05.09.1974
Efri deild: 17. fundur, 95. löggjafarþing.
Sjá dálk 239 í B-deild Alþingistíðinda. (243)

6. mál, fjáröflun til vegagerðar

Eggert G. Þorsteinsson:

Herra forseti. Ég skal ekki blanda mér inn í almennar umr. um þetta frv., enda hefur af hálfu okkar Alþfl.- manna þegar verið gerð grein fyrir afstöðu okkar í málínu. En það er ein fsp., sem mig langar til þess að bera fram við hæstv. samgrh., hvort hann geti upplýst þessa hv. þd. um það, hverjar eru tolltekjur ríkissjóðs af innflutningi bifreiða á þessu ári. (Gripið fram í.) Eru engar til. Þó að ekki séu upp á krónu, þá er ekki verið að tala um það, heldur hvað þetta gæti numið hárri upphæð. Það getur haft áhrif á skoðun manna á þessu máli, hverjar þær tekjur kynnu að geta orðið á þessu ári. Við vitum allir, að það hefur verið óvenjumikill innflutningur bifreiða, og þess vegna hlýtur ríkissjóður að hafa fengið til sín allverulegan hluta af verðmæti þeirra í tolltekjum, og það getur haft áhrif á skoðanir manna, hvernig þeir kynnu að greiða atkv. í þessu máli.