04.02.1975
Sameinað þing: 36. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1460 í B-deild Alþingistíðinda. (1277)

136. mál, lánasjóðir iðnaðarins

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Fyrsta spurningin er: „Hvernig hefur verið háttað ráðstöfun fjármagns þessara sjóða á s.l. tveimur árum, annars vegar gagnvart útflutningsiðnaði og hins vegar iðnaði fyrir heimamarkað?“ Gengið er út frá því að hér sé átt við Iðnlánasjóð, Iðnþróunarsjóð og Iðnrekstrarsjóð.

Ef við víkjum fyrst að Iðnlánasjóði, er verkefnasvið hans víðtækast þeirra þriggja sjóða sem hér um ræðir. Rétt til lántöku hjá Iðnlánasjóði eiga öll þau iðnfyrirtæki sem greiða iðnlánasjóðsgjald. Er hér því bæði um framleiðslu- og þjónustuiðnað að ræða. Undanþegin iðnlánasjóðsgjaldi er þó allur fiskiðnaður, kjötiðnaður og mjólkurbú, Skv. upplýsingum stjórnar Iðnlánasjóðs hefur sjóðurinn látið umsóknir þær um lán, sem beinast að fjárfestingu vegna útflutningsframleiðslu, sitja í fyrirrúmi. Að hvaða leyti áætlanir einstakra fyrirtækja um útflutning hafa staðist er sjóðnum ekki kunnugt. Skýrslur um skiptingu milli útflutningsiðnaðar og iðnaðar fyrir heimamarkað eru ekki unnar hjá sjóðnum, enda í flestum tilvikum ógerlegt að greina þar á milli.

Samþykkt lán Iðnlánasjóðs á árinu 1973 námu 342.5 millj. kr. og á árinu 1974 420 millj. Sundurliðun er sem nú skal greina:

Matvæli og drykkjarvörur árið 1973 31 millj. 88 þús. kr., árið 1974 62 millj. 815 þús. kr. Vefjariðnaður 28 millj. 550 þús. kr. fyrra árið, 20 millj. og 700 þús. kr. seinna árið.

Fata- og skógerð 11 millj. 660 þús. kr. fyrra árið, 29 millj. og 500 þús. kr. seinna árið. Trjávöruiðnaður 30 millj. 517 þús. kr. fyrra árið, 17 millj. 350 þús. kr. síðara árið.

Húsgögn og bólstrun 14 millj. 340 þús. kr. fyrra árið, 36 millj. 750 þús. kr. seinna áríð. Pappírsiðnaður 29 millj. kr. fyrra árið, 900 þús. kr. seinna árið.

Prentun og bókband 38 millj. 595 þús. kr. fyrra árið, 46 millj. 450 þús. kr. seinna árið. Gúmmíiðnaður 3 millj. kr. fyrra árið, 500 þús. kr. seinna árið.

Efnaiðnaður 9 millj. 300 þús. kr. fyrra árið, 12 millj. og 500 þús. kr. síðara árið. Steinefnaiðnaður 18 millj. og 900 þús. kr. fyrra árið, 32 millj. 900 þús. kr. seinna árið Járn- og málmiðnaður 32 millj. 805 þús. kr. fyrra árið, 44 millj. 800 þús. kr. síðara árið. Rafmagnsiðnaður 1 millj. 500 þús. kr. fyrra árið, 3 millj. 650 þús. kr. síðara árið.

Skipasmíðar 7 millj. 500 þús. kr. fyrra árið, 5 millj. og 700 þús. kr. síðara árið.

Smíði og viðgerð flutningatækja 23 millj. 90 þús. kr. fyrra árið, 23 millj. 775 þús. kr. seinna árið.

Ýmis iðnaður 20 millj. 570 þús. kr. fyrra árið, 22 millj. 300 þús. kr. síðara árið.

Plastiðnaður 6 millj. og 50 þús. kr. fyrra árið, 12 millj. 300 þús. kr. síðara árið. Byggingarverktakar íbúðarhúsa 23 millj. 980 þús. kr. fyrra árið, 42 millj. 100 þús. kr. síðara árið.

Aðrir byggingarverktakar 11 millj. 300 þús. kr. fyrra árið, 5 millj. 500 þús. kr. síðara árið. Samanlagt verða því útlán Iðnlánasjóðs á árinu 1973 eins og fyrr segir: árið 1973 342.5 millj. kr. og árið 1974 420.5 millj. kr.

Þá er Iðnþróunarsjóður. Verkefnasvið Iðnþróunarsjóðs er þrengra en verkefnasvið Iðnlánasjóðs. Iðnþróunarsjóður veitir lán í fyrsta lagi til fjárfestingarframkvæmda í útflutningsiðnaði og í öðru lagi til fjárfestingarframkvæmda fyrirtækja sem verða fyrir vaxandi samkeppni á innanlandsmarkaði vegna lækkana á aðflutningsgjöldum og aukinnar fríverslunar.

Varðandi skiptingu veittra lána annars vegar til útflutningsiðnaðar og hins vegar til iðnaðar fyrir heimamarkað er mjög erfitt um vik, þar sem flest þau fyrirtæki, sem flytja út iðnaðarvörur, framleiða einnig svipaðar eða hliðstæðar vörur fyrir innlendan markað. Af hálfu Iðnþróunarsjóðs hefur verið reynt að flokka samþykkt lán á s.l. tveimur árum skv. þeirri skiptingu sem fram kemur í fsp. Til útflutningsiðnaðar eru þá taldar allar þær lánveitingar sem ganga til fyrirtækja sem flytja út iðnaðarvörur í teljandi mæli. Hér er þá um mjög grófa skiptingu að ræða. Samkvæmt þessari flokkun voru lánveitingar til fyrirtækja í útflutningsiðnaði og fyrirtækja, sem framleiða eingöngu fyrir innlendan markað, eftirfarandi á árunum 1973 og 1974:

Útflutningsiðnaður 81.6 millj. kr. árið 1973 og 195.5 millj. kr. 1974. Alls bæði árin 277.1 millj. kr. og eru það 37% af heildarútlánunum.

Heimamarkaðsiðnaður var árið 1973 244.6 millj. kr., áríð 1974 231.3 millj. kr., alls bæði árin fyrir heimamarkaðsiðnað 475.9 millj. eða 63% af heildarútlánum sjóðsins.

Þá er það í þriðja lagi Iðnrekstrarsjóður. Hann var stofnaður með lögum frá árinu 1973, tók til starfa um haustið það ár. Hlutverk sjóðsins er fyrst og fremst, svo sem segir í 6. gr. laga hans, að styrkja útflutningsstarfsemi og erlenda markaðsöflun í þágu iðnaðarins.

Varðandi flokkun á lánum er hér við sama vandamálið að etja og áður er greint frá, vegna þess að svo til öll útflutningsfyrirtæki framleiða einnig fyrir innlendan markað. Hins vegar munu öll lán og styrkir, sem veitt hafa verið frá því að sjóðurinn tók til starfa, hafa farið til framkvæmda sem hafa staðið beinlínis í sambandi við útflutningsaðgerðir. Eftirfarandi yfirlit sýnir samþykkt lán og styrki á árunum 1973 og 1974:

Árið 1973 4 millj. kr., árið 1974 38.3 millj. kr. Samtals bæði árin 42.3 millj. kr.

Önnur spurningin er þessi: „Hvert er hlutfall lána og/eða styrkja þessara sjóða, annars vegar að því er varðar fjárfestingu tengda iðnrekstri og hins vegar í beinu sambandi við útflutnings- og markaðsmál?“

Iðnlánasjóður lánar eingöngu til fjárfestingarframkvæmda í iðnaði og hefur ekki veitt styrki til markaðsmála. Skv. ákvæðum í l. um Iðnþróunarsjóð er heimilt að verja allt að 10% af stofnfé sjóðsins til styrkja eða lána með sérstökum kjörum. Á árinu 1973 voru veittir styrkir og lán með sérstökum kjörum að upphæð 9.2 millj. kr. og á árinu 1974 að upphæð 11.4 millj. Á þessum árum voru greiddir styrkir vegna markaðsöflunar um 3.8 millj. kr. og 3.3 millj. kr. vegna sérstakra vöruþróunarverkefna. Að öðru leyti hefur styrkveitingu verið varið til úttektar á iðngreinum og til ýmis konar aðgerða á sviði hagræðingar, t.d. vegna stjórnunar og framleiðslueftirlits, svo sem í fata- og vefjariðnaði, málmiðnaði, skipasmiði, húsgagnaiðnaði o. fl. Hefur þar ekki verið gerður greinarmunur á fyrirtækjum sem hafa með höndum útflutningsstarfsemi og fyrirtækjum sem lenda í aukinni samkeppni á heimamarkaði vegna tollalækkana.

Styrkveitingar Iðnrekstrarsjóðs á árinu 1973 námu 4 millj. kr. Styrkveitingar á árinu 1974 námu 14.8 millj. kr. Styrkveitingar af hálfu Iðnrekstrarsjóðs hafa fyrst og fremst staðið í sambandi við útflutningsstarfsemi og markaðsöflun, þ. á m. styrkur til Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins. Enn fremur hafa verið veittir nokkrir styrkir vegna sérstakra þróunarverkefna hvað framleiðslu snertir og eru þeir innifaldir í ofangreindum tölum.

Þriðja spurningin er: „Er ekki tímabært að sameina alla eða hluta þessara sjóða og efla starfsemi þeirra með samræmdum aðgerðum?“

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstj. frá 29. ágúst s.l. segir: „Endurskoðað sé skipulag og starfsemi fjárfestingarsjóða og lánastofnana í því skyni að tryggja eðlilega og samræmda starfsemi þeirra og hagkvæmni í rekstri.“ Að þessum verkefnum er nú unnið.