21.12.1974
Sameinað þing: 30. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1358 í B-deild Alþingistíðinda. (1165)

1. mál, fjárlög 1975

Sigurlaug Bjarnadóttir:

Herra forseti. Hér er um stórt og mikið nauðsynjamál að ræða. Því eru ætlaðar 2.5 millj. á fjárl. samkv. till, fjvn. Það er farið fram á 1 millj. kr. aukningu. Mér hefur verið gefið það í skyn af ábyrgum mönnum, að þessi liður þurfi frekari athugunar við, og ég er með sérstakt flugfélag hér í huga, eitt af einum fjórum, sem á að annast þessa þjónustu í einum þremur landshlutum, Flugfélagið Ernir á Ísafirði fór fram á 1800 þús. í þessu skyni og sér fram á stöðvun síns rekstrar ef ekki verður orðið við umsókn þeirra flugmanna sem reka þetta flugfélag. Eftir því sem mér var gefið í skyn af ábyrgum mönnum, að þessi mál yrðu tekin til frekari athugunar, þá segi ég hér nei.