30.08.1974
Neðri deild: 9. fundur, 95. löggjafarþing.
Sjá dálk 111 í B-deild Alþingistíðinda. (118)

9. mál, ráðstafanir vegna gengis íslenskrar krónu

Forseti (Ingvar Gíslason):

Vegna þessara tilmæla hæstv. forsrh., að málið gangi hér fram í dag, vil ég taka fram, að ekki mun standa á forseta, að svo verði. Hins vegar er augljóst, að þetta mál verður að fá sína eðlilegu afgreiðslu í þinginu, fara fyrir þn., eins og gerð hefur verið till. um, og er það ekki síður þá á valdi þeirrar þn., sem fær málið til meðferðar, að þetta mál geti orðið tekið fyrir síðar í dag og afgreitt héðan frá d. En ég mun gera það, sem í mínu valdi stendur, til þess að svo megi verða.