28.01.1975
Sameinað þing: 32. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1389 í B-deild Alþingistíðinda. (1207)

309. mál, þjóðhátíðarmynt

Sjútvrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Út af því sem hv. 6. landsk. þm. sagði og óskaði eftir, þá er alveg sjálfsagt að verða við því að hann fái umrædda grg, og till. Guðjóns Hansens. Skal ég hlutast um að hann fái það og hver þm sem þess óskar.

Út af því sem kom fram í ræðu hv. 11. landsk. þm., Geirs Gunnarssonar, þá skil ég mjög vel afstöðu hans, að við stjórnarskiptin leit hann svo á að hann mundi ekki starfa áfram sem form. þessarar n, Nokkru eftir stjórnarskiptin spurði hann mig hvort ég hefði í hyggju að skipa nýjan form. eða endurskipa þessa n., og ég sagðist hafa það til athugunar. En ég hef nú fyrir nokkru ákveðið að leysa þessa n. frá störfum, og hafa tekist samningar með heilbr.- og trmrn. og Guðjóni Hansen um að hann taki að sér endurskoðun almannatryggingalaganna alveg frá grunni, bæði lífeyristrygginga og sjúkratrygginga, og hann hefur jafnframt tekið að sér að ljúka þessari endurskoðun fyrir miðjan sept. n.k. Þegar endurskoðun hans er lokið og athugasemdir hans og ábendingar liggja fyrir, þá hef ég í hyggju að skipa n. að nýju og með svipuðum hætti og áður var, þannig að stjórnmálaflokkunum á Alþ. gefist kostur á að skipa sinn fulltrúa í n. til þess að vinna úr þessum málum, og þá að leggja fyrir næsta þing breyt. á almannatryggingalöggjöfinni. Mér finnst rétt að þetta komi hér fram, þó að það sé miklu viðtækara verkefni en hér er um að ræða.

Ég álít að frv., þegar það verður flutt, þá verði það auðvitað að vera gert í nánu samstarfi og samvinnu við lífeyrissjóðina í landinu. Auðvitað hljóta allir að hugsa á þann veg að fækka þessum lífeyrissjóðum, ná um það fullu samkomulagi, því að það er ástæðulaust að viðhalda jafnmiklum fjölda lífeyríssjóða þegar slík breyting sem þessi verður gerð. Þetta verður ekki gert með því að semja eitt frv., og þar tek ég alveg undir það sem hv. 6. landsk. þm. sagði. Það verður ekki gert nema leita samstarfs og samvinnu við þessa aðila. Og það höfum við í trmrn. hugsað okkur að gera.

En út af því, sem hv. 3. þm. Reykv. sagði, að það væri ekki um neitt annað að gera en að flytja bara hér frv., þá er auðvitað ágætt að vera ráðh. þessara mála í 3 ár, skipa v. og fá henni ekki einu sinni þetta verkefni í hendur, n. gerir það að eigin frumkvæði. En svo þegar hann er alveg öruggur um að hann sé að detta úr ráðherrastólnum, þá grípur hann á síðustu mínútum til þess ráðs að skrifa þetta bréf. Það er ágætt að segjast hafa svo mikinn áhuga og það sé nú ekki annað en að flytja frv. og koma þessu og hinu fram. Það er alveg rétt sem hv. síðasti ræðumaður sagði, að þetta mál er mikið vandamál og það er mikið misrétti á milli hinna ýmsu daunþega í landinu. En þetta er það stórt mál, og á mjög erfiðum tímum, eins og nú eru fram undan, til þess að halda uppi atvinnulífi og atvinnu í þessu landi, þá verður ekki gert allt á sömu stundu. Það veit fyrrv. heilbr.- og trmrh. Hann er það greindur maður að hann veit að það er ekki hægt að gera allt á sömu stundu. Þetta mál þarf enn að taka lengri tíma, þó að það væri æskilegt að það væri búið að fá lausn og það helst fyrir löngu.