27.11.1973
Sameinað þing: 24. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 912 í B-deild Alþingistíðinda. (795)

376. mál, endurskipulagning utanríkisþjónustunnar

Fyrirspyrjandi (Heimir Hannesson):

Herra forseti. Ég mun hvorki hafa inngang né eftirmála í sambandi við þessar fsp., sem hér liggja fyrir til hæstv. utanrrh., en þær eru eftirfarandi :

„1. Hvað liður þeirri endurskoðun á starfsemi utanríkisþjónustunnar, er málefnasamningur ríkisstj. kveður á um?

2. Hefur verið leitað álits forsvarsmanna útflutningsaðila í sambandi við þá endurskoðun?“