27.01.1975
Sameinað þing: 31. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1379 í B-deild Alþingistíðinda. (1192)

Umræður utan dagskrár

Dómsmrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Mér finnst alveg óþarfi að blanda samningum við Belgíu, Noreg og Færeyjar inn í þetta mál. Þeir landhelgissamningar, sem gerðir voru við þá aðila, voru gerðir skv. sérstaklega fyrir fram gefnu umboði Alþ., sem fól ríkisstj. að vinna að umþóttunarsamningum við þessi ríki.

Ég vil í öðru lagi taka það fram, eins og kom fram í ræðu hæstv. sjútvrh., að það fyrirheit, sem gefið er í hans bréfi, er bundið ákveðnum skilyrðum. M.a. er það skilyrði sett þar fram að leyfi gjaldeyrisyfirvalda fáist til yfirfærslu á leigu. Um það leyfi hefur verið sótt, en það hefur ekki verið veitt enn. Þetta vildi ég aðeins taka fram.