13.02.1975
Efri deild: 43. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1758 í B-deild Alþingistíðinda. (1415)

Umræður utan dagskrár

Helgi F. Seljan:

Herra forseti. Ég hef talið rétt að kveðja mér hljóðs utan dagskrár og flytja hv. d. stutta tilkynningu til upplýsingar.

Í tilefni af miklum umr. í fjölmiðlum og utan um kaup og kjör alþm. kom þingfararkaupsnefnd Alþingis saman í morgun og ákvað þar að innan skamms tíma, 10 daga eða hálfs mánaðar, boðaði n. til blaðamannafundar um þessi mál öll og mundi þar leggja fram öll tiltæk gögn og svara til um þau atriði, er um yrði spurt varðandi kaup og kjör alþm. Þingfararkaupsnefnd mun óska eftir því að sjónvarpað verði frá þessum fundi.

Þetta þótti mér rétt, að hv. þm. fengju að vita, en formaður þfkn. gefur Nd. Alþ. sams konar tilkynningu.