25.10.1973
Sameinað þing: 7. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 169 í B-deild Alþingistíðinda. (88)

346. mál, innflutningur júgóslavneskra verkamanna

Fyrirspyrjandi (Bjarni Guðnason) :

Herra forseti. Ég þakka hæstv. félmrh. greinargóð svör. Þau voru fullnægjandi, og þá hefur fengist upplýst, hvernig málin standa, því að þarna er vissulega framundan töluvert vandamál í atvinnulífinu: annars vegar hinn geysilegi vinnuaflsskortur til framkvæmda innanlands og hins vegar sú þörf, sem er fyrir vinnuafl á fiskiskipum og togurum. Þetta er mikið vandamál, og ég sé ekki almennilega, hvernig það verður leyst með góðu móti. En ég vil þó bæta því við, að ég vil persónulega vara mjög við því, að flutt verði inn erlent vinnuafl, því að reynsla annarra þjóða hefur sýnt, að það hefur gefist miður vel. Þó vil ég undanskilja frændur vora Færeyinga, því að þeir reynast ávallt eins og Íslendingar.