21.12.1974
Sameinað þing: 30. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1346 í B-deild Alþingistíðinda. (1130)

Snjóflóð í Neskaupsstað

Forsrh. (Geir Hallgrímsson):

Herra forseti. Starfsamt en fámennt samfélag hefur verið lostið þungu höggi. Á andartaki eru börn, konur og karlar hrifin burt í miðri önn dagsins. Þar sem áður ríkti gleði og eftirvænting í jólamánuði grúfir nú sorg yfir bæ og landi. Á stundum sem þessum verður okkur íslendingum ljóst að við erum ein fjölskylda og viljum bera hver annars byrðar.

Í morgun héldu forsrh. og dómsmrh. fund með þm. Austurl. vegna atburðanna í Neskaupstað. Í framhaldi af þeim fundi hefur ríkisstj. ákveðið að beita sér fyrir að ráðstafanir verði gerðar til að tjón vegna náttúruhamfaranna í Neskaupstað veði bætt. Áhersla verður lögð á að láta í té alla þá hjálp og aðstoð af opinberri hálfu sem unnt er til að atvinnulíf í Neskaupstað geti sem allra fyrst komist í eðlilegt horf. Ég veit, að þessi ákvörðun er í samræmi við hug og vilja allra þm. og alþjóðar. Ég vona, að samhugur og samúð allra landsmanna verði norðfirðingum styrkur í sorg þeirra. Megi hátíði