30.01.1975
Efri deild: 39. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1427 í B-deild Alþingistíðinda. (1245)

126. mál, kvikmyndasjóður

Steingrímur Hermannsson:

Herra forseti. Ég er út af fyrir sig ekki að standa upp til þess að lýsa stuðningi víð þetta frv., ég er einn af flm. þess, en ég vildi rétt vekja athygli á einu atriði sem hér hefur verið bent á. Svo mun vera að kvikmyndagerðarmenn fá nú nokkurn stuðning með eftirgjöf á tollum af innflutningi á filmum til starfsemi sinnar. Hins vegar njóta þeir, sem fást við annars konar myndagerð sem ekki þarf síður að vera listræn, ekki slíks stuðnings. Þeir eru þar alveg utan gátta. Ég get ekki séð í fljótu bragði að hægt sé að rétta hlut þeirra í sambandi við þetta frv., en þó vildi ég nota tækifærið til að koma þessu á framfæri. Það mun vera heimild til þess að veita með uppáskrift Fræðslumyndasafns ríkisins eftirgjöf á tolli til kvikmyndagerðar, en ekki til annarrar myndagerðar. Ég held að það væri þarft ef menntmn. athugaði einnig á hvern máta mætti bæta að einhverju hlut þeirra sem stunda þá iðngrein, sem sagt venjulega myndagerð.