verki, en það kemur mjög til athugunar, að það verði gert.

Eitt af því, sem hv. þm. hafa fengið á borðin til sín, er skýrsla um nefndir, sem störfuðu á árinu 1972. Fjöldi þeirra nefnda, sem störfuðu á árinu 1972, var 440. Fjöldinn árið áður var 421. Fjölgunin er því 19 nefndir.

Hreyfing innan einstakra ráðuneyta er sem hér segir, og er þar átt við hreyfingu, sem er frá árinu 1971 til ársins 1972:

1.

Forsætisráðuneytið

+

2

2.

Menntamálaráðuneytið

(stóð í stað, 126 nefndir bæði árin)

3.

Utanríkisráðuneytið

+

1

4.

Landbúnaðarráðuneytið

÷

5

,5.

Sjávarútvegsráðuneytið

+

4

6.

I)óms- og kirkjumálaráðun.

+

8

7.

Félagsmálaráðuneytið

1

8.

Fjármálaráðuneytið

1

9.

Heilbrigðis- og tryggingamálarn.

+

3

10.

Samgönguráðuneytið

(stóð í stað, 22)

11.

Iðnaðarráðuneytið

+

10

12.

Viðskiptaráðuneytið

2

13.

Hagstofa Íslands

(stóð í stað, 2 nefndir)

Hreyfing milli árana 1971–72 því + 19 nefndir.

Einnig var athugað núna í fyrsta skipti, hvað raunverulega væru margar nefndir af þeim fjölda, sem starfaði á árinu, sem voru að störfum í árslok. Reyndust þær vera 335. Sambærileg tala frá fyrri árum er ekki fyrir hendi. Þessi síðarnefnda tala gefur hins vegar raunhæfari mynd af fjölda nefnda, því að hún segir, hve margar nefndir eru starfandi á ákveðnum tíma. Verður þessari reglu fylgt framvegis.

Árið 1972 reyndist heildarkostnaður þessara nefnda, stjórna og ráða samtals 60 577 þús. kr. Til samanburðar við árið 1971 var þessi kostnaður 45 779 þús. kr. Hækkunin nemur 32.3%.

Með lögum nr. 96 frá 27. des. 1971 var eignum og skuldum allra sjúkrasamlaga í landinu skipt milli ríkis og viðkomandi sveitarsjóða. Þá voru í landinu 259 sjúkrasamlög. Uppgjör þessara samlaga hafa starfsmenn Ríkisendurskoðunar yfirfarið og gert skiptingu þá, sem að ofan greinir.

Við stofnun sýslusamlaga færast bókhald og fjárreiður þeirra, þ. e. sjúkrasamlaga til embættis sýslumanna. Hefur ríkisendurskoðun og ríkisbókhaldið skipulagt framkvæmd þessara mála hjá viðkomandi embættum. Hér er um allmikið starf að ræða. Sú deild ríkisendurskoðunar, sem hefur með embættiseftirlit að gera, mun sjá um endurskoðun sjúkrasamlaga.

Úttektir á embættum, sem gerðar eru í hvert sinn, er embættismannaskipti verða, hafa verið 7 á þessu ári, auk þess að álíka markar skyndikannanir hafa verið gerðar hjá öðrum embættum.

Tollendurskoðun hefur verið með sama hætti og áður, en verulegur þáttur í henni er endurgreiðsla vegna tollfrjálsra framkvæmda. Má þar nefna allar stórvirkjanir, og endurgreiðslur vegna útflutnings iðnaðarvara, en þessi þáttur mun væntanlega aukast vegna aukinnar sölu íslenskrar iðnaðarvöru erlendis.

Ríkisendurskoðun og ríkisbókhaldið hafa samvinnu um að aðstoða stærri stofnanir ríkisins við að hagnýta tölvutækni í sambandi við bókhald. Nú er bókhald Vegagerðar ríkisins í þessari athugun, og er stefnt að því, að það fari í tölvu um næstu áramót.

Ríkisendurskoðunin stefnir að því, að endurskoðun ársreiknings ríkisstofnana verði að mestu lokið í októbermánuði, næst á eftir er reikningsárinu lýkur. Í því sambandi hefur verið fengin aðstaða hjá ríkisféhirði til athugunar á útgreiðslum, áður en þær eru inntar af hendi. Verður sá háttur á hafður frá næstu áramótum.

Eins og fram kemur í yfirliti um verklegar framkvæmdir í grg. fjárlagafrv. verða opinberar framkvæmdir, sem fjármagnaðar eru með lántöku á vegum Rafmagnsveitna ríkisins, 389 millj. kr. á næsta ári, auk þess stofnlína frá Suðurlandi til Norðurlandsins 200 millj., sveitarafvæðing 110 millj. kr., auk þeirra framkvæmda, sem teknar eru beint inn í fjárlagafrv. Þessu til viðbótar er svo getið hér um framkvæmd við Sigölduvirkjun upp á 1339 millj. kr.

Auk þeirra opinberu framkvæmda, sem fram koma í fjárlagafrv. og gerð er grein fyrir í athugasemdum og sérstökum yfirlitum og ég hef þegar greint frá, hverjar séu, gæti ríkisstj. þurft að afla sérstaks fjár til tveggja meiri háttar framkvæmda á árinu 1974. Hin fyrri er bygging járnblendiverksmiðju á Grundartanga við Hvalfjörð. Ef samkomulag verður við ameríska félagið Union Carbide, hefst á næsta ári bygging húsa og hafnarmannvirkja vegna járnblendiverksmiðjunnar á þessum stað. Enn liggja ekki fyrir nákvæmar áætlanir um áfangaskiptingu þess verks, en talið er, að heildarframkvæmdir ársins 1974 geti numið 300–500 millj. kr. Hlutur íslenska ríkisins í fjármögnun þessa áfanga gæti orðið ½ hlutar, sem að mestu yrði tekið að láni. Þá eru í athugun og undirbúningi framkvæmdir vegna byggingar þangverksmiðju við Breiðafjörð, sem gert er ráð fyrir að verði staðsett á Reykhólum. Niðurstöður rannsóknanna liggja ekki nógu skýrt fyrir enn, en ef af framkvæmdum yrði, sem gert er ráð fyrir, má. gera ráð fyrir því, að ríkissjóður yrði að fjármagna af eigin fé um 100 millj. kr. á árinu 1974. Það eru þeir liðir í framkvæmdinni, sem að því sneru, svo sem hafnargerð, vegagerð og e. t, v. eitthvað fleira.

Væntanlega verður þessum málum það langt á veg komið, að hægt verði að afgreiða þau við endanlega afgreiðslu fjárlaga.

Þá koma fram í frv. till. um, hvernig fjármögnun á þeim hluta opinberra framkvæmda, sem frv. tilheyra, á að gerast. Gert er ráð fyrir því, að endurgreidd eldri spariskírteini verði 360 millj. kr., verðbréfaútgáfa 430 millj. kr., þ. e. spariskírteini, happdrættisskuldabréf, og erlendar lántökur vegna hafnanna á Suðurlandi og hraðbrauta verði 338 millj. kr.

Ég vil í sambandi við þetta vekja athygli á því, að ekki virðist vera unnt að selja meira af spariskírteinum og happdrættisskuldabréfum á innlendum markaði á næsta ári en hér er gert ráð fyrir, ef ekkert verður að gert í sambandi við lífeyrissjóðina. Það hafa staðið yfir samningar á þessu ári við lífeyrissjóðina um ráðstöfunarfé þeirra. Það vex mjög ört ár frá ári. Eitt er víst, að þeir lífeyrissjóðamenn hafa verulegan áhuga á því að verðtryggja sínar eignir, og þess vegna virðist mér, að það ætti að vera möguleiki til þess að ná góðu samkomulagi um, að ákveðinn hluti af ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna gengi til þess að fjármagna ríkisframkvæmdirnar og til lánasjóða á vegum ríkisins, sem lána fé til uppbyggingar í atvinnulífinu, og yrði í leiðinni að semja um þá verðtryggingu að fjármunum þessum vegna lífeyrisþeganna, sem eiga að njóta þeirra í framtíðinni.

Frá mínum bæjardyrum séð á þetta ekki að vera minna áhugamál fyrir þá, sem fyrir lífeyrissjóðunum standa, heldur en fyrir hina, sem fjárins þurfa að njóta. Hér er um stórmál að ræða, sem verður að leysa báðum aðilum til hagsbóta, helst með samkomulagi.

Þessu til viðbótar sem hér hefur verið nefnt, er svo augljóst, að enn á eftir að útvega verulegt fjármagn til vegagerðarinnar og til húsnæðismálanna. Verkefni í þeim efnum eru að sjálfsögðu mikil. Auk þessa liggur ekki enn þá fyrir þörf fjárfestingarlánasjóða til útvegunar fjármagns vegna starfsemi sinnar á næsta ári. Framkvæmdastjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins er þegar farin að vinna að þessu verki, að athuga möguleika á því, hvað fjárþörf fjárfestingarlánasjóðanna verður mikil á árinu 1974. Það verk var ekki það langt á veg komið, að þeir teldu sér fært að gera tillögu um fjárútvegun til sjóðanna nú. En væntanlega verður lögð fyrir þingið sérstök skýrsla um lánsfjárþörf fjárfestingarlánasjóðanna á næsta ári, áður en þetta frv. verður afgreitt. Þá verður einnig reynt að gefa heildaryfirlit um lánsfjáröflun hins opinbera, bæði á heimamarkaði og erlendis, á næsta ári. Að því er stefnt að móta heildarstefnu í þessu efni fyrr næsta ár en verið hefur undanfarandi ár, og einn þáttur þess verks, er að fjárlagafrv. og framkvæmdaáætlun er nú eitt og sama málið.

Í ræðu minni hér að framan hef ég gert grein fyrir ríkisreikningnum 1972, afkomu ársins 1973 fram til 1. okt. og fjárlagafrv. og framkvæmdaáætlun fyrir árið 1974. Ég sé því ekki ástæðu til að fara frekar út í það, enda vona ég, að sú grein, sem ég hef þegar gert fyrir þeim þáttum, nægi. Hins vegar vil ég nú taka einstaka málaflokka.

Þá verða fyrst fyrir mér tekjuöflunarmál ríkissjóðs.

Eins og kunnugt er, var það eitt af fyrstu verkum mínum sem fjmrh. að skipa nefnd til að endurskoða tekjuöflunarkerfi ríkisins. Ástæðan til þess, að ég taldi þörf á því að hefja þetta verk þá þegar, var sú, að skattalög þau, sem samþykkt voru vorið 1971 á hv. Alþingi, voru með þeim hætti, að ég vildi ekki búa við þau við tekjuöflun á árinu 1972.

Önnur ástæðan var sú, að fyrir dyrum stóð að endurskoða tekjuöflunarkerfið, m. a. vegna þeirra samninga, sem búið var að gera við EFTA-löndin. Það lá líka í loftinu, að við mundum leita eftir viðskiptasamningum við Efnahagsbandalagið. Það var yfirlýst stefna núv. ríkisstj. að gera það. Þetta hlaut að leiða til þess, að tolltekjur yrðu ekki eins afgerandi í tekjuöflun ríkissjóðs og þær höfðu áður verið.

Fyrsti þáttur 3 breytingum á tekjuöflun ríkissjóðs var gerður með skattalögunum, sem samþykkt voru á hv. Alþ. snemma á árinu 1972 og oft hafa verið hér til umræðu. Höfuðbreytingin með þeirri skattalagagerð var sú, að felldir voru niður persónuskattar, sem áður höfðu verið greiddir vegna almannatryggingakerfisins og sjúkrasamlagskerfisins, alveg án tillits til þess, hvort hlutaðeigandi hafði nokkrar tekjur eða ekki til þess að standa straum af þessum sköttum. Áður hafði ríkisstj. verið búin að taka ákvörðun um að fella niður námsbókagjaldið, svo með þessu var mörkuð sú stefna, að nefskattaleiðin yrði ekki valin.

Í öðru lagi voru þessi skattalög byggð upp á því, að verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga var verulega breytt og tekjustofnalög sveitarfélaga, sem voru afgreidd samhliða, ákváðu nýja skiptingu, í tekjustofnamörkun vegna sveitarfélaganna, sem skattalögin báru svip af.

Ég ætla ekki nú að ræða um skattalög þessi frekar að sinni, en mun gera það seinna í ræðu minni.

Í framhaldi af þessu hefur svo staðið yfir áframhaldandi vinna í endurskoðun laga, er varða tekjuöflun ríkisins og hefur þessi vinna miðast við það, að gera heildarskýrslu um alla tekjustofna ríkissjóðs og gera grein fyrir þeim, bæði með kostum þeirra og göllum og út frá þeim ábendingum, vegna þeirra breytinga sem þörf er á, svo og er það hlutverk þessarar skýrslu að gera stefnumörkun auðveldari. Þetta verk er nú það langt komið, að gert er ráð fyrir, að nefndin skili skýrslunni fullfrágenginni upp úr næstu mánaðamótum.

Ríkisstjórnin hefur ákveðið í samráði við nefndina að afhenda skýrsluna öllum stjórnmálaflokkum, þegar hún er tilbúin. Þeim mun verða afhent þessi skýrsla sem trúnaðarmál, sem ekki er gert ráð fyrir að verði farið með í blöð eða útvarp, heldur verði hún til leiðbeiningar við þá vinnu, sem stjórnmálaflokkarnir vilja leggja í tekjuöflunina.

Það er augljóst þeim, sem til þekkja, að hér er búið að vinna mikið starf, og e. t. v. hefur mörgum fundist það ganga hægara en ástæða hefði verið til. Það má segja með réttu, að það hefur gengið hægara en þörf hefur verið. Hins vegar var það svo við umræður um skattalögin, sem gilda um tekju- og eignarskatt, að þá var falið, að of miklum hraða hefði verið beitt við undirbúning og vinnu að þeim lögum. Þá þarf engan að undra, þó að það taki mikinn tíma að vinna þetta mál sem heildarmál, eins og nefndin hefur gert. Því má svo bæta við, að allir eru þessir nefndarmenn yfirhlaðnir störfum, og ýmsum kann að þykja það skrýtinn vinnuháttur að þurfa endilega að nota slíka menn til þess að inna af hendi slíkt verk sem þetta. En það stafar af því, að þeir búa yfir þekkingu og reynslu í sambandi við þessi mál, og þá þekkingu og reynslu viljum við hagnýta okkur í sambandi við slíkan lagabálk sem þennan:

Ég mun nú gera nokkra grein fyrir afstöðu minni til ýmissa þátta þessa máls, en ríkisstj. hefur ekki tekið formlega afstöðu til málsins, sem ekki er heldur von, vegna þess að málið er ekki komið á það stig, að til þess gæti komið.

Hins vegar hefur verið tekin ákvörðun um það í ríkisstj., að tollskráin hefur verið tekin til endurskoðunar, og auk þess sem tollar verða lækkaðir vegna EFTA- og EBE-aðildar, þá verða tollar einnig lækkaðir gagnvart iðnrekstrinum, bæði að því er varðar vélar til iðnaðarins og einnig hráefniskaup. Er gert ráð fyrir að fella niður við áramótin næstu, helminginn af þessum tollum iðnaðarins, og í ársbyrjun 1976 verða tollarnir felldir alveg niður. Þetta er gert til þess að gefa íslenskum útflutningsiðnaði forskot í samkeppni við erlenda iðnaðinn, og reyndar er þetta gert til þess að gefa öllum íslenskum iðnaði forskot gagnvart þessum erlenda keppinaut sínum. Þessi ákvörðun liggur þegar fyrir, og hefur verið unnið að því að semja frv. til breytinga á tollskránni í samræmi við þessa ákvörðun, sem verður einn þáttur í heildartekjubálki ríkisins.

Þá kemur það og til athugunar, hvernig við eigum að meta stöðu okkar gagnvart þeim þjóðum, sem við erum ekki samningsbundnir við í bandalögunum, eins og EFTA og Efnahagsbandalaginu, í sambandi við þær þjóðir, sem eru helstu kaupendur að útflutningsvörum okkar, orkar það ekki tvímælis, að við getum ekki hugsunarlaust gengið fram hjá því, að þær kaupa okkar útflutningsvörur og eru góðir viðskiptaaðilar, eins og Bandaríkin og Sovétríkin, og það hlýtur að koma til þess, að þegar tollalækkunin fer að verða veruleg gagnvart löndum í Efnahagsbandalaginu og EFTA, þá verður að horfa á þennan þátt viðskiptamálanna með raunsæi og meta, hvað við getum gengið langt í því að tolla vörur eða innflutning frá þessum löndum.

Í þessu sambandi koma til athugunar hæstu fjáröflunartollar, sem við búum að nú. Þess vegna verðum við að miða að uppbyggingu á tekjuöflunarkerfi ríkisins með þeim hætti, að það feli í sér möguleika til að mæta slíkri breytingu, sem verður í rýrnun tolltekna.

Annar þáttur í óbeinum tekjustofnum er söluskatturinn, sem hefur verið notaður hér nokkurt skeið og verður hækkaður að þessu sinni. Það hafa oft orðið umræður um söluskattinn sem tekjustofn, og hafa ekki allir verið á eitt sáttir um það, hversu heppilegur hann væri. Ekki orkar það tvímælis, að eftir því sem hann verður hærri, verður hættan á undandrætti meiri. Söluskatturinn hefur ekki heldur innibyggt í sér eftirlitskerfi, sem slíkur skattur þyrfti í raun og veru að hafa, til þess að eftirlitið væri nógu gott. Það er mitt álit, að innheimta á söluskatti hafi batnað á síðari árum og undanbrögð í söluskattinum séu nú orðin minni en áður var. Tel ég, að mánaðarleg innheimta á skattinum stuðli að því. Hitt mun þó ljóst vera, að einhver undanbrögð eru enn þá og kannske meiri en maður hyggur, þó að skoðun mín sé að nokkru leyti á rökum byggð. Ég hef því lagt áherslu á það, að jafnhliða því, sem söluskatturinn er athugaður sem sá tekjustofn, sem tæki við af tolltekjunum, þá yrði athugaður virðisaukaskatturinn, sem nágrannar okkar á Norðurlöndunum eru farnir að nota í ríkum mæli. Ég held, að það muni sýna sig, að það verði afar erfitt fyrir okkur í framkvæmd, sérstaklega gagnvart okkar útflutningsiðnaði, að búa við annað skattakerfi óbeinna skatta heldur en nágrannar okkar. En það mun sýna sig þegar fram í sækir, að óbeinu skattarnir geta einnig orðið óvinsælir, ekki síst þegar þeir fara að vera háir, en slíkur skattur yrði að vera það, ef hugsanlegt er, að hann leysi tollana verulega af hólmi.

Mitt mat er það, að virðisaukaskatturinn muni henta okkur betur en söluskatturinn til að taka við því, sem aðflutningsgjöldin rýrna. Ég álit hins vegar, að það geti ekki komið til mála, að virðisaukaskatturinn geti komið til framkvæmda, hvorki á árinu 1974 né 1975. Ég tel hins vegar þörf á, að hann verði undirbúinn á þessu þingi, og tel mjög æskilegt að leita eftir samstöðu allra þingflokka um þetta mál, því að hér er um að ræða breytingu, sem við verðum að gera á okkar tekjuöflunarkerfi vegna samninga og vegna þeirra breytinga, sem eru að verða umhverfis okkur.

Ég tel því nauðsyn bera til, að samstaða verði um þennan skatt. Mín hugmynd er sú, að hann komi ekki til framkvæmda fyrr en 1. jan. 1976. Ég held, að það muni reynast betra til þess að tryggja framkvæmd hans. Ég veit að vísu, að það form að endurgreiða skattinn er vinnufrekt og verður án efa nokkuð erfitt til að byrja með. En hann hefur í sér fólgið visst eftirlit, sem okkur sem öðrum er nauðsynlegt að hafa í slíku skattakerfi, og mun reynast atvinnurekstrinum betur og forða frá tvísköttun.

Þetta vildi ég segja sem mína skoðun á þessum tekjustofni. Ég tel, að hann eigi að leysa af hólmi söluskattinn og tolltekjur að vissu marki. Þangað til þessi breyting verður komin í framkvæmd, verðum við að nota söluskattinn í ríkara mæli en við gerum nú til þess að jafna metin vegna þeirrar rýrnunar, sem verður á aðflutningsgjöldunum, og einnig ef verður horfið að því ráði að draga úr tekjuskatti, sem ég mun ræða um síðar.

Annar þáttur í tekjuöflunarkerfinu, sem ég tel hina mestu nauðsyn, að horfið verði frá, eru hinir fjölmörgu smáskattar. Það hefur verið nokkuð áberandi hér á hv. Alþingi, að það hefur verið aflað tekna til þessa og hins með því að hnýta ofan á tekjustofn, sem fyrir er, eða búa til nýjan skattstofn, sem hefur gefið óverulegar tekjur. Oftast hafa þessir skattar verið markaðir til ákveðinna verka, og þannig hefur stjórn fjmrn. á meðferð ríkisfjármála og Alþingis verið af þeim tekin með þessari ákvörðun, jafnvel þó að Alþingi hafi í þessum tilfellum afvopnað sig sjálft.

Það eru 60 smáskattar. Af þeim eru 20, sem gefa 5 millj. kr. tekjur eða lægra hver fyrir sig, 15 gefa 5–25 millj. hver skattur og 6, sem gefa 25–70 millj. kr. Sumir þessara skatta gefa aðeins hundruð þúsunda eða milljón, og sjá allir, eins og nú er komið, hvaða ástæða er til að vera með svona skattafargan. Þess vegna ber brýna nauðsyn til þess að reyna að sameina þessa skatta sem mest eða fella þá niður og taka upp tekjuöflun í stærra mæli. Smáskattarnir skapa óhemjumikla vinnu, bæði við útskrift og innheimtu, fyrir utan leiðindin af þessu smáskattafargani. T. d. eru skattar eins og skoðunargjald bifreiða, sem er ekkert nema öryggiseftirlit, þungaskattur af bensínbifreiðum, og fleira mætti nefna. Það mætti meira að segja halda því fram með rökum, að það væri eðlilegra að hækka bensínskattinn heldur en að viðhalda gúmmígjaldinu, vegna, þess að gúmmíið er svo mikið öryggistæki bifreiðanna, að nauðsyn ber til, að bifreiðastjórar spari það ekki um of. Þetta er auðvitað aðeins lítið dæmi af mörgum, en allt er þetta í sömu áttina, að það hefur verið hlaðið einum skatti ofan á annan, eins og t. d. byggingasjóðsgjaldi ofan á eignarskatt, miðagjaldi til Menningarsjóðs, sem er eitthvað um 4 millj. kr. og menn láta af hendi, ef þeir fara inn á veitingahús, og ýmsir svona smáskattar eru mjög þreytandi og leiðinlegir.

Ef það er vilji hv. alþm. að ganga í tekjuöflunarkerfi ríkisins með þeim hætti, að raunverulega sé horfið frá þeim frumskógi, sem það er, og gera það einfalt, þá á að sameina verulegan hluta af smásköttum, sem nú eru, eða fella þá niður. Tekjustofnarnir eiga fyrst og fremst að vera stórir. Þetta vildi ég segja um það atriði, er að skattalögunum lýtur.

Ég vil svo segja það, að það sé eðlilegt að halda áfram tekjustofni eins og sköttum í sambandi við bifreiðar, en þeir þurfa ekki að vera eins margir og þeir eru nú.

Um þann þjónustuþátt í starfsemi ríkisins, sem er seldur að nokkru leyti, finnst mér, að annaðhvort verði að koma til, að salan sé með þeim hætti, að það borgi kostnaðinn við að vinna verkið, eða þá sé ekki verið að láta koma til greiðslu. Ég tel líka eðlilegra í sambandi við launaskattinn, að teknar séu þær tekjur, sem nú eru innheimtar með slysatryggingagjaldi, lífeyristryggingagjaldi og iðgjaldi til atvinnuleysistrygginga. Eðlilegt er að sameina þessa tekjuöflun launaskatti, sem ég tel að eigi að halda, ef þessir tekjustofnar væru sameinaðir. Væri það mikil framför og vinnusparnaður í framkvæmd álagningar og innheimtu þeirra.

Þá er ég kominn að því að ræða um tekju- og eignarskatt. Þessi tekjustofn er gamall, átti 50 ára afmæli hér á landi 1971. Ég er ekki nógu kunnugur þessu, t. d. í Evrópulöndum, en þó hygg ég, að tekjuskattur sé alls staðar notaður og víðar í ríkara mæli en nú er hér. Hér er um að ræða, hvort beinir eða óbeinir skattar eigi að vera notaðir og að hve miklu marki hugsunin með tekjuskattinum sem stighækkandi skattstofni er eðlileg og rökrétt. Ég held, að ef að því væri horfið að leggja tekjuskattinn að mestu leyti niður, þó að það væri talað um að hafa hann á broddunum til að byrja með, þá mundi það fara svo, að hann mundi hverfa þaðan líka, eða þá að broddarnir sæktu þá það mikið í að fá laun sín hækkuð vegna skattsins, að hann yrði skrípamynd sem jöfnunartæki.

Ég vek athygli á því, að eins og nú er háttað hér í þessu þjóðfélagi, þá er ekki um neitt annað jöfnunartæki að ræða en tekjuskattinn í tekjuskiptingu á milli manna. Því er þannig farið með almannatryggingarnar, eftir að viðreisnarstjórnin ákvað að gera fjölskyldubæturnar að þætti í niðurgreiðslukerfinu til þess að halda vísitölunni í skefjum, að þá var jöfnunin búin í þessari stofnun. Það er alveg sama, hvort við eigum einn krakka eða 10, það er að vísu tíu sinnum hærri upphæð, sem maður fær í peningum vegna tíu barna, en það er jafnt á hvert barn, en er ekki tekið neitt stighækkandi vegna barnafjöldans. Það er ekki heldur neitt tillit tekið til efnahags í sambandi við fjölskyldubæturnar. Þær eru í okkar þjóðfélagi núna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, aðeins þáttur í að halda vísitölunni í skefjum, og þarf enginn öðrum að lá í því. Ekki síst geta þeir láð öðrum, sem tóku upp þennan hátt, að gera fjölskyldubæturnar frádr.hæfar gagnvart vísitölu.

Sama er að segja um ellilaunin. Þau eru öllum greidd, þegar þeir eru komnir á þann aldur, alveg án tillits til þess, hvort þeir hafa margföld eftirlaun, þannig að launatekjur verða aldrei meiri en þegar þeir eru hættir að vinna, eins og dæmi eru til um, jafnt og til þeirra, sem hafa sama og engin lífeyrisréttindi, eins og hefur verið með fjöldann af hinum almenna borgara fram til þessa. Þetta er því ekki jöfnunartæki. Það eina, sem er jöfnunartæki í sambandi við tryggingarnar nú, er lágmarkstekjutryggingin, að enginn þegn í þessu þjóðfélagi fái lægri fjárhæð en lágmarkstryggingin gerir ráð fyrir. Meðan svo er, þýðir ekki annað en gera ráð fyrir því, að tekjuskattur verði notaður sem jöfnunartæki.

Nú er það svo, hverju svo sem menn vilja halda fram hér í hv. Alþingi eða annars staðar í sambandi við þennan skatt, að beinir skattar eru hlutfallslega minni hluti af tekjum ríkisins og sveitarfélaganna hér á landi en gerist með öðrum þjóðum, eins og Norðurlandaþjóðunum og Bretlandi. Með þessu er ég ekki að segja, að ég sé ekki reiðubúinn til þess að draga úr beinum sköttum. Ég tel, að það eigi að gera það. Það sem er höfuðvandinn við tekju- og eignarskattinn, er að fá hann réttlátan, þ. e. að skattþegnarnir greiði í hlutfalli við sínar tekjur, en það séu ekki aðrir að greiða skattinn fyrir þá. Um þetta getum við að vísu óendanlega deilt, og deilurnar þurfa ekki að vera réttmætari en álagning skattsins. Hins vegar er ég sannfærður um það — og alltaf að verða betur og betur sannfærður um það, eftir því sem ég kynnist þessum málum betur og hugsa meira um þau, að ein ástæðan fyrir því, að skattsvik eru, eru þeir endalausu frádráttarliðir, sem heimilaðir eru samkvæmt lögum vegna þessa eða hins og gera álagninguna og skattheimtuna miklu ójafnari en hún að öðrum kosti yrði.

Það er ekki því að neita, að það hefur verið látið undan þessum í dag og hinum á morgun um sérstakan frádrátt til skattfríðinda, og það hefur að sjálfsögðu gert sitt til þess að koma fyrir löglegum skattsvikum í ríkum mæli, auk þess sem slík framkvæmd leiðir af sér óskaplega mikið misræmi — á milli þeirra, sem njóta flestra eða allra hlunnindanna í frádráttarliðunum, og hinna, sem njóta einskis þar að lútandi. Ég er orðinn sannfærður um það, að ein besta leiðin til þess að gera tekjuskattinn réttlátan er brúttóskattur. Frádráttarreglurnar eru reglur til þess að koma við skattsvikum. Ég vil líka segja það, að með því móti vex sá tekjustofn, sem skatturinn er á lagður, svo mikið, að skatturinn í heild verður miklu lægri prósenta af heildartekjum manna en ella mundi verða. Mismuninn, sem á að gera í sambandi við þau atriði, sem þarf að mismuna, á að gera í skattinum, eftir að hann hefur verið á lagður, en ekki frádrætti, áður en skattlagning fer fram. Þetta er regla, sem ég er sannfærður um, að á eftir að sanna gildi sitt, ef hún verður notuð. Það er svo merkilegt með okkar gömlu forfeður, að þeir voru fundvísir á fleira en falleg bæjarnöfn og góð bæjarstæði. Þeir voru einnig fundvísir, þegar þeir fundu upp regluna um skattaálagningu eftir efnum og ástæðum. Ég veit að vísu, að það er ekki hægt að koma því við í þeim mæli, sem þeir gerðu, en það er hægt að nálgast það með því að gera tekjuskattinn að meiri brúttóskatti en nú er og frávikin eftir skattlagninguna — ekki fyrr.

Ég vil líka segja það, að það skiptir verulegu máli, hvernig að er staðið í sambandi við skattsvik. Mitt mat er það, að til þess að komið sé í veg fyrir skattsvik, svo að marki sé, þá verði að gera skattsvik að viðurlögum eins og um fjársvik væri að ræða, það verði að líta á þau eins og litið er á fjármuni, sem teknir eru ófrjálsri hendi. Ef slík refsiákvæði væru sett inn í skattalögin, mundi margt breytast í landi okkar. Ég lít líka svo á, að það sé eðlilegt að birta nöfn þeirra, sem svíkja undan skatti, ef þar er um nokkra verulega upphæð að ræða. Ég álít ekki, að það eigi að fara niður í smæstu einingar þar um, en þetta hvort tveggja tel ég eigi að gera þegar um meiriháttar mál er að ræða. Ég tel líka, að upp í okkar nýja tekjuöflunarkerfi eigi að koma hagnaður af eignum, sem verður til fyrir áhrif hins opinbera eða breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu, þ. á m. um sölu lands í okkar þjóðfélagi. Þetta álít ég að verði að og lóða og lendna, sem er að verða alvarlegt í okkar þjóðfélagi. Þetta álít ég að verði að vera skattskylt og svo geti farið með fleiri sölur, en að sjálfsögðu verður í því sambandi að taka tillit til verðbreytinga og annars, er máli skiptir þar um.

Ég segi það, að ég er til viðtals um það að lækka tekjuskattinn sem tekjustofn ríkisins að einhverju marki. Hins vegar geri ég það ekki sem fjmrh., nema það sé tryggt að fá tekjur á móti. Ég geri það ekki heldur nema það sé tryggt, að þær séu jafngildar tekjunum, þannig að sá tekjustofn eða tekjuinnheimta hafi ekki áhrif á verðlagsvísitölu eins og nú er. Mér finnst, að þeir, sem hafa rætt um tekjuskattinn og býsnast yfir honum, hafi alveg gleymt því, að stjórnvöld hafa ekkert val í sambandi við tekjuskattinn, meðan hann er óháður verðlagsvísitölu, en aðrir óbeinir skattar fara beint inn í hana. Þess vegna álít ég, að launþegarnir geri sér stórtjón, ef þeir átta sig ekki á þessu, að þetta tvennt verður að fara saman, og þá er hægt að meta álagningu skattanna út frá nýjum forsendum, eftir að slík breyting hefur átt sér stað.

Allt þetta er þáttur í því, sem nefnd sú, er vinnur að tekjuöflun ríkisins, setur fram, svo að auðvelt sé að meta.

Þá tel ég einnig, að það komi mjög til álita að breyta lögum um erfðafjárskattinn með þeim hætti, að það sé litið á það, hver njóta skal. Ef um er að ræða fjársterka menn, þá álít ég, að slíkur skattur eigi að vera hærri en að öðrum kosti, ef um ekkjur og börn er að ræða eða fjárlitla viðtakendur.

Í sambandi við tekjuskattinn og útsvörin hefur mikið verið rætt um staðgreiðslukerfi skatta. Nú er ég einn af þeim, sem sjálfur hef haft á því nokkurn áhuga og talið, að í okkar sveiflukennda þjóðfélagi bæri nauðsyn til að haga skattheimtunni á þann veg. Með breytingunni á skattalögunum, sem gerð var á Alþingi á s. l. vetri, var þetta svið mjög mikið rýmkað, svo að hægt er að komast langleiðina, ef ekki er um verulega sveiflukenndar tekjur að ræða. Hins vegar um algjöra staðgreiðslu, þá eru misjafnar sagnir af slíku kerfi. T. d. kynnti ég mér það í Danmörku, að reynsla Dana er mjög slæm í sambandi við staðgreiðslukerfið, svo að þeir vöruðu okkur mjög við að fara út í það, ef við værum ekki búnir að gera það, eða a. m. k. að hugsa okkur vel um. Ég álít, að við verðum að gera það og reyna að nálgast þetta kerfi eins og framast er kostur. Ég held t. d., að það hefði verið nauðsynlegt að hafa það í framkvæmd í vetur og vonandi á næstu árum í sambandi við loðnuskipstjórana. Kemur það auðvitað ekki að sök, ef loðnan heldur áfram að veiðast, heldur ef hún gerir það ekki, og ekki heldur ef skipstjórarnir halda áfram að starfa sem skipstjórar, en hætti þeir, þá eru þeir í verulegri hættu, þegar þeir greiða skattana eftir á.

Ég þekkti dæmi um síldarskipstjóra, sem ekki hafði brúttótekjur eins háar og skattinn, og það var fyrir nokkrum árum, nokkru áður en ég varð fjmrh. Ýmis ævintýri hafa því gerst í sambandi við skatta fyrr og nú. Þess vegna álit ég, að við eigum að stefna að skattheimtu með þeim hætti, að sem minnstar sveiflur þurfi að vera í henni, og því sé eðlilegt að láta Hagrannsóknastofnunina reikna í byrjun hvers árs, hvað hún álíti, að meðaltekjubreytingin hafi verið á árunum á undan og að sé stefnt. Þá álít ég, að við þurfum að taka mjög til athugunar endurskoðun á tekjusköttum atvinnufyrirtækja. Það hefur heyrst mikið um það, að sum atvinnufyrirtæki telji sig ekki hafa komið vel út á s. l. ári. Ef hv. þm. hafa veitt því athygli eða kynnt sér það, þá kemur í ljós, að það eru sterkustu og efnuðustu og best settu fyrirtækin í landinu, sem heyrist um, að hafi verið með hallarekstur. Smærri fyrirtækin og fátækari, af þeim er betri sögu að segja. Af hverju er þetta? Þetta er vegna þess, að fasteignamatinu var breytt fyrir nokkrum árum og afskriftareglunum var breytt og þessi stóru, sterku fyrirtæki með miklar fasteignir og afskriftir geta því komið tekjum sínum vel fyrir, þó að þær séu verulega hagstæðari en áður var.

Ég hef alltaf litið á það, að aðstöðugjaldið væri ranglátur skattur eins og nefskattarnir. En hinu er ekki að neita, að sum fyrirtæki, eins og t. d. innflutningsfyrirtæki, geta komið sér vel fyrir skattalega séð, ef þau telja ekki rétt fram, því að þá eiga þau að koma með sitt fé í tekjuskattinum, vegna þess að þau hafa mjög litlar fasteignir vegna síns rekstrar, sem önnur fyrirtæki verða að hafa, sem jafna þessi met.

Á þessu vildi ég vekja athygli í sambandi við skattamálin almennt. Ég er á því, að hlutur fyrirtækjanna í skattlagningu hér á landi megi ekki minni vera heldur en hann er nú, þó að hann sé miklu meiri en hann hefði orðið samkvæmt viðreisnar-skattalöggjöfinni.

Niðurstaða samkvæmt því, sem ég hef sagt hér að framan um skattamálin, er sú:

1) Að það eigi að vera með einn lítinn lagabálk, sem innihaldi tekjuöflunarkerfi ríkisins

2) Virðisaukaskattur verði tekinn upp.

3) Tekjuskattakerfið verði endurskoðað og þar stefnt að brúttóskatti, þar sem frádráttur vegna mismunar eða ef sérstaka nauðsyn ber til, komi fram í að lækka skattinn eftir álagningu hans.

4) Athugað verði og reynt að koma við sambandi í fjölskyldufrádrætti milli tryggingakerfisins og tekjuskattsins.

5) Eignarskattur haldist.

6) Sameina þarf skattana eða leggja niður smáskatta til þess að komast út úr flækju hinna mörgu skatta og algjörlega hætta við það að gera tekjustofna með þeim hætti að bæta ofan á tekjustofn, sem fyrir er, 1 eða 2% eins og víða eru dæmi til. Yfirleitt á að gera sem minnst að því að merkja tekjustofna sérstökum verkefnum, eins og Alþingi hefur oft gert.

7 ) Ég tel líka, að það eigi að mæta skattsvikum með því að herða viðurlög við þeim, birta nöfn þeirra, sem skattsvikarar eru, ef um veruleg brot er að ræða, og að brotin geti varðað við hegningalög.

8) Ég tel líka, að eignir og tekjur verði yfirleitt að koma til framtals, annars náist ekki réttlæti í skattinum. Ég vil láta athuga það að skattleggja hjón sitt í hvoru lagi. Og ég tel, að það verði að endurskoða skattalög viðvíkjandi fyrirtækjum og reyna að tryggja, að þau ekki síður en einstaklingar skili sínu til sameiginlegra þarfa þjóðfélagsins.

Áður en ég skil við skattamálin að þessu sinni, vil ég víkja ofurlítið að skattálagningunni nú. Því hefur verið haldið fram, að skattálagning hér á landi væri mjög mikil, og hefur verið farið um það mörgum orðum. Ef litið er yfir þetta, þá er það nú svo, að hækkun á skatti á milli áranna 1970–1971 var ekki meiri en milli áranna 1971–1972. Ég vil líka vekja athygli á því, að á árunum 1967 og 1968 var skattlagningin 32% og 32.6% af þjóðarframl. bæði árin. Nú er talið að hún sé 33.5%, svo að munurinn er alls ekki meiri milli áranna 1972 og 1973. Þegar talað er um þessa ofboðslegu tekjuskatta, sem menn greiði nú, þá held ég, að mönnum gleymist persónuskattar, sem þeir greiddu áður, t. d. framlag þeirra í tryggingakerfið, eins og það var á hverjum tíma.

Ef litið er á það, hvað einstaklingarnir þyrftu að greiða í persónuskatta til almannatrygginga og sjúkrasamlaga árið 1974, ef gamla kerfið um greiðslur til trygginganna væri enn þá í gildi, eins og það var þá, 32%, sem einstaklingarnir greiddu, og 18%, sem sveitarfélögin greiddu, þá liti dæmið þannig út:

Hjón, persónuskattar :

17 000

Sjúkrasamlagsgjöld

18000

35 000

Einhleypur karlmaður, pers.

15 000

Sjúkrasamlag

9000

24 000

Einhleyp kona, pers.

11 000

Sjúkrasamlag

9000

20 000

Þannig þyrftu hjón með tvö börn í framhaldsskóla að greiða um 811 þús. kr. í nefskatta alveg án tillits til tekna sinna, ef þetta kerfi væri nú við lýði. Auk þess kæmi svo það til, að sveitarfélögin yrðu að greiða 18% af framlaginu til trygginganna. Það væri nú skv. fjárlagafrv. 700 millj. Þessu til viðbótar yrðu svo sveitarfélögin að greiða framlag sitt til sjúkrasamlaga, eins og það var áður, og það væri 450 millj. kr., vegna þess að nú greiða þau 450, eða helming af því, sem þau áður greiddu. Þannig yrðu sveitarfélögin í landinu að greiða 1150 millj. kr. í framlag til trygginganna og ná þessu af þegnum sinum, ef kerfinu hefði ekki verið breytt.

Fjárlög mundu lækka vegna framlaga frá sveitarfélögum til tryggingakerfisins, bæði sjúkratrygginga og almannatrygginga, og vegna greiðslu einstaklinganna til sjúkrasamlaganna, þannig að nettólækkunin yrði 2100 mill,j. kr. Ég er ekki alveg viss um það, að þeir, sem hæst tala um of háa skatta, hafi gert sér grein fyrir því, hvers vegna skattakerfið er svona hátt.

En hvað mundu skattarnir lækka hjá ríkisstj. ef gamla tryggingagj.kerfið væri enn við lýði? Greiðslurnar, sem einstaklingar þyrftu að greiða samtals 1974, væru:

Persónusk. til lífeyristrygginga

1 244

millj.

Til sjúkrasamlaga

1041

-

Samtals

2 285

mill,j.

Sveitarfélög :

Framlög til almannatrygginga.

700

millj.

Til sjúkrasamlaga

450

-

(umfram það sem nú er greitt).

Samtals

3 435

millj.

Tekjuskattur skv. fjárlagafrv.

á einstaklinga

5 560

mill,j.

Frá dregst til almannatrygginga

skv. fyrra kerfi

3 435

-

Tekjuskattur skv. fjárlagafrv. 1971

892

-

Hækkun tekjuskatts frá 1971—1974

1233

-

Þetta er staðreyndin um tekjuskattahækkunina. Hún sannar það, sem ég hef áður sagt, að aukning almannatrygginga væri óhugsandi nema í formi breytingar á tekjuöflun. Vilja hv. alþm. almennt hverfa að þessari skattlagningu aftur? Vilja þeir taka aftur upp persónuskatta, þar sem fólkið verður án tillits til tekna að greiða 1244 millj. og 1041 millj. til sjúkrasamlaganna, og láta sveitarfélögin greiða 1150 millj. kr.? Eru hv. þm. undir það búnir að gera þessa breytingu? Ég spyr. Er þessi leið réttlátari til skattheimtu heldur en í því tekjuskattsformi, sem nú er notað? Ekki met ég það svo. En vel má vera, að mér yfirsjáist þar um. Er þessi leið til að styrkja fjárhag sveitarfélaga? Hver er ástæðan til þess, að sveitarfélögin hafa getað farið í framkvæmdir nú meira en áður? Ég bið hv. alþm. að hugleiða það, að tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga eru ca. 50% af beinu framlagi hans til almannatrygginga og niðurgreiðslna. Er þetta um of? Þetta er bein greiðsla til fólksins, og það er 50%, sem tekjusk. er af því. En hvernig er svo þetta kerfi í raun? Hvernig er samanburðurinn á milli þessa kerfis annars vegar og þess, sem áður var, og einnig þess, sem viðreisnarstjórnin ætlaði að láta taka gildi? Um það hef ég hér nokkuð að segja, sem ég ætla að skýra hv. alþm. frá. Í þeim tölum, sem ég tilgreini, er reiknað með persónusköttum 1973 samkvæmt því, sem áður getur.

Einstaklingur, sem hafði á þessu ári 290 þús. í brúttótekjur og 242 þús. í nettótekjur, hann hefur nú 36 þús. í útsvar og skatta. Hann hefði haft eftir gamla kerfinu 62 þús. og eftir kerfi viðreisnarstjórnarinnar, 68 þús. kr.

Annar einstaklingur með brúttótekjur 356 þús. kr. og nettótekjur 312 þús. hefur nú 69 300 kr., hefði haft skv. gamla kerfinu 136 þús. kr., en 142 þús. skv. viðreisnarkerfinu.

Þriðji einstaklingurinn hefur brúttótekjur 453 þús., nettótekjur 373 þús. kr. Hann hefur nú 102 þús. í skatta, hefði haft 116 þús. skv. gömlu lögunum og 124 þús. skv. viðreisnarlögunum.

Hjón barnlaus með tekjur 279 þús., hafa nú 19 þús., en eftir gamla kerfinu 54 þús. og viðreisnarkerfinu 62 þús. kr.

Barnlaus hjón með brúttótekjur 2 063 þús., nettótekjur 1657 þús. hafa nú 795 þús., höfðu skv. gamla kerfinu 864 þús. og skv. viðreisnarkerfinu 861 þús. kr.

Hjón með 2 börn, sem hafa brúttótekjur 581 þús., nettótekjur 446 þús., hafa nú 71 þús., hefðu haft eftir gamla kerfinu 133 þús. og eftir viðreisnarkerfinu 141 þús. kr.

Hjón með 2 börn, með brúttótekjur 580 þús., nettótekjur 459 þús., hafa nú 77 þús., 140 þús. eftir gamla kerfinu og 148 þús. eftir viðreisnarkerfinu.

Hjón með 3 börn, sem eru með 654 þús. í brúttótekjur, 563 þús. í nettótekjur, hafa nú 112 þús., með gamla kerfinu 207 þús. og viðreisnarkerfinu 215 þús. kr.

Önnur hjón, líka með 3 börn, sem hafa brúttótekjur 885 þús., nettótekjur 885 þús., hafa nú 162 þús., skv. gamla kerfinu 231 þús. og viðreisnarkerfinu 239 þús.

Hjón, einnig með 3 börn, með 926 þús. í tekjur, 804 þús. í nettótekjur, hafa nú í skatta 246 þús., höfðu eftir gamla kerfinu 351 þús. og eftir viðreisnarkerfinu 359 þús.

Hjón, einnig með 3 börn, sem hafa 2 470 þús. 3 tekjur, 1 743 þús. nettó, hafa nú 783 þús., eftir gamla kerfinu 862 þús. og eftir viðreisnarkerfinu 870 þús. kr.

Hjón með 5 börn með 934 þús. í brúttótekjur, nettótekjur 776 þús., hafa nú 193 þús., eftir gamla kerfinu 282 þús. og skv. v. kerfinu 291 þús.

Þegar þetta er haft í huga, þá kemur í ljós, að eftir þessu slæma kerfi núverandi fjmrh. greiðir þessi hópur manna 2 666.687 kr. nú, en eftir gamla kerfinu 3 441 928 kr. og eftir viðreisnarkerfinu 3 524 872 kr.

Þetta eru staðreyndir, sem ekki verður á móti mælt. Menn mega svo blása hvað svo sem þeir vilja út af þessum hlutum.

En hér er annað dæmi, sem ég ætla einnig að skýra frá hér á Alþingi. Það er álagning á 7 fyrirtæki, einnig raunhæf framtöl.

Þá er það í fyrsta lagi fyrirtæki, sem hefur skattskyldar tekjur 926 þús. og greiðir nú 495 þús., en hefði greitt eftir gamla kerfinu 504 þús. En ef viðreisnarkerfið hefði komið til framkvæmda, eins og þá var frá því gengið, þá greiddi þetta fyrirtæki enga skatta.

Annað fyrirtæki, sem hefur skattskyldar tekjur 2 613 þús. kr., tekjuskattur þess er nú 1 399 þús. kr. Eftir gamla kerfinu hefði þetta fyrirtæki greitt 1373 þús. En eftir viðreisnarkerfinu hefði það greitt 1058 þús. kr.

Þá kemur hér þriðja fyrirtækið, sem er með 205 þús. í skattskyldar tekjur og greiðir 110 þús. í skatt nú. Það hefði greitt eftir gamla kerfinu 50 700 kr., en eftir viðreisnarkerfinu ekki neitt.

Næsta fyrirtæki er með 405 þús. kr. Það greiðir 217 þús., það hefði greitt 60 300 eftir gamla kerfinu, en eftir viðreisnarkerfinu ekki neitt.

Fimmta fyrirtækið er með 572 þús. í tekjur, skattskyldar, greiðir nú 306 þús., hefði greitt eftir gamla kerfinu 266 þús., en eftir viðreisnarkerfinu ekki neitt.

Sjötta fyrirtækið er með tæpar 1700 þús. kr. Það greiðir 907 þús. í skatt, eftir gamla kerfinu hefði það greitt 178 þús. og eftir viðreisnarkerfinu hefði það greitt 147 þús.

Og síðasta fyrirtækið er með 387 þús. kr. Það greiðir 107 þús. í skatt, eftir gamla kerfinu hefði það greitt 257 þús., en skv. viðreisnarkerfinu ekki neitt.

Tekjuskattur, sem þessi fyrirtæki greiða nú, er 3 643 þús. kr. En ef viðreisnarkerfið hefði komið til framkvæmda, hefðu greiðslur þessara fyrirtækja orðið 1205 þús.

Lái mér svo hver sem vill, að ég vildi ekki standa að því að láta þennan óskapnað sem viðreisnarskattkerfið var, koma til framkvæmda.

Ég held, að þeim, sem mest hafa dæmt þetta skattkerfi, sem nú er ráðandi hér á landi, sem ég efast ekkert um að hefur sína galla, þeim væri nær að kynna sér betur, hvað um var að ræða í skattalagabreytingunni frá 1972. Hvernig væri fyrir hjón að greiða 35 þús. kr. í persónuskatta alveg án tillits til tekna, eða 80 þús., ef þau styrktu tvö börn sín í framhaldsskóla? Hvernig væri hjá sveitarfélögum að jafna niður 1150 millj. kr. til viðbótar því, sem fyrir er, og hafa fyrirtækin skattlaus, eins og viðreisn ætlaðist til? Ég öfunda engan af því að syrgja slíkt skattakerfi.

Ég vil að lokum vekja athygli á því, að umræður um augljós skattsvik á þessu ári eða árið á undan eru ekki sambærilegar. Af því dreg ég þá ályktun, að úr skattsvikum hafi dregið, enda stefna starfsmenn skattstofanna og skattrannsóknarstjóra að því. Auk þess fer innheimtan árlega batnandi.

Eitt af því, sem mikið er rætt nú, er, hvað fjárlögin hafi hækkað. Þá er rætt um það, hvað fjárlögin hafi hækkað mikið frá því núv. ríkisstj. tók við. Nú ætla ég ekki að fara að telja einu sinni enn til það, sem var vantalið í fjárlögunum 1971, það oft hef ég sýnt fram á það með rökum. Ég vil hins vegar minna á það, sem ég nefndi áðan, að ef framlög sveitarfélaga og persónuskattar til sjúkrasamlaga hefðu ekki verið felld niður, þá væru fjárlögin yfir 2000 millj. kr. lægri. Ég vil einnig minna á greiðslur vegna lögreglumannanna, sem sveitarfélögin sáu um áður, en nú er séð um af hálfu ríkisins. Þar er um einhverjar fjárhæðir að ræða. Ég minni einnig á það, að hafnalögin og heilbrigðislögin, sem voru sett í fyrra, voru sett í ákveðnum tilgangi um það að hækka framlag ríkisins til þess að létta af höfnunum og þar með byggðarlögunum úti um landsbyggðina. Ég get ekki heldur stillt mig um að minna á það, að ef fjárlögin 1968, 1969, 1970 og 1971 eru skoðuð, þá verður öllum ljóst, að þau voru niðri í algerum öldudal í ríkisframkvæmdum. Það hefði ekki verið fært að halda því áfram, nema með þeim hætti, að þjóðin hefði beðið tjón af. Þessu held ég, að hv. alþm. verði að gera sér grein fyrir, og þeir gera sér grein fyrir því, þegar rætt er um þær framkvæmdir, sem þeir sjálfir hafa áhuga á, þó að það gleymist, þegar talað er um hækkun fjárlaganna í heild. Mér þykir líka raunalegt, að hlusta á það, að mætur hv. þm. skuli tala um fjárlögin nú með þeim hætti, að hann gleymi því alveg, að það er búið að sameina í eitt frumvarp fjárlög og framkvæmda- og fjáröflunaráætlun. Ekki þarf þessum manni þó ráð að kenna, að þetta hækkar fjárlögin um nokkur hundruð millj. kr., það vitum við báðir.

En ég ætla að nefna hér nokkur atriði, sem hafa valdið þessari hækkun á fjárlögum frá 1971.

Framlög til bygginga í skólum hafa hækkað um 363 millj. kr. Hvaða skólar eru það, sem hv. alþm. vilja draga úr fjárveitingum til? Hver er þáttur þeirra í svonefndri byggðastefnu, ef þeir ætla að fara að draga úr fjárveitingum til Héraðsskólans í Reykholti, Menntaskólans á Ísafirði, Héraðsskólans á Reykjanesi eða Reykjum í Hrútafirði, Menntaskólans á Laugarvatni og barnaskólanna og gagnfræðaskólanna víðs vegar um landsbyggðina? Halda þeir, að það verði tekið alvarlega tal um framlag þeirra í byggðastefnuna, ef það verður gert?

Ég nefni næst framlög til hafnargerða, sem er hækkun upp á 652 millj. kr. á þessum fjárlögum. Mér segir svo hugur um, að það fari svo, að hér þyki of lítið að gert. Þetta er að vísu 426 millj. kr. hækkun frá 1971 og hefði einhvern tíma verið talin umtalsverð og menn talið sér til ágætis að hafa staðið fyrir slíku. Hvaða hv. þm. vilja standa að því að draga úr hafnarframkvæmdum í landinu? Eru ekki hafnirnar undirstaða undir aðalatvinnuvegi okkar? Er það ekki ljóst, að það varð að breyta hafnalögunum, af því að byggðarlögin treystu sér ekki til að standa undir fjárveitingum til þeirra? Og af hverju var verið að knýja á um útvegun fjár til að greiða úr vanskilum hafnanna á yfirstandandi ári, ef það var ástæðulaust? Nei, við skulum gera okkur grein fyrir þessu. Talið þið um byggðastefnu og leggið svo jafnhliða til að skera niður hafnarframkvæmdirnar, það hljómar ekki vel. Aukin aðstoð við hafnirnar þýðir hærri ríkistekjur, hærri ríkisútgjöld.

Næst kem ég að sjúkrahúsunum. Hækkun til þeirra er 205 millj. kr. eða 115%. Farið þið um landið og kynnið ykkur sjúkrahúsmálin. Hefur ekki í allt sumar staðið yfir mikill áróður fyrir því að hef,ja framkvæmdir við sjúkrahúsbyggingu á Selfossi. Það stóð á eðlilegum undirbúningi þar um, og var verið að gera sér grein fyrir því, hversu mikil áhrif Vestmannaeyjagosið hefði á vinnuafl á Suðurlandi, og svo var verið að reyna um tíma að fá Rauða krossinn til að byggja sjúkrahús á Selfossi fyrir það gjafafé, sem hann hafði og ætlaði að byggja sjúkrahús fyrir, og hafði upphaflega hugsað sér að hyggja við Borgarsjúkrahúsið í Reykjavík, en mun hverfa frá því ráði. Hver vill tefja þessa framkvæmd? En hún kostar peninga, og fyrir þeim verður að sjá. Hver vill koma í veg fyrir það, að haldið verði áfram með sjúkrahúsið í Neskaupstað? Hver vill stöðva framkvæmdir við læknamiðstöðina á Egilsstöðum, eða koma í veg fyrir það, að hafin verði framkvæmd við læknamiðstöð í Höfn í Hornafirði? Hver vill koma í veg fyrir það, að hafin verði framkvæmd við sjúkrahúsið á Akureyri, eða haldið verði áfram með meiri hraða en verið hefur við uppbyggingu á sjúkrahúsinu á Akranesi? Við skulum kalt og rólega horfa á þessar tölur og anda rólega frá okkur, áður en við fordæmum þessar hækkanir. Þær eru knýjandi nauðsyn, vegna þess að heill áratugur leið, þar sem dinglað var með 1 og 2 millj. kr. við hverja framkvæmd, eins og t, d. var gert við sjúkrahúsið á Akranesi. Nú þegar búið er að fjór- eða fimmfalda þá upphæð, þá eru ráðamenn þar með miklar áhyggjur og sækja fast á að auka við, vegna þess að þeir eru búnir að horfa í 5 ár á nærri því fullgerða sjúkradeild, sem ekki kemst í notkun.

Næst kem ég að vegamálunum. Þar er hækkunin 1355 millj. kr. Hvað hefur gerst á þessu ári? Það sem hefur gerst, er það, að vegna kostnaðarhækkana hefur ekki verið hægt að halda uppi jafnmiklum hraða í vegaframkvæmdum og gert hafði verið ráð fyrir. Umræðan í sumar um vegamálin hefur ekki verið um það, að of mikið væri gert, heldur hið gagnstæða. Og menn munu ekki una því, að það verði ekki að útvega fé til þess að standa við vegáætlunina og þó heldur betur. Við skulum alveg kalt og rólega, hv. alþm., gera okkur grein fyrir því, að vegagerðin í okkar landi krefst mikilla fjármuna. Vesturlandsvegurinn, vegurinn, sem er notaður af fólkinu á Vesturlandi, á Vestfjörðum, á Norðurlandi og enn þá á Austurlandi, þessi vegur er nú orðinn sá, sem verstur er af þeim þjóðvegum, sem mikil umferð er um og ekki er orðinn varanlegur. Hann krefst mikilla fjármuna. Við unum ekki og getum ekki unað því, að verkefnum í þeim vegi verði ekki sinnt af fullum krafti, og svo er um vegi um allt land.

Hver vill draga úr fjárveitingu til flugvallagerða? Það er búið að hækka þær mikið. Þegar búið er að leggja lánsfé við fjárveitinguna frá 1971, þá er nær um tvöföldun að ræða. Þessi hækkun á fjárhæðum til flugvallagerða getur valdið því, að hægt verður að sinna flugvöllunum um landsbyggðina og hefja stórt átak í nýjum flugvelli á Egilsstöðum. Hins vegar skortir á, að hægt sé að fara í framkvæmd á Reykjavíkurflugvelli og það verður að bíða, þangað til öryggi flugvallanna hefur verið betur sinnt en nú er.

Orkumálin hækka þessi fjárlög um tæpar 600 millj. kr. frá 1971. Hvar skal byrja, hvar skal standa, ef á að skera niður til orkumála? Vilja hv. þm. draga úr fjárveitingu til Lagarfossvirkjunar'? Vilja menn draga úr fjárveitingu til Mjólkárvirkjunar? Vilja menn draga úr fjárveitingu til línu vestur á Snæfellsnes, eða Skagafjörð, og svona mætti lengi telja? Eða vilja menn geyma sér það að tengja saman raforkuna sunnanlands og norðan? Hv. alþm. skulu gera sér grein fyrir þessu. Þetta verður ekki gert án fjármuna, en þetta eru verkefni, sem við höfum ákveðið að koma áfram, og í góðæri slíku sem þessu eigum við að vera manndómsmenn til þess að standa að slíkum framkvæmdum og ekki vera með sút eða væl út af því, þó að það gangi eitthvað undan okkur í þessum efnum og það kosti fjármuni.

Ég vil líka segja: Hver maður, sem talar fyrir Byggðastefnu, getur ekki leyft sér að leggja til, að úr þessari fjárveitingu verði dregið.

Ég kem næst að Tryggingastofnun ríkisins. Hækkun á fjárveitingum til Tryggingastofnunar ríkisins er 6 milljarðar 72 millj. kr. Þetta er meiri fjárhæð en tekjuskatturinn, sem menn hafa verið að býsnast yfir. Ég spyr: Hverju vilja menn breyta í þessum efnum? Nú er mér það ljóst, að það má breyta í Tryggingastofnuninni og draga þar eitthvað saman, t. d. ef menn vildu hverfa að því ráði að láta þá ekki njóta ellilauna, sem hafa lífeyristekjur það háar, að þeir geti vel af þeim lifað, ef menn vilja líka breyta því kerfi, að fjölskyldubótum, t. d. með fyrsta barni, eða 1. og 2. barni, væri hætt og vísitöluverkanirnar yrðu annaðhvort felldar út eða þá teknar með öðrum hætti. En þessi liður, svo stórfelldur sem hann er, er ekki eingöngu verk núv. ríkisstj., heldur einnig fyrrv. ríkisstj., og það, sem núv. stjórn hefur best gert í þessu, er tekjutryggingin, sem er gott og nauðsynlegt verk. Ég vil taka þátt í að breyta almannatryggingakerfinu í raunhæft tryggingakerfi, þeim til hagsbóta, sem verr eru settir, og draga úr kostnaði, án þess að því sé fórnað, sem framkvæmanlegt er í raunhæfum tryggingum.

Landhelgisgæslan: Framlag til hennar hefur hækkað um 286 millj. kr. Telja hv. þm. ofgert í heim efnum? Annað hefur mér nú heyrst í umræðum um landhelgisgæsluna hér á hv. Alþingi, en vel má nú vera, að mín eyru séu ekki hinn rétti mælikvarði á vilja manna þar um.

Framlög til sjóða, eins og stofnlánasjóðanna og margra fleiri, hafa hækkað á þessum þrem árum um 1283 millj. kr. Eru menn undir það búnir að vilja breyta þessu aftur? Telja þeir, að verkefni stofnlánasjóðanna sé ekki það mikið nú, þegar verið er að endurnýja skipastólinn og hyggja ný frystihús í landinu í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr? Ég er ekki í neinum vafa um, að það verður enginn hv. þm., sem leggur það til, að við lækkum framlag til þessara sjóða.

Námslánasjóðurinn: Framlag til hans hefur hækkað um 360 millj. kr. Nú er ég á þeirri skoðun, að það mætti — og verður gert að breyta reglum þessa sjóðs, svo að hann nýtist á hagkvæmari hátt en verið hefur. Hins vegar held ég, að við getum ekki sparað stórar fjárhæðir, þó að eitthvað mætti kannske draga úr því, ef betur bæri fyrir því séð.

Ég nefni Íþróttasjóðinn. Hvað halda hv. alþm., að væri orðið um Íþróttasjóðinn, ef hann stæði enn með gömlu 5 viðreisnarmilljónirnar. Framlag hans hefur nú hækkað um 22 millj. kr., eða sjóðurinn hefur meira en fimmfaldast á þessum árum. Hann er ekki ofhaldinn til þess að sinna þeim verkefnum, sem hann er að fást við.

Ég nefni þessu til viðbótar aðstoðina við nemendurna úr dreifbýlinu. Er það ekki í þágu byggðastefnunnar að aðstoða þá til þess að jafna aðstöðuna í þjóðfélaginu? Hækkunin er 60 millj. kr. og heldur áfram, þangað til takmarkinu er náð að gera þennan aðstöðumun að engu.

Svona gæti ég haldið áfram að telja, og ég ætla að bæta við, að á þessum fjárlögum eru einnig tæpar 700 millj. kr. vegna framkvæmdaáætlunarinnar. Framkvæmd eins og lagning vegar á Skeiðarársandi er ekki gerð án peninga. Og svo er hækkun á launum síðan 1971 vegna kjarasamninganna, sem þá voru gerðir, sem í raun og veru voru miklu meiri fjárhæð en reiknað var með, og vegna þeirrar hækkunar á verðlagsvísitölu, sem hefur átt sér stað á tímabilinu, 2 500 millj.

Þegar þetta er samanlagt, sem ég hef hér nefnt, þá eru það 14 300 millj. kr. Þegar ég bæti svo við fjárlögunum frá 1971, þá eru það um 1 500–2 000 millj. kr., sem ég hef ekki gert hér grein fyrir.

Ég held, ef farið væri í lúsaleit í það, sem eftir væri, þá yrðu fáir talsmenn til sparnaðar, er á hólminn kæmi. Þessu vil ég, að hv. alþm. geri sér grein fyrir. Ég segi enn og aftur, að við skulum ekki vera að tala okkur hása um byggðastefnu og jöfnuð milli þegna þjóðfélagsins, ef við treystum okkur til að fara að lækka þær fjárveitingar, sem ég hef hér nefnt til skóla, hafna, sjúkrahúsa, vegagerðar, flugmála, orkumála, stofnlánasjóða, námslánasjóða o. fl.

Nei, hv. alþm., það er afskaplega auðvelt að tala um há fjárlög, en hv. þm. skulu gera sér grein fyrir því, frammi fyrir hverju þeir standa, og þeir skulu gera sér grein fyrir því, að þeir samþykktu hafnalögin, heilbrigðislögin og fleiri lög til þess að auka fjárveitingar ríkisins, og eiga þá líka að vera menn til að standa frammi fyrir því, sem þarf til að ná í tekjur til að framkvæma þessi lög.

Það gerast engir hlutir af sjálfu sér. Flestir kosta þeir verulega fjármuni.

Eitt af því sem stjórnarandstaðan hefur gert mikið úr í málflutningi sínum upp á síðkastið er, að ríkisstj. hafi ekki tök á efnahagsmálum þjóðarinnar. Þessu atriði vil ég gera grein fyrir frá mínum bæjardyrum og rökstyðja skoðanir mínar.

Ég veit, að öllum er og verður ljós sá meginmunur, sem er orðinn í þjóðfélaginu eftir tveggja ára stjórn núv. ríkisstj. frá því er þjóðin var niðri í öldudal viðreisnarstjórnarinnar, þegar landflótti var vegna atvinnuleysis.

Það, sem er mest um vert, er góð afkoma almennings og atvinna er almenn um land allt. Það er sama hvort um er að ræða sjómanninn, verkamanninn eða bóndann, afkoma þeirra allra er nú betri en verið hefur.

Þetta segir ekki það, ef rétt er með farið, að ríkisstj. hafi ekki vald á efnahagsmálum. Af hverju er framkvæmdaáhugi svo mikill sem raun ber vitni um? Af hverju þurfa allir fjárfestingarlánasjóðir margfalt fé miðað við það, sem áður hefur verið? Það er m. a. vegna þess, að það er svo mikil bjartsýni í landinu núna, það er svo mikill framkvæmdahugur í mönnum, að þeir vilja koma verkum sínum áfram, sem þeir telja sér nauðsyn bera til að komist áleiðis. Er það að undra, þó hér ríki bjartsýni og framkvæmdaáhugi sé mikill, þegar yfir 40 togarar eru að koma eða eru komnir til landsins og dreifast um alla landsbyggðina? Er nokkur ástæða til annars en að þjóðin sé bjartsýn, þegar hún sér flestar hafnir landsins, að verið er að vinna að uppbyggingu atvinnutækja eins og frystihúsanna? Eða geta nokkrir gert sér grein fyrir því, hvernig afkoman hefði orðið í okkar fiskiðnaði, ef ekki hefði verið gert það átak, sem nú hefur verið unnið að í frystiiðnaðinum eftir þá kyrrstöðu, sem á undan var gengin. Hvað er búið að ræða um það í mörg ár, að við eigum okkar markað í Bandaríkjunum í hættu, vegna þess að hreinlætiskröfum þeirra verði ekki fullnægt hér. Þess vegna má gleðjast yfir því, að verið er að byggja upp frystihúsin í landinu, verið er að koma fyrir hagræðingu og verið er að koma fyrir endurbótum í vélakostum og umhverfi í kringum frystihúsin, svo að þau standist þá þolraun, sem verður, þegar úttekt verður tekin á þeim sem vinnslustöðvum af kaupendum vestan hafs. Það er að líkum, að um 800 millj. kr. verði varið til þessarar uppbyggingar á yfirstandandi ári. Er það að undra, þó að þjóðin gleðjist yfir því, að það er verið að byggja upp vinnslustöðvar landbúnaðarins, sem lítil sem engin framkvæmd var að áður?

Hér á hv. Alþingi höfðu verið sett lög um strangar kröfur í sambandi við sláturhúsin. En fjármagnið til að framfylgja lögunum var ekki fyrir hendi, og sláturhúsin voru rekin með eilífum undanþágum. Nú hefur verið breytt um, og það er unnið að uppbyggingu á vinnslustöðvum landbúnaðarins. En meira þarf til, ef duga skal, því að einnig þar verður að gæta hollustuhátta, bæði vegna útflutnings og innanlandsneyslu.

Þessar framkvæmdir benda ekki til, að ríkisstj. hafi ekki vald á efnahagsmálum, heldur til þess gagnstæða, að hún stjórni fjármálum til hinna nytsamlegustu hluta.

Því var spáð, að gjaldeyrisstaða íslensku þjóðarinnar mundi versna svo mjög, að hún yrði komin í vandræði þegar á þessu ári með að geta fullnægt innkaupum sínum til nauðsynlegustu þarfa. Staðreyndin er hins vegar sú, að gjaldeyrissjóður þjóðarinnar hefur aldrei verið meiri en einmitt nú, hálfur 7. milljarður, og hefur vaxið á þessu ári til septemberloka um nærri 800 millj. kr.

Því er við að bæta í sambandi við þennan sjóð, að þegar þetta yfirlit er gefið, er ekki farið að taka þau erlendu lán til framkvæmda á þessu ári, sem fyrirhuguð voru samkvæmt framkvæmdaáætlun, eins og t. d. franska lánið, sem tekið var fyrir stuttu. Lánið til hafnanna er ekki heldur komið eða til Sigölduframkvæmda. Öll þessi lán eru ótekin, þegar þetta yfirlit er gefið út í lok septembermánaðar.

Eitt af því, sem haldið er fram, er, að Íslendingar vilji ekki safna sparifé í bönkum og sparisjóðum vegna trúleysis fólks á gildi peninga. Það hefur þó breyst á þessu ári, því að á 9 fyrstu mánuðum ársins hefur aukningin í innlánum í bönkum og sparisjóðum orðið 5 771 millj. kr. Þetta er geysilega mikil aukning, miklu meiri en verið hefur, og það sýnir, að fólkið trúir og treystir sínum peningum meira en þeir, sem eru með barlómsvælið, vilja vera láta, enda hefur það lifað í ár, að breytt hefur verið um stefnu í meðferð gjaldeyrismála, þar sem gengi íslensku krónunnar hefur verið hækkað um yfir 15% gagnvart dollara og krónan er nú hærri gagnvart dollara og pundi en þegar ríkisstj. kom til valda. Er það æði mikil breyting, eftir að slíkt hefur ekki verið gert í nærri 50 ár. Og nú eru farnar að sjást í blöðum landsins fyrirsagnir um það, að menn óttist gengishækkanir. Segir þetta það, að íslenska ríkisstj. hafi ekki vald í efnahagsmálum? Nei, einhvern tíma hefðu þessir þættir ekki verið taldir til skýringar á stjórnleysi eða valdleysi ríkisstj. yfir efnahagsmálum, heldur hinu gagnstæða.

Þá hefur þess verið getið, að hagvöxturinn muni ekki verða eins mikill á þessu ári og verið hefur. Það er ekkert undarlegt, þó að hagvöxtur verði minni á þessu ári en hann hefur verið, fyrst og fremst vegna þess, að vinnuaflið var allt komið til fullra nota á árinu 1972. Á árunum 1970 og 1971 voru menn að byrja að rétta úr kútnum eftir kreppuárin næst á undan. Það var því ekki undarlegt, þó að saman færi aukin framleiðsla og auknar þjóðartekjur á þeim árum, þegar hvort tveggja kom til, meiri notkun á vinnuaflinu og góður afli og gott verð. Nú hefur hins vegar dregið úr, og það sem að mest er um vert vinnuaflið er komið til fullra nota og getur því ekki alltaf bætt á sig vinnu.

Á árinu 1972 jókst þjóðarframleiðslan um 6.2%, og nú er gert ráð fyrir, að hún aukist um 4%, en þjóðartekjurnar um 6–7%. Auk þess sem getið er, hefur komið til á þessu ári Vestmannaeyjaáfallið, sem að sjálfsögðu hefur truflað verulega þjóðarframleiðsluna, svo sem kunnugt er.

Þá er falað um það, að dregið hafi úr kaupmætti tekna almennt. Það er vitanlegt, að nú eru komnir til fullra framkvæmda þeir áfangar í kaupgjaldssamningunum, sem gerðir voru haustið 1971. Það er líka vitanlegt, að kauphækkun, sem gerð var haustið 1971, kom fram á árinu 1972 það mikil, að enginn gat gert ráð fyrir því, að hún mundi aukast á þessu ári. Vestmannaeyjagosið hefur haft áhrif á þetta, þar sem tekna var aflað til að mæta því áfalli, án þess að bætur kæmu þar á móti, og allir voru auðvitað um það sammála. Hins vegar er það rétt, að verðbólga er hér meiri en æskilegt væri. Þrátt fyrir það er í þessu sambandi vert að hafa í huga, að það hlýtur að teljast verulegur árangur, að tryggt er á þessu ári framhald og raunar nokkur aukning þeirra góðu lífskjara, sem náðst höfðu á árinu 1972, þrátt fyrir þá erfiðleika, sem leiddi af Vestmannaeyjagosinu.

En það hafði að sjálfsögðu í för með sér skerðingu á framleiðslugetu þjóðarbúsins í heild og jók, jafnframt á verðbólguvandann, bæði beint í gegnum húsnæðismarkaðsáhrifin og óbeint í gegnum þau áhrif, sem gosið hafði á vinnumarkaðinn.

Sannleikurinn er sá, að s. l. 4 ár er kröftugasta samfelldasta blómaskeið, sem íslenzkt atvinnulíf hefur nokkurn tíma átt.

Því er haldið fram, að atvinnuvegir muni ekki bera sig á þessu ári, nema sjávarútvegurinn eða fyrst og fremst fiskiðnaðurinn. Það hefur oft verið um það rætt áður, og það er vitað, að iðnaðurinn, sérstaklega útflutningsiðnaðurinn, á í erfiðleikum, m. a. vegna gengishækkana. Það er líka ákvörðun ríkisstj. að taka það mál til sérstakrar athugunar og úrbóta, og er nú unnið að því. Hinu er ekki að neita, að það tal um, að atvinnuvegirnir beri sig ekki, hefur heyrst fyrr, og kemur margt til í því sambandi. Ég spyr: Hvað eru mörg ár síðan ríkissjóður fór að styrkja togaraútgerðina? Það er a. m. k. það langt, að ég man það ekki. Stuðningurinn er ekki meiri nú en áður hefur verið. Ég vil minna á það, að samkv. afskriftum eftir nýja fasteignamatinu og nýjum afskriftareglum er það svo, að afkoma stærstu fyrirtækjanna sýnist einnig verst vegna þess, hvað mikið fjármagn fer í þeirra afskriftir. Það hefði ekki verið framkvæmanlegt að afskrifa eftir þessum afskriftareglum og nýja fasteignamatinu fyrir nokkrum árum.

Í heild verður að telja, að við höfum haft gæfu til þess að nýta þau góðu tækifæri, sem hagstætt árferði hefur þrátt fyrir allt boðið okkur upp á undanfarin ár, og það hafi nýst landsmönnum öllum mjög vel.

Það er ekki lítils um vert, að íslenska þjóðin skuli hafa komist yfir það áfall, sem Vestmannaeyjagosið var, með þeim hætti, sem tekist hefur. Það verður ekki séð, að það hafi haft áhrif á afkomu þjóðarinnar, svo að neinu nemi. Það er hins vegar rétt, sem haldið hefur verið fram, að verðhækkanir hér á landi hafa verið meiri en algengt er í nágrannalöndunum og meiri en að jafnaði undanfarandi áratug. Úr því skal á engan hátt dregið, að hér er um meiri háttar vandamál að ræða, — vandamál, sem er rótgróið í þjóðlífinu og vafalaust veldur verð- og tekjumyndunarkerfið og þróun eftirspurnar innanlands hér nokkuð miklu um.

Hinu verður ekki neitað, að ytri aðstæður, sem við ráðum á engan hátt yfir, hafa mjög kynnt undir verðbólgu hér innanlands. Þannig er áætlað, að verðhækkun innflutnings í erlendri mynt verði yfir 10% í ár. Til samanburðar má geta þess, að áratuginn 1960–1970 breyttist innflutningsverðlag svo til ekki neitt, þ. e. stóð í stað að jafnaði, og voru lítil frávik frá þessu á þeim árum. En verðhækkanir á útflutningslið voru þá eins og nú velkomnar. Þær eru óvenjumiklar í ár, og það hefur reynslan sýnt okkur, að þær þrýsta á til hækkunar tekna og verðlags í fleiri greinum en þeim, sem útflutning stunda.

Nú er búist við, að útflutningsverðlag í erlendri mynt hækki að meðaltali um 35%, sem er mun meira en innlendar kostnaðarverðhækkanir, þótt miklar séu. En það er þó einmitt þessi samanburður, sem sker úr um stöðuna út á við, þegar fram í sækir.

Ef litið er til nálægra landa, er hvergi um jafnmikla verðhækkun að ræða, sem berst að hagkerfinu utan að. Þetta er veigamikil skýring á verðbólgunni hér. Auðvitað vildum við gjarnan hemja þennan utanaðkomandi verðbólgugest. En því eru ákveðin takmörk sett, hvað langt menn komast eða vilja komast í þeim efnum í hagkerfi eins og okkar. Við megum þó ekki vanmeta það, sem við getum sjálfir gert á þessum vettvangi. Gengishækkanir í ár eru einmitt viðleitni til að draga úr ytri verðbólguáhrifum. En ljóst er, að þessa baráttu verðum við að heyja, og ég dreg líka í efa, eða reyndar veit það, að engir af okkar nágrönnum hafa vísitölukerfi, sem kyndir jafnmikið undir verðbólgu og það vísitölukerfi, sem við búum við hér. Þetta vísitölukerfi þarf því að taka til endurskoðunar og miða við það, að það henti launþegunum, sem þess eiga að njóta. Ég tek það fram, að ég styð það, að vísitölukerfi sé notað sem mælir í sambandi við verðlagsþróun og í tengingu við kaupgjald. En fyrr má vera, hvort það mæli hverja einustu hreyfingu, eins og hér hefur átt sér stað, og hefur áhrif á eðlilegt val á vissum sviðum, eins og í tekjuöflun ríkisins, eða þjónar sínum tilgangi á heilbrigðan hátt til öryggis fyrir launþega.

Ég vil bæta því við, að mestu máli skiptir nú, að við verndum þá lífsafkomu, sem við höfum þegar náð, og bætum við með hóflegu framhaldi. Á þann hátt sköpum við líka það, sem mest er um vert, atvinnuöryggi, sem er undirstaðan undir velmegun og góðri afkomu launþeganna í landinu og þjóðarinnar allrar.

Herra forseti. Ég mun nú senn fara að ljúka máli mínu, enda er það orðið alllangt. Ég taldi mér skylt að gefa fullkomna greinargerð yfir ríkisreikninginn 1972 og útlit um fjármál á yfirstandandi ári og fjárlagafrv., sem nú liggur fyrir, og þær breytingar á tekjuöflun ríkisins, sem nauðsyn ber til að gera vegna þeirra ákvarðana, sem þegar hafa verið teknar um að draga úr tekjum ríkissjóðs. Ég hef líka talið mér skylt að gefa hér á hv. Alþingi yfirlit yfir efnahagsmál þjóðarinnar, eins og þau eru, þegar þau eru skoðuð í réttu ljósi, einnig að gera grein fyrir því, af hvaða átsæðum hækkanir fjárlaga hafa átt sér stað. Ég hef sýnt fram á það með rökum, að ástæðan fyrir þeim er aukin félagsleg framlög og aukin framlög til uppbyggingar í landinu til þess að fylgja fram þeirri byggðastefnu, sem nú virðist eiga hljómgrunn hjá öllum flokkum þessa lands.

Ég hef í ræðu minni sýnt, að skattahækkunin er eingöngu svo að segja tengd breytingum á greiðslum til hinna félagslegu þarfa, bæði til þess að gera einstaklingunum og sveitarfélögunum léttara þar um. Að því leyti sem þetta snýr að sveitarfélögunum, er það þáttur í þeirri byggðastefnu og ekki hvað minnstur þátturinn í byggðastefnunni, sem uppi hefur verið haldið.

Fjárlagafrv. þetta gerir ráð fyrir, að afla þurfi tekna til þess að halda áfram á þeirri braut, sem mörkuð hefur verið. Það gerir einnig ráð fyrir, að afla þurfi tekna til þess að mæta því aukna tekjutapi, sem ég hef boðað að muni verða í sambandi við tollana og þá skattalagabreytingu, sem hugsanleg yrði. Það þarf ekki orðum að því að eyða, að þetta hvort tveggja er að sjálfsögðu tengt því, hvort fyrir því fæst meiri hluti hér á hv. Alþingi að breyta tekjuöflunarkerfinu á þennan veg og afla tekna á annan hátt til þess að mæta tekjutapi. Ef það fæst ekki, þá er það þeirra, sem standa gegn því, að ákveða, að þar skuli engin breyting á gerð. Sama er að segja um fjármagn til þess að halda áfram byggðastefnunni og bæta um fyrir landsfólkinu í heild. Til þess þarf þá tekjuöflun, sem boðuð er í fjárlagafrv. Ef hv. alþm. meta meira pólitíska stundarhagsmuni en að standa að slíkri sanngjarnri tekjuöflun, þá er það þeirra mál, og þá eru það líka þeir, sem ákveða, að þar skuli ekki fram haldið, sem þeir hafa þó með löggjöf og á annan hátt markað stefnu um að gera.

Ég er reiðubúinn til — og mun gera — að taka á mig það, sem þarf til þess að halda þessari stefnu áfram, og skiptir mig það engu máli, hversu mikla löngun menn hafa til að ræða um þá skattpíningu, sem ég stend fyrir, því að sjálfur er ég sannfærður um, að hún er ekki slík, að undan þurfi að kvarta, heldur er meira um vert að halda áfram þeirri uppbyggingu, sem hafin er með dugnaði og þjóðin krefst, að haldið verði áfram með sama hraða og dugnaði og verið hefur. Það þarf að gæta þess eins, að þær framkvæmdir dragi ekki úr framleiðslugetu þjóðarinnar. Það eitt skiptir máli í sambandi við þá uppbyggingu, sem nauðsyn ber til. Ég get bætt því við til staðfestingar á því, að hækkun fjárlaga stafar ekki af hlutfallslega auknum rekstrarkostnaði í ríkiskerfinu. Þrátt fyrir þá kjarasamninga, sem gerðir voru 1970 og ekki var reiknað með í fjárlagafrv. fyrir árið 1971 nema að mjög takmörkuðu leyti, og þrátt fyrir það, að nú greiðir ríkissjóður öllum löggæslumönnum í landinu laun, í staðinn fyrir að sveitarfélögin greiddu þar verulegar fjárhæðir, er rekstrarkostnaður ríkissjóðs nú 1% hærri af heildarútgjöldum ríkissjóðs heldur en hann var skv. fjárlagafrv. fyrir árið 1971. Það sannar, að verulegu aðhaldi er beitt í ríkiskerfinu og nú er unnið af enn meiri dugnaði á vegum Hagsýslustofnunarinnar að bættri skipulagningu og sparnaði í ríkisrekstrinum en nokkru sinni fyrr, enda ber nauðsyn til þess.

Að allra síðustu vil ég segja það, að íslenska þjóðin á nú gullin tækifæri til þess að byggja upp land sitt og búa í haginn fyrir núlifandi og komandi kynslóðir og koma í veg fyrir, að Ísland verði borgríki, heldur að Ísland allt verði byggt blómlegum byggðum frá ystu nesjum til innstu dala.

Ég veit það ósköp vel, að það kann að koma til átaka hér á hv. Alþingi til þess að halda þessari stefnu fram. Ég treysti því hins vegar, að hér í þessum þingsölum séu slíkir manndómsmenn, í hvaða flokki sem er, sem geri sér þetta ljóst og meti það meira en pólitíska stundarhagsmuni, þótt auðvitað séu líka í þessum hópi linkindarmenn, sem hafa ekki þrek til slíkra átaka.

Herra forseti. Ég legg þá til, að að lokinni þessari umræðu verði fjárlagafrv. fyrir árið 1974 vísað til 2. umræðu og hv. fjvn.