05.12.1973
Efri deild: 30. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1087 í B-deild Alþingistíðinda. (965)

137. mál, námslán og námsstyrkir

Flm. (Jón Árnason) :

Herra forseti. Ég hef á þskj. 178 leyft mér að flytja frv. til l. um breyt. á l. nr. 7 frá 31. mars 1967, um námslán og námsstyrki. Efnislega felst ekki annað í frv. þessu en það, að hliðstæðum innlendum kennslustofnunum er gert jafnhátt undir höfði, að nemendur þeirra eigi rétt til námslána, og gildir um erlendar kennslustofnanir. Eins og fram kemur í grg. með frv., er að þessu sinni sérstaklega haft í huga, að nemendur í Fiskvinnsluskóla Íslands njóti þess réttar, en sá skóli hefur, sem kunnugt er, þriggja ára námsbraut og er því sambærilegur við aðrar þær kennslustofnanir, sem upp eru taldar í 1. gr. laganna.

Ég vænti þess, að frv. þetta geti fengið fljóta afgreiðslu, og vil leyfa mér að óska þess, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.