25.10.1973
Sameinað þing: 7. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 166 í B-deild Alþingistíðinda. (82)

344. mál, endurskoðun skattalaga

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Ég vil bara bæta því við út af því, sem hv. 3. landsk. þm. sagði, að það er hægt að flokka þetta í tvennt og þetta er ekkert vandamál gagnvart venjulegum launþegum. Vandamálið er miklu meira gagnvart smáframleiðendum, sem mikið er af hér á landi. Atvinnureksturinn í venjulegum skilningi er hægt að hafa sér í þessu, en smáframleiðendur eru hér margir, sem hefðu þurft að komast inn í þetta kerfi. En það er sjálfsagt að taka þetta til athugunar, eins og hann benti á.