20.08.1974
Neðri deild: 6. fundur, 95. löggjafarþing.
Sjá dálk 69 í B-deild Alþingistíðinda. (71)

2. mál, viðnám gegn verðbólgu

Gylfi Þ. Gíslason:

Þar eð samþykkt þessa frv. mundi samkv. yfirlýsingu hæstv. forsrh. þýða, að launþegum væri ætlað að bera bótalaust 9.5% hækkun á grundvallarverði til bænda og mun meiri hækkun útsöluverðs, og felld hefur verið till. um að bæta bændum til bráðabirgða úr ríkissjóði kostnaðarauka þeirra í þann mánuð til viðbótar, sem brbl. er ætlað að gilda, er þingflokkur Alþfl. andvígur framlengingu brbl. Ég segi því nei.