22.11.1973
Sameinað þing: 23. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 852 í B-deild Alþingistíðinda. (721)

Umræður utan dagskrár

Jón Árnason:

Herra forseti. Ég skal ekki lengja þessa umr., en ég vildi þó að gefnu tilefni hjá hv. formanni stjórnar Framkvæmdastofnunarinnar upplýsa það, sem ég tel rétt vera í sambandi við afgreiðsluna um þann fyrirvara, sem um var að ræða til handa forstjórunum. Fyrirvarinn var aðeins sá, að þeir skyldu kynna sér, að fjármagn og önnur fyrirgreiðsla, sem þessir aðilar þyrftu, væri fyrir hendi, ríkisábyrgð og afgreiðsla í Fiskveiðasjóð og önnur sú fyrirgreiðsla, sem þessir menn þyrftu að hafa til þess að geta gengið frá sínum málum. Það var aðeins þessi fyrirvari, sem ég tel, að þeir ættu að kanna, áður en málið væri afgreitt.