18.07.1974
Sameinað þing: 1. fundur, 95. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í B-deild Alþingistíðinda. (14)

Kosning forseta

Þórarinn Þórarinsson:

Herra forseti. Ég get tekið undir það með hv. síðasta ræðumanni, að æskilegast hefði verið, m.a. vegna þess, að hér er um þjóðhátíðarþing að ræða, að algert samkomulag hefði getað náðst um kjör forseta að þessu sinni. Þetta er í samræmi við það, sem flokkur minn hefur beitt sér fyrir á undanförnum þingum, en hann hefur haft forustu um, að skipting forsetaembætta færi þannig fram, að bæði stjórnarflokkar og stjórnarandstöðuflokkar tækju þátt í stjórn þingsins með þeim hætti að skipta með sér forsetum. Um þetta náðist samkomulag á síðasta kjörtímabili.

Það var okkar mat, þegar þetta þing kom saman, að Alþfl. hefði þá sérstöðu, eins og hann hefur oft haft, að það mundi vænlegast að ná allsherjarsamkomulagi um formann hans sem forseta sameinaðs Alþingis. Því miður brást það, að svo færi, og ætla ég ekki að fara að rekja það, vegna hvers þannig fór, en það var m.a. vegna þess, að Sjálfstfl. hafði aðra till. fram að færa en þá, að það yrði sameinast um formann Alþfl.

Ég tel ekki ástæðu til að rekja þær samningaviðræður, sem fóru fram milli formanna þingflokkanna, en ég vil benda á, að síðasta tilboð, sem ég stóð að ásamt form. Alþfl., form. Alþb. og form. SF, var það, að Sjálfstfl. hefði 1. varaforseta í Sþ., 1. varaforseta í Nd. og 1. varaforseta í Ed. Þetta er nokkru meira en samkomulag varð um á síðasta þingi. Þá hafði Sjálfstfl. aðeins 1. varaforseta í Sþ. og 1. varaforseta í Nd. Nú var honum boðinn 1. varaforseti í Ed. til viðbótar. því miður náðist ekki samkomulag um þessa till., og þess vegna hefur farið þannig, að forsetar verða kjörnir, án þess að allsherjar samkomulag hafi náðst. Ég harma það, að svo hefur farið. Eins og kom fram hjá hv. síðasta ræðumanni, var ætlun okkar, sem stóðum að meiri hl., að kjósa sjálfstæðismenn í viss trúnaðarstörf, þrátt fyrir það að ekki væri um samkomulag við Sjálfstfl. að ræða. Nú hefur sú ósk borist frá sjálfstæðismönnum, að þeir verði ekki kosnir til þessara trúnaðarstarfa, og er sjálfsagt að taka það til greina.

Fór nú fram kosning fyrri varaforseta. Kosinn var

Eðvarð Sigurðsson, 7. þm. Reykv., með 34 atkv., en 25 seðlar voru auðir og 1 ógildur.

Þá fór fram kosning annars varaforseta, og hlaut kosningu

Vilhjálmur Hjálmarsson, 1. þm. Austf., með 33 atkv., en 27 seðlar voru auðir.

Þessu næst voru kosnir skrifarar sameinaðs þings, að viðhafðri hlutfallskosningu. Fram komu tveir listar. Á A-lista var LárJ, en á B-lista JHelg. — Þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi, lýsti forseti yfir, að rétt væru kjörnir án atkvgr.:

Lárus Jónason, 4. þm. Norðurl. e., og

Jón Helgason, 4. þm. Sunnl.

Þá fór fram kosning kjörbréfanefndar, að viðhafðri hlutfallskosningu. Fram komu fjórir listar með jafnmörgum nöfnum samtals og kjósa skyldi. Lýsti forseti því yfir, að rétt væru kjörnir án atkvgr.:

Matthías Á. Mathiesen (A),

Jón Skaftason (B),

Pálmi Jónsson (A),

Jónas Árnason (C),

Tómas Árnason (B),

Eyjólfur K. Jónsson (Á),

Karvel Pálmason (D).

Loks var tekin til meðferðar kosning 20 þingmanna til að skipa efri deild. Hlutfallskosning var viðhöfð, og komu fram tveir listar. Á A-lista voru ÁB, EÁ, HÁ, IT, JHelg, StH, EggÞ, JÁH, RA, GeirG, HFS, StJ; á B-lista GH, ÞK, JónÁ, OÓ, StG, JGS, AJ, AG. — Þar sem tilnefndir voru jafnmargir menn og kjósa skyldi, lýsti forseti yfir, að rétt væru kjörnir án atkvgr.:

Ásgeir Bjarnason,

Geir Hallgrímsson,

Einar Ágústsson,

Þorv. Garðar Kristjánsson,

Halldór Ásgrímsson,

Ingi Tryggvason, Jón Árnason,

Jón Helgason,

Oddur Ólafsson,

Steingrímur Hermannsson,

Eggert G. Þorsteinsson,

Steinþór Gestsson,

Jón Árm. Héðinsson,

Jón G. Sólnes,

Ragnar Arnalds,

Axel Jónsson,

Geir Gunnarsson,

Helgi Seljan,

Albert Guðmundsson,

Stefán Jónsson.

Fundurinn var settur af aldursforseta, Jóni Árnasyni, 2. þm. Vesturlands.

Deildina skipuðu þessir þm.:

1. Albert Guðmundsson, 12. þm. Reykv.

2. Axel Jónsson, 10. landsk. þm.

3. Ásgeir Bjarnason, 1. þm. Vesturl.

4. Eggert G. Þorsteinsson, 4. landsk. þm.

5. Einar Ágústsson, 10. þm. Reykv.

6. Geir Gunnarsson, 11. landsk. þm.

7. Geir Hallgrímsson, 1. þm. Reykv.

8. Halldór Ásgrímsson, 5. þm. Austf.

9. Helgi F. Seljan, 7. landsk. þm.

10. Ingi Tryggvason, 6. þm. Norðurl. e.

11. Jón Árnason, 2, þm. Vesturl.

12. Jón Helgason, 4. þm. Sunnl.

13. Jón Árm. Héðinsson, 1. landsk. þm.

14. Jón G. Sólnes, 2. þm. Norðurl. e.

16. Oddur Ólafsson, 2. þm. Reykn.

16. Ragnar Arnalds, 5. þm. Norðurl. v.

17. Stefán Jónsson, 5. þm. Norðurl. e.

18. Steingrímur Hermannsson, 2. þm. Vestf.

19. Steinþór Gestsson, 6. þm. Sunnl.

20. Þorv. Garðar Kristjánsson, 3. þm. Vestf.

Gengið var til forsetakosningar.

Kosningu hlaut Ásgeir Bjarnason, 1. þm. Vesturl., með 12 atkv.

— Jón Árnason, 2. þm. Vesturl., hlaut 8 atkv.

Hinn kjörni forseti tók nú við fundarstjórn og lét fyrst fara fram kosningu fyrri varaforseta. Kosningu hlaut

Eggert G. Þorsteinsson, 4. landsk. þm., með 12 atkv., en 8 seðlar voru auðir.

Annar varaforseti var kosinn

Helgi F. Seljan, 7. landsk. þm., með 12 atkv., en 8 seðlar voru auðir.

Þessu næst voru kosnir skrifarar deildarinnar, að viðhafðri hlutfallskosningu. Fram komu tveir listar sem á voru IT og StG. — Samkv. því lýsti forseti yfir, að kosnir væru án atkvgr.:

Ingi Tryggvason, 8. þm. Norðurl. e., og

Steinþór Gestsson, 6. þm. Sunnl.

Loks var hlutað um sæti deildarmanna samkvæmt þingsköpum, og fór sætahlutunin á þessa leið:

5. sæti hlaut Jón Árnason.

6. — — Geir Hallgrímsson.

7. — — Oddur Ólafsson.

8. — — Albert Guðmundsson.

9. — — Axel Jónsson.

10. — — Jón G. Sólnes.

11. — — Steingrímur Hermannsson.

12. — — Jón Árm. Héðinsson.

13. — — Helgi F. Seljan.

14. — — Halldór Ásgrímsson.

15. — — Stefán Jónsson.

16. — — Eggert G. Þorsteinsson.

17. — — Ragnar Arnalds.

18. — — Þorv. Garðar Kristjánsson.

19. — — Jón Helgason.

20. — — Geir Gunnarsson.

Fundurinn var settur af aldursforseta, Guðlaugi Gíslasyni, 3. þm. Sunnl.

Deildina skipuðu þessir þm.:

1. Benedikt Gröndal, 2. landsk. þm.

2. Eðvarð Sigurðsson, 7. þm. Reykv.

3. Ellert B. Schram, 11. þm. Reykv.

4. Eyjólfur K. Jónsson, 4. þm. Norðurl. v.

5. Friðjón Þórðarson, 4. þm. Vesturl.

6. Garðar Sigurðsson, 5. þm. Sunnl.

7. Gils Guðmundsson, 3. þm. Reykn.

8. Guðlaugur Gíslason, 3. þm. Sunnl.

9. Guðmundur H. Garðarsson, 6. landsk. þm.

10. Gunnar Thoroddsen, 2. þm. Reykv.

11. Gunnlaugur Finnsson, 4. þm. Vestf.

12. Gylfi Þ. Gíslason, 9. þm. Reykv.

13. Halldór E. Sigurðsson, 3. þm. Vesturl.

14. Ingólfur Jónsson, 1. þm. Sunnl.

15. Ingvar Gíslason, 1. þm. Norðurl. e.

16. Jóhann Hafstein, 6. þm. Reykv.

17. Jón Skaftason, 4. þm. Reykn.

18. Jónas Árnason, 5. þm. Vesturl.

19. Karvel Pálmason, 5. þm. Vestf.

20. Lárus Jónsson, 4. þm. Norðurl. e.

21. Lúðvík Jósepsson, 2. þm. Austf.

22. Magnús Kjartansson, 3. þm. Reykv.

23. Magnús T. Ólafsson, 3. landsk. þm.

24. Matthías Bjarnason, 1. þm. Vestf.

25. Matthías Á. Mathiesen, 1. þm. Reykn.

26. Ólafur G. Einarsson, 5. þm. Reykn.

27. Ólafur Jóhannesson, 1. þm. Norðurl. v.

28. Páll Pétursson, 3. þm. Norðurl. v.

29. Pálmi Jónsson, 2. þm. Norðurl. v.

30. Pétur Sigurðsson, 8. þm. Reykv.

31. Ragnhildur Helgadóttir, 5. þm. Reykv.

32. Sighvatur Björgvinsson, 8. landsk. þm.

33. Sigurlaug Bjarnadóttir, 9. landsk. þm.

34. Stefán Valgeirsson, 3. þm. Norðurl. e.

35. Svava Jakobsdóttir, 5. landsk. þm.

36. Sverrir Hermannsson, 3. þm. Austf.

37. Tómas Árnason, 4. þm. Austf.

38. Vilhjálmur Hjálmarsson, 1. þm. Austf.

39. Þórarinn Sigurjónsson, 2. þm. Sunnl.

40. Þórarinn Þórarinsson, 4. þm. Reykv.

Í stað Gils Guðmundssonar, 3. þm. Reykn., var Karl G. Sigurbergsson á fundinum. Kosning forseta og skrifara.

Gengið var til forsetakosningar. Kosningu hlaut Gils Guðmundsson, 3. þm. Reykn., með 22 atkv. — Ragnhildur Helgadóttir, 5. þm. Reykv., fékk 17 atkv., en 1 seðill var auður.