19.12.1974
Neðri deild: 32. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1266 í B-deild Alþingistíðinda. (1074)

64. mál, Framleiðslueftirlit sjávarafurða

Frsm. (Pétur Sigurðsson):

Virðulegi forseti. Ég held að ég verði að koma áleiðis til ráðh. og reyndar þingforseta líka þeirri óánægju sem hefur komið fram í þeirri n. sem ég er form. fyrir, sjútvn. Nd., og kom ljóslega fram nú í kvöld þegar við höfðum mál hetta til meðferðar og afgreiðslu, en bað er hinn knappi tími sem við höfðum til þess að fara yfir málið í u., þótt ég hins vegar hafi fengið staðfestingu á því að sjútvn. Ed. átti þess kost að skoða málið mjög gaumgæfilega og hefur lagt fram nokkrar brtt. við frv.

Við í n. hér í hv. d. erum sammála um að mæla með þeim brtt. sem komu frá Ed. og hafa verið samþ. þar. Segja má máske að meginatriðið sé það að í stað þriggja deilda, sem frv. gerir ráð fyrir, verði þær fjórar samkv. frv. eins og það er nú.

Ég viðurkenni það fúslega og ég held að ég megi þar mæla um fyrir flest okkar í hv. n., að eins og máske oft og tíðum er venja á síðustu klukkustundum þingsins, þá gefst ekki tími fyrir síðari d. að fara nógu ítarlega í viðkomandi mál. En eftir að ég hafði talað nú áðan við fulltrúa úr n. Ed. og þeir tjáð mér að þeir hefðu skoðað málið mjög samviskusamlega og haft það lengi til athugunar, þá hefur mér heimilast fyrir hönd okkar í n. að mæla með samþykkt þess með þeim breytingum, sem á hafa orðið í Ed. En eins og segir í nál., tekur Sighvatur Björgvinsson ekki afstöðu til málsins.